Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1996, Blaðsíða 41

Ægir - 01.12.1996, Blaðsíða 41
benda má á að Norö- menn hafa sett slíkan búnað á öll sín rann- sóknaskip. R/s Árni Friðriksson er elsta skip Hafrann- sóknastofnunar, tek- inn í notkun árið 1967 en yfirbyggður árið 1990. Skipið er notað til alhliða vist- fræðirannsókna, tog- veiða og bergmáls- mælinga. R/s Bjarni Sæmundsson er stær- sta og jafnframt besta skip Hafrannsókna- stofnunar, byggt árið Vinnuadstaöan í Hafraimsóknarskipum skiptir iniklu máli og stefnt er að því að með nýju skipi verði hœgt að vinna meira úr verkefnum úti á sjó. Ingi Lárusson, skipstjóri á Bjarna Sce- mundssyni er hér við tölvubúnaðinn. 1970. Tillögur stjórnar Hafrannsókna- stofnunar til sjávarútvegsráðherra miða að því að öðru þessara skipa verði lagt en gerðar nauðsynlegar endurbætur á því sem notað verður. Úr skipastól Haf- ró hyrfi einnig r/s Dröfn sem notuð er til rannsókna á rækju, humri og skel en Dröfnin er að upplagi fiskiskip sem breytt var til rannsókna. Talið er að fyr- ir skipið fáist 40-60 milljónir króna. Kostnaður við nýtt skip er talinn verða 1100-1300 milljónir króna en um yrði að ræða mjög öflugt skip búið full- komnum nútíma tækjum til hafrann- sókna og vinnuaðstöðu sem tæki veru- lega fram því sem er í rannsóknaskipun- um í dag. Mikil rannsóknarverkefni á úthafinu segir Jakob Jakobsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, um þörfina á nýju rannnsóknaskipi „Skip stofnunarinnar hafa þjónab okkur mjög vel og komib ab góbum notum en tímans tönn bitnar á þeim. Eins og er getum við ekki sinnt veiga- miklum rannsóknum á þeim vegna þess að þau eru ekki búin nægilega mikilli vélarorku og eru þab lítil að við rábum ekki vib rannsóknir á djúpslóð. Sömu sögu er ab segja um bergmálsmælingarnar en í búnaði rannsóknarskipa hafa orðib miklar breytingar sem gera að verkum að hægt er að stunda mælingar á miklu öruggari og betri hátt en vib getum gert meb okkar skipum," segir Jakob Jakobsson, forstjóri Hafrannsókna- stofnunar vegna fyrirætlana um smíði nýs hafrannsóknarskips. „Það blasir vib að ef nota ætti skipin lengi enn þá þyrfti að gera á þeim mjög viðamiklar lagfæringar og endurnýjun, enda þótt reynt hafi veriö að halda þeim við eftir bestu getu," segir Jakob og bendir á að allur vélbúnaður stærri skipanna sé, eins og skipin sjálf, nær 30 ára að aldri og það segi sína sögu um þörfina til endurnýjunar. Árni Friðriksson og Bjarni Sæmunds- son, eru um 200 daga á ári á sjó og Jakob Jakobsson, forstjóri Hafrannsókna- stofnunar, segir nýtt skip mikilsvert fyrir starfsemi stofhunarinnar. Dröfnin um 160 daga þannig að skipin eru snar þáttur í starfi stofnunarinnar. Jakob segir áætlanir gera ráð fyrir að ef keypt verði nýtt rannsóknarskip þá verði Dröfnin seld og annab hvort Áma eða Bjarna lagt. „Áætlanir gera ráð fyrir ab nýja skipið verði svo afkastamikib að ástæba sé til að gera tilraun til að reka starfsemina með tveimur skipum í stab þriggja eins og nú er. Nýja skipinu er ætlað að vera sem þessu nemur afkasta- meira en núverandi skipakostur er en við miðum vib að rekstur skipanna kosti álíka mikið og nú er." í tillögum frá sjávarútvegsráðherra er gert ráð fyrir að nýtt hafrannsóknarskip verði 65 metra langt, eða 10 metrum lengra en Bjarni Sæmundsson og 25 metrum lengra en Árni Friðriksson. „Fyrir utan að bjóða upp á miklu betri búnað til bergmálsmælinga yrði nýja skipið til muna betri vinnustaöur en núverandi skip eru. Sérstaklega á þetta vib þegar veður eru misjöfn. Til viðbótar er svo getan til rannsókna á út- hafinu þar sem við teljum vera mikil verkefni fyrir hendi á sviði hafrann- sókna. Þar hefur okkur ekki gefist kostur á eins miklum rannsóknum og við hefðum viljab. Jafnframt þessu gæfi nýtt skip betri möguleika til alls kyns umhverfisrannsókna," segir Jakob. Á undanförnum tveimur árum hafa margar leibir verið skoöaðar, t.d. endur- bygging á Bjarna Sæmundssyni eða kaup á nýlegu skipi erlendis frá. Niður- staðan er þó sú að smíða nýtt skip og fari sem horfir verður þess ekki langt að bíða að það verði komið í fulla notkun á miðunum. ÆGIR 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.