Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1996, Blaðsíða 34

Ægir - 01.12.1996, Blaðsíða 34
Sjávarútvegurinn og umhverfið Eiga íslenskir nytjastofnar heima á válistum náttúruverndarsamtaka? Mörgum íslendingnum varö hverft við í haust þegar fréttir bárust af því að þrír helstu nytjastofnar lands- manna hafi verið settir á válista Al- þjóðlegu náttúruverndarsamtakanna IUCN. Hér var um að ræða stofna þorsks, ýsu og lúðu. Skýringa á þessu er fyrst og fremst að leita í breyttu flokkunarkerfi samtakanna og vinna íslendingar nú að því að fá fram breytingar í vinnulagi þeirra hvað þetta varðar og jafnframt að koma fulltrúum íslands inn í þær nefndir sem helst vinna að málinu. Alþj óðlegu náttúruverndarsamtökin (IUCN) eru gömul og gróin samtök, stofnuð árið 1948. Fyrir tveimur árum var starfsvið samtakanna víkkað út en megin tilgangur samtakanna er að hafa áhrif á, hvetja og styðja ríki heims til að vernda hreinleika og fjölbreytni náttúr- unnar og tryggja að nýting náttúruauð- linda sé réttlát og vistfræðilega sjálfbær. Aðild að samtökunum er frjáls og mætast þar 73 þjóðríki og hátt í 700 fé- lagasamtök. Samtök sem koma víða við Skipulag samtakanna er með þeim hætti ab haldinn er aðalfundur á þriggja ára fresti þar sem kosin er 37 manna stjórn þeirra og eiga Noröurlöndin jafnan einn af þremur fulltrúum Vestur-Evrópu í stjórnísland greibir árlega um 600 þúsund krónur til samtakanna en rekstur þeirra í heild kostar 2,7 miiljarða á ári. Sigurður Þráinsson, líffræðingur hjá umhverfisráðuneytinu, hefur kynnt sér stofnun samtakanna og sat aðalfund þeirra í Kanada í haust. Sigurður upplýsti fulltrúa á Fiskiþingi um samtökin og ræddi þar tilkomu válistanna. Sú nefnd innan IUCN sem sett hefur þorsk, ýsu og lúðu á íslandsmiðum á válista er fastanefnd um afkomu teg- unda. í máli Sigurðar kom fram að á að- alfundi IUCN árið 1993 hafi flokkunar- Sigurður Þráinsson, líffrceðingur í umhverf- isráðuneytinu. kerfi og tegundaskilgreiningu válistans verið breytt og síðan þá hefur tegunda- nefndin endurskoðað válistana og gert nýtt mat á tegundum með tilliti til nýja flokkunarkerfisins. Aflasamdráttur vegur þungt í grunnatriðum er válisti vísindalegt mat 1UCN á ástandi viðkomandi tegundar á „global-skala" en ekki svæðisbundiö mat á ástandi tegundarinnar. Þannig eru ís- lensku tegundirnar ekki settar inn á list- ann vegna breytinga á stofnunum á haf- svæðinu kringum landið heldur eru stofn- arnir teknir inn í mun meiri heild sem lagt er mat á. Tegundir eru taldar í yfirvofandi hættu ef stofn hefur dregist saman um 20% á undangengnu 10 ára tímabili. Þetta gildir um þorsk, ýsu og lúbu. Ef skoðaðar eru tölur frá Hafrann- sóknastofnun um nytjastofna hér við land sést að greinilega er um að ræða yf- ir 20% samdrátt í heildarafla þorsks og lúðu á síðustu 10 árum. Þorskafli féil úr 325 þúsund tonnum í 169 þúsund tonn á tímabilinu 1985-1995. Lúðuveiðin féll sömuleiðis úr 1985 tonnum í tæp 1100 tonn á sama árabili. „Minnkun þorsk- og lúðustofnsins hér við land er staðreynd sem íslensk sjávarútvegsyfirvöld hafa þegar brugðist við með takmörkunum á sókn í stofn- ana og áætlunum um uppbyggingu þeirra á næstu árum. Það er lítið við því að gera þó aðrir taki eftir þessari hnign- un og bregðist við eftir sínum reglum. Útgerðin og íslensk stjórnvöld þurfa hins vegar að geta sýnt fram á betri af- komu stofnanna, trausta stjómun veiða og síðast en ekki síst að nýting stofn- anna hér við land sé sjálfbær," segir Sig- urður. Fiskveiðiþjóðir styðja sjónarmið Islendinga Eins og áður segir sat Sigurður abalfund IUCN í Kanada í haust. Válistinn var ekki sérstakt umræðuefni á fundinum en utan dagskrár tóku íslensku fulltrúarnir málið upp og gagnrýndu að tegundum sjávar- fiska sem eru nýttar, og nýtingu er stjórn- að, hafi verið bætt á listann. í þessum um- ræðum tóku fulltrúar annarra fiskveiði- þjóða undir gagnrýnina og inn í eina ályktun fundarins var bætt ákvæbi um ab tegundanefndinni verði faliö að hraba endurskoðun á skilgreiningum á því hvernig metið er hvaba tegundir eru í hættu og hve mikilli og ab tekiö verði tillit til þátta eins og stjórnunar nýtingar og þess tímaramma sem breytingar eru mið- aðar við. Sigurbur segir ab í framhaldi af aðal- fundinum hafi íslensk stjórnvöld ákveöið ab óska eftir ab sem fyrst verði stofnuð sér- fræðinganefnd sem vinni að endurskobun fiokkunarkerfisins fyrir sjávarfiska og end- urskoði tegundir sjávarfiska á listanum. Ætlunin er að bjóða fram sérfræðiþekk- ingu íslendinga til þessa starfs og óska eft- ir að íslenskur fulltrúi verbi í nefndinni. Jafnframt hefur umhverfisráðuneytib til skobunar hvort ástæða sé til að óska eftir að íslenskur fulltrúi fái sæti í tegunda- nefndinni þannig að íslendingar geti með beinum hætti komið sjónarmiðum sínum á framfæri varðandi válistana. 34 ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.