Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1996, Blaðsíða 17

Ægir - 01.12.1996, Blaðsíða 17
Öm Pálsson, framkvœmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, segir mál smábátasjó- manna í fastari skorðum en áður eftir samkomulag sem gert var við sjávarút\’egsráðherra. Smábátasjómenn sáttari en í fyrra segir Örn Pálsson, framkvæmdastjóri LS „Almennt er hljóbib í smábátasjó- mönnum gott og allt annab en var fyrir einu ári þegar spennan var mik- il. Eftir ab vib gátum náb samkomu- lagi vib sjávarútvegsrábherra er allt í fastari skorbum en verib hefur. Því til vibbótar hefur svo fiskiríib verib þokkalegt á flestum svæbum og þab skiptir líka öllu máli fyrir sjómenn/' segir Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda. Ab vanda er margt í fiskveiöikerfi smábáta sem sjómenn vilja breytingar á og voru þau mál rædd á aöalfundi smá- bátasjómanna á dögunum. Eitt þeirra mála er hvernig komib skuli til móts vib þá aflamarksbáta sem sætt hafa hvaö mestri skeröingu. „Okkur hefur tekist á nokkurn hátt aö bæta aflamarksbátunum upp mikla skerðingu á undanförnum árum meb jöfnunarsjóöum og línutvöföldun en núna er búið að taka hana af þannig að smábátasjómenn samþykktu að 500 tonnunum sem úthlutað er í gegnum Byggðastofnun á aflahámarksbátana verði núna úthlutað á aflamarksbátana. Þannig er vilji til að bæta upp skerðingu sem orðið hefur á aflamarkinu," segir Örn en samþykkt var á fundi smábáta- sjómannanna að setja sem fyrst á stofn nefnd til viðræðna við sjávarútvegs- ráðuneytið um vanda smábáta á afla- marki. Ljóst er ab úreldingarátak hefur gert að verkum að smábátum hefur fækkað og segist Örn reikna með ab milli fisk- veiðiáranna sé fækkunin 100 bátar í aflahámarksbátunum þannig að eftir standa í þeim flokki um 430 bátar. Fækkunin er minni í hópi sóknardaga- báta en samt nemur hún nokkrum tug- um báta. Grásleppuvertíðin spilar stórt hlut- verk í afkomu margra smábátasjó- manna en Örn segist ekki of bjartsýnn á komandi vertíð. Óhætt sé að reikna með heldur þungum markaði fyrir hrogn þar sem heimsveiðin hafi aukist úr 25.000 tunnum 1995 í 35.000 tunn- ur í ár. Itreka kröf- ur um frelsi Smábátasjómenn vilja hvergi kvika frá þeirri grundvallarkröfu ab króka- veiðar verði gefnar frjálsar fyrir alla þá smábáta sem það kjósa. Jafnframt þessari kröfu vísa sjómennirnir til þeirrar umræbu sem fram hefur farið á norðurhveli jarðar um vistvænar veibar strandbúa og fyrirhugaða stofnun samtaka um það efni. Aðalfundur Landssambands smá- bátaeigenda sendi í nóvember frá sér samþykkt þar sem lagðar em til ýms- ar breytingar á þeim þremur veiði- kerfum sem smábátar búa við. Sam- merkt öllum flokkunum er krafan um ab handfæraveibarnar verði gefnar frjálsar. Hvað báta á þorskaflahámarki varðar vilja smábátasjómenn að leyft verði frjást varanlegt framsal þorskaflamarks innan hópsins án þess ab úrelda bátana. Fráleitt sé ab tvöfalda úreldingu þurfi til endur- nýjunar krókabáta á þorskaflahá- marki og gerð er krafa um ab einföld úrelding nægi. Þab varði öryggi sjó- manna að eðlileg endurnýjun bát- anna eigi sér stað. Lagt er m.a. til að eigendur afla- marksbáta fái leiöréttingu á þeirri skerðingu á aflaheimildum og þeirri mismunun sem þeir hafi mátt þola undanfarin ár. Reiðarslag sé einnig fyrir þennan hóp smábátasjómanna að línutvöföldun hafi verið afnum- in því það hafi orðið til þess að mun minni afli í hæsta gæðaflokki berist til fiskvinnslunnar. ÆGIR 1 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.