Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1996, Blaðsíða 7

Ægir - 01.12.1996, Blaðsíða 7
Ritstjórn Ægis til Akureyrar Fjölmiðlafyrirtækið Athygli ehf. í Reykjavík hefur tekib að sér að ann- ast útgáfumál fyrir Fiskifélag íslands, þar á meðal útgáfu á Ægi, fagriti Fiskifélagsins um sjávarútvegsmál, og fylgiriti þess, Útvegstölum Ægis. Er þetta blab hið fyrsta sem út kemur samkvæmt útgáfusamningi fyrirtæk- isins og Fiskifélagsins. Athygli hefur flutt ritstjóm Ægis og Útvegstalna til Akureyrar og hefur Jó- hann Ólafur Halldórsson, fyrrum rit- stjóri á Degi, verið ráðinn ritstjóri blað- anna ásamt með fiskimálastjóra, sem áfram verður ábyrgðarmaður blaðanna. Fiskifélag íslands verður áfram formleg- ur útgefandi þeirra. Ritstjórn Ægis hef- ur tekið til starfa í Sjafnarhúsinu að Glerárgötu 28, sími 462 7400. Ægir og Útvegstölur verða prentuð hjá Ás- prent/POB ehf. á Akureyri frá og meb áramótum og dreift þaðan til áskrif- enda og annarra kaupenda. Með því að færa vinnslu blaðsins að miklu leyti norbur í land telja Fiskifé- lagib og Athygli ab opnist nýir mögu- leikar til efnisöflunar og efnistaka enda er Akureyri með stærstu útgerðarstöð- um á landinu og útgerð og fiskvinnsla í fjórðungnum með miklum myndar- skap. Ægir verður þó áfram landstíma- rit sem áfram mun leita efnisfanga í öll- um landshomum. Keppst verður við að nýta Ægi áfram til að koma á framfæri við sjómenn og annað starfsfólk í sjáv- arútvegi upplýsingum um það sem helst er á döfinni í greininni, starfsemi á vegum Fiskifélagsins, þróun í fisk- vinnslu og -veiðum og nýjungar á því sviði, og draga fram það sem vel er gert í þessum atvinnuvegi. Ný ritnefnd Ægis er skipuð þeim Jó- hanni Ólafi og Bjarna Kr. Grímssyni fiskimálastjóra, Pétri Bjarnasyni, fram- kvæmdastjóra Félags rækju- og hörpu- diskframleiðenda, Kirstínu Flygenring, hagfræðingi Fiskifélagsins og Ómari Valdimarssyni, verkefnisstjóra af hálfu Athygli. Ritstjóm Ægis á fyrsta fundi sínum á Akureyri fyrir skemmstu. Frá vinstri: Jóhann Ólafur Haildórsson, Ómar Valdimarsson, Pétur Bjamason, Guðjón Amgrímsson Kirstín Flygenring og Bjami Grímsson. Kíynd: Margrét Þóra Þórsdóttir Óskum viðskiptavinum okkar oglandsmönnum öllum gleðilegrajóla ogjarsældar á nýju ári. PÓSTHÓLF 50, 620 DALVÍK, SÍMI 466 1670, BRÉFSÍMI: 466 1833, GRÆNT SÍMANÚMER: 800 8670 ÆGIR 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.