Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1996, Síða 6

Ægir - 01.12.1996, Síða 6
Sjávarútvegur og umhverfið A nýafstöönu l'iskiþingi var lalsvrrt lu-tt um umliverfismál, enda yfirskrilt |)inf>sins „Umhverfismál og sjávarúlvegur". 1 ályktun sem l iskiþing samþykkti segir m.a. aö umhverfiö á íslandi sé hreint og þaö sé mikilvægt aö haldít i jiá ímynd. 1-innig aö íslendingar hafi Irumkvæöi í umræöunni og aö hím sé á lorsendum okkar íslendinga, en ekki annarra. A l iskiþingi flutti Guönumdur Bjarnason, umhverfisráöherra, erindi og í máli hans kom skýrt fram aö ábyrgö sjávarútvegs er mikil viövíkjandi mengun. Umhverfisráöherra gat |iess aö á ráöstefnunni í Rio dejaneiro hafi náöst samstaöa um aö mengunarvaldar Iiteru kostnaö af mengun aö teknu tilliti lil almanna- hagsmuna. Slíkt sé nú til skoöunar hjá ráöuneytum umhverfismála og fjármála og þau fylgist með hvaö gert sé í samsvarandi málum í nálægum viöskiptalöndum. Þá ræddi ráöherra um áherslu á aö endurnýtanlegar auðlindir okkar í hafinu væru nýttar á sjálfbærnn hátt og aö slík nýting væri gerö á grunni vísindalegrar þekkingar. Ráöherra talaði um aö fyrirtæki læru aö gera serstakar umhverfisskýrslur þar sem stefnn fyrirtækisins í umhverfis- málum og nýting þess á endurnýlanlegum auðlindum væri tíunduð. í Viðskiptablaðinu nú í fyrstu viku desember er grein Haraldar Á Hjaltasonar og Halldóru llreggviösdóttur um hagkvæma stjórnun umhverfismála hjá fyrirtækjum og ávinning umhverfisstjórnunar. F.r greinin í beinu framhaldi af ræöu umhverfisráöherra og nokkurs konar svar viö henni. I greininni kemur fram aö mikiö getur áunnist meö bættri umhverfisstjórnun bæöi í almennum rekstri fyrirtækja og i umhverfinu sjálfu. Þá hefur Morgunblaðiö tekiö þetta mál upp í leiöara og telur aö hagsmunir sjávarútvegsins séu aö jafnvægi sé tryggt á milli umhverfissjónarmiöa og hagkvæmisjónarmiöa og aö i reynd fari þetta tvennt í flestum tilvikum saman. Ástæöa er til aö taka undir þessi sjónarmið og ítreka aö nauösyn- legt er aö ganga vel um auðlindir hafsins og varöveita þær til nota fyrir kynslóðir framtíöar. En greina verður á milli umhverfisverndar í formi verndar á forsendum verndunarinnar eingöngu og umhverfis- verndar til varöveislu og nýtingar hins vegar. Sameiginlega veröum viö aö varöveita auölindir hafsins meö jiví aö róa til fiskjar. Hags- munir þeirra sem vilja vernda og þeirra sem vilja nýta geta þá fariö saman því ekkert er varöveitt betur en þaö sem er einhvers viröi og menn vilja nýta og nota. Breytingar á útgáfu Ægis Blað þaö sem þetta er ritað í er fyrsta tölublaö /ligis sem Athygli ehf. sér um fyrir Fiskifélagiö. Er nýjum ritstjóra, Jóhapni Ólafi Halldórs- syni, lagnað og vonar undirritaöur aö samstarf viö hann veröi bæöi langt og farsælt. Einnig er ný ritstjórn boöin velkomin til starfa. Öll samvinna viö þetta fyrsta blaö hefur veriö mjög góö og bendir til |iess aö .-Lgir veröi framsækið blaö og standi undir þeim væntingum sem viö gerum um gott tímarit REYTINGUR Vöxtur hjá írum írar fluttu út sjávarafurðir á síðasta ári fyrir yfir 200 milljónir írskra punda, sem er hærri fjárhæð en nokkru sinni áður. Aukningin frá árinu 1994 nemur fimmtán af hundraði. Evrópusambandsríkin eru mikilvægasti markaður fyrir írskar sjávarafurðir. Þangað selja írar um 70% af þeim sjávarafurðum sem þeir selja út fyrir land- steinana. Stærsta einstaka viðskiptalandið er Frakk- land, en síðan koma Spánn, Bretland, Þýskaland og Ítalía. Utan Evrópusambandsins eru Japanar stærstu kaupendur írskra sjávarafurða. (Seafood International) Smáfyrirtæki ganga best Lítil fyrirtæki í einkaeigu eru þau fyrirtæki í norskum sjávarútvegi sem gefa mest af sér. Þetta er niðurstaða Jan Raa, prófessors í Tromsö, sem hefur á undanförnum árum kynnt sér afkomu í norskum sjávarútvegi. Jan Raa telur að lítil fyrirtæki hafi þann sveigjanleika sem til þarf til að mæta kröfum þess hluta markaðarins sem borgar mest fyrir afurðirnar. „Það er hreint ekki svo að framboðið af fiski á heimsmarkaði sé langt umfram eftirspurnina eins og umræðan i Noregi gæti gefið til kynna. Til þess að auka útflutningstekjurnar verður að horfa til þess hluta markaðarins sem borgar mest og þá er ég fyrst og fremst aö tala um ferskan fisk. Gott dæmi um þetta er Asíumarkaður," segir Jan Raa. (Fiskaren) Norskt átak í Japan Samtök norskra laxeldisfyrirtækja verja á þessu ári svimandi fjárhæðum til markaðssetningar á eldis- laxi í Japan. Þessum fjármunum verja Norðmenn- irnir til ýmiskonar kynningarstarfsemi og vöru- kynninga. Fyrir markaðsátakinu í Japan stendur Norway Royal Salmon, sem eru samtök sjötíu eldisfyrirtækja í Noregi. (Seafood International)

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.