Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2005, Blaðsíða 27

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2005, Blaðsíða 27
Allir eiga silt viðurnefni. Kyndarinn, Pétur Kristjánsson Grímseyingur, er aldrei kallaður annað en Pétur Pjóðverji. Enginn veit af hverju. Annar er kallaður Tarzan. Sá heitir réttu nafni Ingólfur Guðmundsson og er Siglfirðingur og bróðir hins alþekkta Guðmundar skiða- kóngs. Ingólfur er vissulega vel að manni en skipsfélagar hans segja hávaðann í honum og fyrirganginn minna þá á þessa frægustu sögupersónu heimsbókmennt- ana og það sé skýringin á nafninu. Ann- ars varast þeir að ergja Ingólf, ekki vegna krafta hans heldur hinnar beittu tungu sem hann býr yfir. Glói er sjálfur fyrsti kokkurinn. Fæstir skipsfélagar hans vita hvaðan auknefnið er komið en hann er aldrei kallaður Jón, aðeins Glói. Sumir vita jafnvel ekki hvað hann heitir réttu nafni. „Þetta var raunar stytting á glókollur,“ útskýrir Jón. „Pegar ég var fimm ára patti byrjaði ég að flækjast á sjóinn með Manga gamla heyrnarlausa sem bjó á Oddeyrinni. Hann reri á smáhorni og fór oftast aðeins út á Pollinn en þegar vel viðraði fórum við stundum út fyrir Tanga. Gamli maðurinn var með hand- feri og línuspotta en aflann setti hann á kerru og seldi á götuhorninu þar sem Norðurgata og Gránufélagsgata mætast. Hann kallaði mig aldrei annað en glókollinn sinn. Þegar tímar liðu styttist nafnið og varð Glói.“ Á meðan kokkarnir keppast við að gera sjóklárt er Harðbak lagt að olíu- bryggjunni, fyrir frarnan frystihús KEA, °g olíunni dælt út í skipið úr tönkunum sem standa á kambinum norðan við ftAstihúsið. Klukkan er að verða fimm síðdegis. Skipstjórinn, Áki Stefánsson, færir í skipsbókina: „Brottför ákveðin kl. 18.00.“ A meðan hásetarnir hreiðra um sig lekur Áki stefnuna út fjörðinn. Þetta er fyrsti túrinn hans í skipstjórastólnum á Harðbak. Kallinn, Vilhelm Þorsteinsson, bggur veikur heima í rúmi. Áki horfir hugsandi út um brúar- gluggann. Hann veit að hann er með gott skip í höndunum. Tækjabúnaður skips- uts er þó ekki merkilegur miðað við það Sem á síðar eftir að verða en þó síst verri en tíðkast á 6. áratugnum. Tveir dýptar- 'ttælar og ein fisksjá eru geymdar í kassa 1 brúnni. Þegar siglt er nærri ströndinni stýrir hann eftir vitutn, landsýn og rat- sJánni en þegar kentur á úthafið hefur Horðbakurfór vel með skipverja sína, var vinnuskíp ogfór vel í sjó, ekki síst þegar búið var að tœma olíutanltinn scm allir héldu tóinan. Draumur hvers sjómanns. Körfurnai; sem eru í pontinu nær d myndinni, voru notaðar á karfaveiðum. Hásetarnir týndu Itarfann í körfumar og síðan var hellt úr þeim niður í lest. Ljósm.: Þórðurjónsson Áki ekki annað til að ákvarða stöðu skipsins en kompás og logg, sem skipið dregur á eftir sér, og sextant sent er þó aðeins hægt að nota í góðviðri þegar sér til himins. Á fjögurra stunda fresti færir Áki inn í leiðarbókina, loggið, sem tnælir sigldar mílur, veðrið og stefnuna. Eftir þessurn upplýsingum þarf hann að hitta á ntiðin við Nýfundnaland og svo aftur heint til Akureyrar. í brúnni er líka sínti sem hringir niður í vélarúmi en bæði skipstjórinn og vélstjórinn kjósa fremur að kalla í rörið, eða talpípuna, sem liggur á milli enda heyrisl ntun betur i því en símanum. Harðbakur hefur orð á sér fyrir að vera „blautur“, hann liggi þungt í öldunni sem eigi greiða leið yfir hvalbakinn og dekkið. Áki er vanur að vara nýliða við Sjómannablaðið Víkingur - 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.