Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2005, Blaðsíða 23

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2005, Blaðsíða 23
Faxaflóa og með honum sex menn. í þessu sama veðri fórst togarinn Gullfoss undan Suðurlandi og með honum öll skipshöfnin, nitján menn. Þessar slysfarir voru bæði miklar og hörmulegar, en urðu þó með líkum hætti °g Islendingar höfðu vanist í baráttu sinni við Ægi konung í aldanna rás. Munu og flestir hafa litið svo á, að orsak- >r þeirra væru „eðlilegar". hjóðin hafði varla náð að átta sig á slysaöldunni í janúar og febrúar 1941, er fregnir bárust af enn válegri atburðum. Að morgni þriðjudagsins 11. mars varð h'nuveiðarinn Fróði frá Þingeyri fyrir árás há þýskum kafbáti, en skipið var þá statt úm 200 sjómílur suðaustur af Vest- úiannaeyjum á leið til Bretlands. Fimm skipverjar biðu bana í árásinni eða af völdum hennar og fleiri særðust. Að á- rásinni lokinni stakk kafbáturinn sér í djúpið, en Fróði hélt til lands. Kom skip- 'ð til Vestmannaeyja hinn 13. mars með þá fimm skipverja, sem enn voru á lífi, °g til Reykjavíkur tveimur dögum síðar. Síðar kom i ljós, að kafbáturinn sem réð- rst á Fróða var skráður sem U 74 og var stjórnandi hans Eitel-Friedrich Kentrat. Miklum óhug sló á þjóðina þegar frétt- >st af árásinni á Fróða, en nú varð skammt stórra högga á milli. Minningar- athöfn um skipverjana á Fróða fór fram í Dómkirkjunni í Reykjavík 17. september. A meðan á athöfninni stóð kom togarinn Vörður til Reykjavikur frá Bretlandi. Skipið hafði meðferðis björgunarfleka af 'ogaranum Reykjaborg, sem skipverjar höfðu fundið á reki, og þótti sýnt af um- TOerkjum á honum, að skotið hefði verið á hann. Ekkert spurðist til Reykjaborgar, en tveimur dögum eftir að Vörður kom hl landsins fréttist, að tveir skipverjar af skipinu væru á sjúkrahúsi í Skotlandi. heir skýrðu frá því, að þýskur kafbátur hefði ráðist á togarann að kvöldi 10. TOars og sökkt honum. Með skipinu fór- úst alls fjórtán menn. Kafbáturinn, sem réðist að Reykjaborg, var U 352 og gekk undir nafninu „Rauði djöfullinn'1. Honum stýrði Erich Topp, einn frægasti og harðsvíraðasti kafbáts- foringi þýska flotans. Hann sökkti alls 36 skipum á stríðsárunum og herma sögur að hann hafi talið Reykjaborg vera breskt ehirlitsskip. Hann byrjaði á því að skjóta að togaranum tundurskeyti, en er það geigaði reyndi hann að bana allri áhöfn- TOni með mikilli vélbyssuskothríð, sem TO.a. var beint að björgunarbátum. Báðir hljóta þeir Erich Topp og Kentrat, stjórn- andi U 74, að hafa verið einstakir óþokk- ar- beir létu sér ekki nægja að sökkva skipum, svo sent tíðkaðist í sjóhernaði, heldur lögðu þeir sig fram um að murka hfið úr varnarlausum sjómönnum, einnig þeim sem komust í lífbáta og á fleka. Er erfitt að ímynda sér meiri fólskuverk á hafi úp. Þýskur U-bátur i höfn. Sama dag og ráðist var á Reykjaborg, lagði línuveiðarinn Pétursey af stað frá Vestmannaeyjum til Englands með fisk. Aldrei spurðist til skipsins eftir það og var talið, að kafbátur hefði grandað því en brú skipsins fannst á reki, sundur- skotin. Með Pétursey fórust tíu menn og höfðu þá alls 29 íslenskir sjómenn látið lífið af völdunt styrjaldarinnar á aðeins tveimur eða þremur dögum. Þar við bættust svo þeir, sem fórust hér við land í janúar og febrúar, og 6. mars drukkn- uðu sex menn er tveir vélbátar fórust í Vik í Mýrdal. Var tala sjómanna sem farist höfðu frá áramótum þá kornin i 66. Pjóðin var, sem vænta mátti, harmi lostin yfir þessurn atburðum og margir létu þung orð falla. I marshefti Ægis skrifaði ritstjórinn, Lúðvík Kristjánsson, grein, sem bar yfirskriftina „Við hvað skirrist nú níðhöggur?“. Par sagði m.a.: Fáum mun hafa runnið í hug, að isl[enska] sjómannastéttin slyppi með öllu ómeidd út úr þeim hildarleik, sem nú er háður, cn engan mun hafa órað fyrir, að jafn hrennnilega yrði á hana ráð- ist og nú er raun á orðin. Eða nrun nokkurn hafa grunað, að vopnlaus, ís- lenzk fiskiskip yrðu skotin niður fyrir- varalaust, án þess að áhöfnunr þeirra væri gefinn kostur á að bjarga sér, eða á sjómennina væri skolið eins og hermenn í fremstu víglínu, og það jafnvel eftir að Sjómannablaðið Víkingur - 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.