Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1996, Blaðsíða 54

Ægir - 01.12.1996, Blaðsíða 54
FÆRT UPP Á DISK týóm&cett cin yná&tefifroc Guörún Gísladóttir á Rifi á Snæfells- nesi er mikil áhugamanneskja um nýtingu grásleppunnar og hefur hún oft komið matargestum sínum á óvart með gómsætum réttum úr grá- sleppu. Sumir matargesta hennar hafa jafnvel talið sig vera að borða skötusel þannig að ekki er saman- burðurinn slæmur. Nýting á grá- sleppunni er afar lítil hér á landi og því er það sem fleiri eru farnir að velta fyrir sér möguleikum á að fá ís- lendinga til að borða meira af henni og kannski má vænta þess í framtíö- inni að grásleppan verði góð útflutn- ingsvara. Guðrún sendi matreiðsluþætti Ægis eftirfarandi uppskriftir sem hún tíndi saman, bæði úr eigin bókum og einnig eru nokkrar uppskriftir komn- ar frá matreiöslumeisturunum Úlfari Eysteinssyni og Gunnari Páli Rúnars- syni. Grásleppa með súrsætri sósu 2 grásleppuflök skorin í strimla hveiti 2 msk matarolía 2 stk hvítlauksrif 1/2 laukur smátt skorinn 1/4 stk. jöklasalat (iceberg) 2 bollar súrsxt sósa Aðferð: Veltið fiskinum upp úr hveiti, steikið í olíu á pönnu ásamt lauknum. Bætið söxuðu jöklakálinu út í og síðan súrsætu sósunni. Látið suðuna koma upp. Borið fram með hrísgrjónum. Súrsæt sósa 1 bolli vatn 1 bolli edik 1 bolli sykur 1/2 laukur smátt skorinn 1/2 -1 gulrót skorin í teninga 1 msk. tómatmauk (púrré) 2 msk sojasósa. Aðferð: Látið sjóða og jafnið út með kartöflumjöli. Grásleppupiparsteik 2 grásleppur skáskomar í þunnar sneidar grill og steikarolía sítrónupipar 1-2 tsk grxnn pipar rjómi eftir smekk Aöferð: Veltið flökunum upp úr grill og steikarolíunni. Steikið á heitri þurri pönnu, kryddið með sítrónu- pipar. Snúið sneiðunum við, hellið rjóma yfir ásamt grænum pipar, bragðbætið með kjötkrafti. Borið fram með kartöflum og öðru græn- meti eftir smekk. Hunangsgljáð grásleppa 2 flök afgrásleppu 1 stk gulrót 6 stk sveppir 1/2 meðalstór laukur 2 hvítlauksrif smátt skorin 1. stk ferskur engifer (smátt skorinn) 2 msk hungang 1/2 dl hvítvín eða mysa 1/2 tsk karrý 1 dl matarolía 1/2 dl sojasósa Aðferö: Hreinsið grásleppuna og skerið í sneiðar. Veltið upp úr hveiti og steikið á pönnu með olíu. Setjið grænmetið út í og kryddið með karrý og hunangi. Bætib engifer og hvít- lauk út í þegar búið er að snúa fisk- inum. Hellið hvítvíni, fisksoði og sojasósu út í og látið sjóba smá stund. Berið fram meb kartöflum og brauði. Að grilla grásleppu Gott er að flaka grásleppuna og skera brjóskin frá áður en hún er matreidd. Ein grásleppa dugir fyrir einn. Grásleppa er mjög góð þrædd á pinna með öðrum fiski, t.d. hörpu- skel og skötusel (tollir vel á prjóni). Látið liggja í kryddsósum sem fást í verslunum, sósur sem eru ætlaðar með fiski, til dæmis henta hvítlauks- sósur í sex kanta flöskunum mjög vel með grásleppu. Grilluð grásleppa 2 kg grásleppa Aðferb: Grásleppan er skorin í bita, sett í skál. Síðan er hellt yfir Caj P'S Vitlök (Stek och grillolia för vit- lökssálskare) sósu og fiskurinn látinn vera í leginum í 2-4 tíma. Síðan er grálseppan þrædd upp á grillpinna og grilluð í 5-10 mínútur. Þetta er al- gjört lostæti, borið fram með hrís- grjónum eða kartöflum. Einnig má vefja beikonsneiðum utan um bitana áður en þeir eru þræddir á pinnann. Þessa uppskrift má einnig nota í fondúpotti. Ein fljótleg og góð 2 kggrásleppa 2 dl hveiti 1 tsk karrý 1 tsk salt 1 tsk aromat 1/4 I. kaffirjómi 2-4 msk. maisenamjöl 2 msk sojasósa 1 msk. sinnep 100 gr. ostur (allur ostur kemur til greina en rcekjuostur er bestur) smá olía til að steikja upp úr. Aðferb: Hveiti, karrý, salti og aro- mat er blandað saman og fiskinum velt uppúr og hann steiktur á pönnu með olíu í 3-4 mínútur. Síðan er rjómanum hellt yfir, sojasósan og sinnep er notað til að bragðbæta meö eftir smekk. Síban er sósan þykkt með maisenamjölinu (mai- senamjölið er hrært út í köldu vatni og hellt yfir sósuna) osturinn er sett- ur yfir síbast. Borið fram meb brauði, kartöflum eða hrísgrjónum. Verði ykkur að góðu. 54 ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.