Ægir

Volume

Ægir - 01.12.1996, Page 40

Ægir - 01.12.1996, Page 40
Hafrannsóknaskipin: Endurnýjun orðin aðkallandi Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegsrá&herra, hefur lagt fyrir Alþingi frumvarp um breytingar á lögum um Þróunarsjób sjávarútvegsins sem miba aö því aö sjóóurinn kosti bygg- ingu nýs rannsóknaskips fyrir Hafrannsóknastofnun. Brýn þörf er oröin á endurnýjun í skipastól stofnunarinn- ar, bæöi eru stærri skip hennar aö nálgast þrítugsaldurinn Hafrannsóknir eru snar þáttur í sjáv- arútvegi á íslandi en til aö þær megi stunda samkvæmt kröfum hverju sinni þarf öflug hafrannsóknaskip. Skipta má þeim verkefnum sem stofnunin sinnir í þrjá meginflokka, þ.e. umhverfisrann- sóknir, mælingar á stærð nytjastofna og bergmálsmælingar. Stofnunin stundar í dag umfangs- miklar grunnrannsóknir sem taka til ástands sjávar, hafstrauma og sjógerða, plöntu- og dýrasvifs, fisklirfa og seiða á miðunum vib landið og í næsta ná- grenni. Einnig eru ítarlegar umhverfis- og vistfræðirannsóknir sem beinast að ákveðnum svæðum og árstímum, t.d. umfangsmiklar klak- og hrygningar- rannsóknir á þorski. Ljóst er að nútíma hafrannsóknir byggjast á sérhæfbum viðamiklum tækjabúnaði sem of áhættusamt er ab nota í litlum skipum í því veðurfari sem oft er á íslensku fiski- miöunum. Auk þessa skiptir vinnuað- staðan um borð miklu máli en stefnan er að fullvinna í auknum mæli úr sem mestu af gögnum úti á sjó. Mælingar nytjastofna eru einnig veigamikill þáttur í starfi Hafró og notar stofnunin til þeirra jafnt eigin skip sem leiguskip. Af þessum verkefnum mætti nefna stofnmælingar botnfiska á og utantil í landgrunninu, stofnmælingar á innfjarðarrækju, mælingar á úthafs- rækjustofninum, rannsóknir á karfa- stofninum djúpt suðvestur af landinu, talningu á hvölum á íslenska hafsvæð- inu og loks mætti nefna rannsóknir á veiöimöguleikum og útbreiðslu djúp- sjávartegunda. Samkvæmt upplýsingum frá Haf- rannsóknastofnun þykir ljóst að stofn- og einnig hitt að sóknin í úthafið kallar á rannsóknir á þeim svæbum sem ekki er hægt að verba við meb núver- andi skipastól. Viðamiklar úttektir hafa verið geröar á hafrannsóknarskipunum þremur og reynt hefur verið ab velta upp möguleikuin til úrbóta en líklegast er ab ný- bygging hafrannsóknarskips verbi ofaná. R/s Bjami Scemundsson siglir inn í Vestmannaeyjahöfh fyrir skemmstu. Bjami er öflugasta skipið sem Hafrannsóknastofhun á nú. unin þurfi ab búa yfir skipi með sam- bærilegan togkraft og stærri togarar flot- ans sem stunda veiðar á djúpslób. Á annan máta geti stofnunin ekki rann- sakað veiðislóðina á trúverðugan hátt, ekki hvað síst fjarlægari miðin. Bergmálsmælingar eru notaðar til rannsókna á íslensku sumargotssíldinni og loðnunni en þessar mælingar verður ab gera á því tímabili ársins þegar veöur eru hvab óhagstæðust. Mælingarnar krefjast stöðugra skipa og því liggur ljóst fyrir að núverandi skip Hafró geta ekki sinnt þeim nema í tiltölulega góðu veöri. Grundvallaratriði er að nýtt skip verði búið svokölluðum fallkili en Sjávarútvegurinn borgaði Eggert Þorsteinsson er eini sjávarútvegsráðherrann á Islandi sem hefur látið smíða hafrannsóknaskip því bæði Ámi Friðriksson og Bjarni Sæmundsson voru smíðuð í hans tíð. Árni Friðriksson stendur á þrítugu og Bjami Sæmundsson er 27 ára gamalt skip. Árni var smíðaður upphaflega til síldarrannsókna og síld- ariðnaðurinn var skattlagður til að fjármagn fengist fyrir skipinu. Raunar bauðst síldariðnaðurinn til að leggja fram fé til smíðinnar. Svipaða sögu er að segja um Bjarna Sæmundsson. Fjármögnun smíðinnar var fyrst og fremst með útflutn- ingsgjaldi á sjávarútveginn þannig að greinin átti á þeim tíma mestan þátt í skipakaupunum. 40 ÆGIR

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.