Ægir

Volume

Ægir - 01.12.1996, Page 46

Ægir - 01.12.1996, Page 46
milli, níu vatnsþétt þverskipsþil undir neöra þilfari eru í skipinu. Þilfarshús og brú aftan við miðskip á efra þilfari, bakki fremst á efra þilfari. íbúðir í þilfarshúsi, á efra- og neðra þilfari eru óbreyttar og í bakka eru geymslur og rafmagnstafla fyrir sjókælikerfi. Vélbúnaður Aðalvélar eru tvær Nohab Polar F28V- D750, hvor 588/800 KW/hö við 750 sn/mín. Þetta eru átta strokka fjórgengis V-byggðar vélar með forþjöppu og eftir- kælingu. Vélarnar tengjast um tengsli við niðurfærslugír frá Lohmann & Stolt- erfoht, niðurgírun 3.51:1 og skipti- skrúfubúnaður frá Seffle Motorverkstad, fjögurra blaða 2800 mm skrúfa. Við aðra aðalvélina tengist ásrafall frá NEBB 1056/1320 KW/KVA, 3x380 Volt, 50Hz. Jafnstraumsrafali og jafn-/rið- straumsbúnaðurinn er ekki til staðar í skipinu. Hjálparvélasamstæður: Ný hjálpar- vél frá Mitsubishi 6R2MPTK er sex strokka fjórgengisvél með forþjöppu og eftirkælingu, 610/830 KW/hö við 1500 sn/mín. með Stamford riðstraumsrafala 611/765 KW/KVA, 3x380 V, 50 Hz. Vol- vo penta 163/223 KW/hö við 1500 sn/mín. Stamford rafali 152/190 KW/KVA. Caterpillar D343 202/275 KW/hö (gömul úr öðm skipi) með Indar rafal 168/210 KW/KVA. Stýrisvél er raf-vökvaknúin frá Ten- fjord H 2072. Hliðarskrúfur, tvær eins, eru frá Ul- stein. Hvor um sig er með 331/450 KW/hö rafmótor og fjögurra blaða 1280 mm skrúfu. Á áætlun er að stækka raf- mótora við skiptiskrúfur um 73,6/100 KW/hö. Sjókælikerfi Sjókælikerfið (R.S.W.) er frá Tekno- therm. Við kerfið eru tvær kæliþjöppur frá Mycom, gerð 200 VMD 3,6 hvor með 205 KW rafmótor. Afköst eru 727500 kcal/klst á hvora pressu við +10/15 OC til 0/-l,5OC. Heildarafköst kerfis eru 1692 KW. Kælimiðill á kerfum er R 717 (amoníak). Við sjóhring- rásakerfið eru tvær sjódælur hvor 500 m3/klst. við 2 bar þrýsting hvor með 45 KW rafmótor. Ferill Hólmaborgar Hólmaborgin er smíðuð í Svíþjóð hjá Fartygsenterprenander a.b. í Uddevalla og ber smíðanúmer 136, það er að segja skrokkur og annað stálvirki. Síðan var allur annar frágangur í skipa- smíðastöðinni Örskovs Staalskipsværft í Fredrikshavn í Danmörku. Skipið fékk smíðanúmer 105 hjá stöðinni og var afhent í desember 1978. Upp- haflega hét skipið Eldborg HF-13 í eigu Eldborgar h.f. í Hafnarfirði. Skipstjóri var Bjarni Gunnarsson. Systurskipin Grindvíkingur GK-606 (1512) og Bjarni Ólafsson AK-70 (1504) voru smíðuö og frágengin hjá sömu skipa- smíðastöðvum. í maí árið 1988, eignaðist Hólma- borg h.f. skipið og nefndi það Hólma- borg SU-11. Síðar eignast Hraðfrysti- hús Eskifjarðar h.f skipið. Framan af stundaði skipið hefð- bundnar loðnuveiðar í nót á vetrar- vertíð og veiddi síðan kolmunna í flot- troll í færeyskri- og islenskri landhelgi á vorin og sumrin. Eftir að skipinu hafði verið breytt í frystiskip á árinu 1982, og komið fyrir vinnslulínu fyrir kolmunnaflök, fór skipið á kolmunna- veiðar, flakaði, roðfletti og frysti kol- munna til manneldis og var aflinn seldur í Englandi. Einnig fór Eldborg HF á rækjuveiðar og var aflinn frystur um borð. Eldborg HF er fyrsta og eina fiskiskip í eigu íslendinga til að flaka og frysta kolmunna til manneldis. Hólmaborg SU e/x Eldborg HF var framúrstefnuskip þegar það kom nýtt til landsins. Það var breiðasta fiskiskip í flota landsmanna, 12 m breitt. í dag er Siglir SI breiðasta fiskiskip lands- manna 14,6 m. Skipið er með mikið aðalvélarafl, burðarmikið, meö mikla raforkuframleiðslu, raf-vökvadrifið afl- kerfi fyrir vindu- og nótabúnað.Skipið var útbúið með jafn/riðstraumsbúnað (omformer) og þannig var hægt að keyra aðalvélar skipsins á breytilegum snúningshraða og raforkuframleiðsla var frá aðalvél. Fyrir lengingu var Hólmaborgin stærsta nótaveiðiskip landsmanna og eftir lengingu er hún langstærsta nótaveiðiskip landsins. Áður gat skipið borið allt að 1630 tonn af loðnu en í dag má ætla að það geti borið allt að 2500 tonn af loðnu. Tæknilega lýsingu af skipinu nýju má sjá í 2. tbl. Ægis 1979. Ný og öflug kraftblökk er nú komin á Hólmaborgina og mun hún vafalítiö koma aö góöum notum á komandi vertíð. 46 ÆGIR

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.