Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2005, Blaðsíða 8

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2005, Blaðsíða 8
Sæmundur Guðvinsson ritstjóri Víkings, 2000 til 2005 Ég á í minningunni mynd af grannvöxnum manni sem fer hratt yfir og er með viðamikið hár. Ég man ekki hvort það var sítt eða liðað, aðeins að það var mikið á einhvern hátt - og að maðurinn var gaur eins og við strákarnir kölluðum þá fullorðnu sem okkur þótti eitthvað varið í eða forvitnilegir. Ég vissi að þessi maður stýrði blaði og hafði komið víða við. Síðar á lífsleiðinni átti ég eftir að kynnast honum af eig- in raun og komst þá að því að hann var hinn mesti Ijúflingur, með húmorinn í lagi, og við- rceðugóður. Þannig kom Sœmundur Guðvinsson mér fyrir sjónir. Hann skrifaði fyrir okk- ur Hólamenn og þegar við tókum að okkur út- gáfu Sjómannablaðsins Víkings vorum við fljótir Scemundur Guðvinsson að bera víurnar í Sœ- mund og fá hann til að halda ritstjórn blaðsins áfram. Nú er Sœmundur allur, langt fyrir aldur fram, og er þar sannar- lega skarð fyrir skildi. Skal hans hér minnst fá- einum orðum. Sæmundur Guðni Guðvinsson fæddist á Svalbarði við Eyjafjörð hinn 6. júní 1945 en foreldrar hans voru hjónin Guð- vin Gunnlaugsson kennari og Póra Guð- ný Jóhannesdóttir húsfreyja. í apríl 1960 andaðist Þóra. Sæmundur var þá aðeins 14 ára gamall og varð móðurmissirinn honum afar þungbær. Síðar giftist Guð- vin lrene Gook sem gekk Sæmundi og systkinum hans í móðurstað. Sæmundur varð snemma orðheppinn, félagslyndur og bókhneigður. Þetta var upplagið sem átti eftir að skapa honum örlög. Ungur lagði hann fyrir sig blaða- mennsku og ritstörf, varð ritstjóri íslend- ings á Akureyri, og steig á svið í allmörg- um uppfærslum Leikfélags Akureyrar, auk þess að sitja í stjórn félagsins um hríð. Hann var gleðimaður og vildi vera innan um fólk. Þar undi hann sér best. Þegar Sæmundur fluttist til Reykjavík- ur hélt hann uppteknum hætti, var blaðamaður og fréttastjóri á Vísi og síðar DV eftir stofnun þess. Hann tók á sig svolítinn Guðnavink þegar hann gerðist blaðafulltrúi Flugleiða og þó ekki svo mikinn því að margt er skylt með störf- um blaðamanns og blaðafulltrúa. Þegar Sæmundur hætti hjá Flugleiðum hélt hann áfram blaðamennskunni en að- allega senr lausapenni og skrifaði fjölda greina og pistla í blöð og tímarit, auk þess að hafa umsjón með ýmsurn hverfa- blöðunr svo sem Vesturbæjablaðinu og Breiðholtsblaðinu. Árið 1982 kom út fyrsta bók Sæmund- ar, Við skráargatið, og fleiri áttu eftir að fylgja í kjölfarið. Sæmundur var tvígiftur. Fyrri kona hans var Auður Stefánsdóttir frá Akur- eyri og eignuðust þau synina Stefán Þór og Val. Seinni kona Sæmundar var Sig- rún Skarphéðinsdóttur. Sonur þeirra er Skarphéðinn. Seinustu árin var Nína Hafdís ástvina Sæmundar, stoð hans og stytta. Sæmundur andaðist mánudaginn 2. maí síðastliðinn. Farmanna- og fiski- mannasamband íslands og Bókaútgáfan Hólar þakka Sæmundi vel unnin störf. Megi sá sem allt um sér styrkja ástvini hans í sorg þeirra. ^r^r^r^r^rrr^r^r^rrr^r^rirrcrirrrr^r^rirr^r^r^r^rrr^r^rrr^r^rrr^r^r^r^r^r^r^r^r^r^r^r^K 8 - Sjómannablaðið Víkýngur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.