Ægir

Volume

Ægir - 01.12.1996, Page 21

Ægir - 01.12.1996, Page 21
Sjóðirnir í sókn Aöilar á hlutabréfamarkaði hafa sannar- lega tekiö eftir velgengni sjávarútvegs- fyrirtækjanna því nú á haustdögum hafa tveir sjóðir verið stofnaðir sem fjárfesta munu í sjávarútvegi. Annars vegar er það Sjávarútvegssjóður íslands hf. og hins vegar Vaxtarsjóðurinn. Þess- ir sjóðir koma í kjölfar íslenska fjár- sjóðsins hf. sem stofnaður var fyrir rösku ári og hefur það meginhlutverk að fjárfesta í sjávarútvegi. Jón Hallur Pétursson, framkvæmda- stjóri Hlutabréfasjóðs Norðurlands, ‘en það fyrirtæki mun hafa umsjón meö rekstri Sjávarútvegssjóðs íslands, segir að með sjóðnum sé skapaður farvegur fyrir samvinnu aðila um að fjárfesta í sjávarútvegsfyrirtækjum og öðrum fyrirtækjum sem tengjast sjávarútvegi. En hvers vegna að stofna sérstakan sjóð um þessa grein? „Þetta kemur kannski fyrst og fremst til af því að við höfum alltaf haft mest- an áhuga á sjávarútveginum og Hluta- bréfasjóður Norðurlands hefur haft stærsta hlutfall fjárfestinga sinna í sjáv- arútvegi. Við vildum því búa til sérstak- an sjóð sem taki heldur meiri áhættu en Jón Hallur Péursson, framkvœmdastjóri Hlutabréfasjóðs Norðurlands: „Höfum alltaf haft áhuga á fjárfestingum í sjávarútvegi." Vaxtarsjóðurinn er í vörslu Verð- bréfamarkaðar Islandsbanka og segir Andri Teitsson, starfsmaður VÍB, að sjóðurinn komi til með að fjárfesta í sjávarútveginum en sækja einnig á önnur mið. „Vaxtarsjóðurinn er ekki einvörð- Sjávarútvegsfyrirtœkin hafa náð sér í 3,8 milljarða með nýjum útboðum á árinu. Fyrst og fremst eru þau að fylgja eftir gengishœkkunum hlutabréfa. Hlutabréfasjóður Norðurlands með því að vera eingöngu í sjávarútveginum og tengdum greinum. Þar á ég við þjónust- una og þau fyrirtæki sem tengjast sjáv- arútvegi á einn eða annan hátt," segir Jón Hallur. Við stofnun Sjávarútvegssjóðs íslands þann 8. nóvember síðastliðinn var stofnfé hans 100 milljónir króna og reiknar Jón Hallur með að sú upphæð verði fljót að hækka. ungu með sjávarútveginn í sigtinu held- ur fjárfestingar í áhættusamari fyrir- tækjum og þeim sem em ný á markaðn- um,“ segir Andri og bætir við að sjóðurinn hafi þegar selt fyrir um 100 milljónir. Gerðum rétt að veðja á sjávarútveginn íslenski fjársjóðurinn, sem er sjóður í vörslu Landsbréfa, hefur vaxið hröðum Andri Teitsson, ráðgjafi hjá Verðbréfa- markaði Islandsbanka: „k löngum tíma hefur markaðurinn verið þróaður og hlutabréfm gerð að markaðsvöru." skrefum það röska ár sem hann hefur starfað. Finnur Stefánsson, sjóðsstjóri Islenska fjársjóðsins, segir að frá 1. janúar til 1. nóvember hafi sjóðurinn hækkað um 97% en á sama tíma hækk- aði þingvísitala hlutabréfa um 59% og þingvísitala sjávarútvegs um 90%. „Við höfðum vissan grun um að vaxtarmöguleikar væm í sjávarútvegin- um og lögðum því út í stofnun sjóðs sem fjárfesti í greininni. Við höfum náð að tvöfalda innra virði sjóðsins á fyrsta árinu og getum ekki annað en verið ánægðir fyrir hönd okkar hluthafa og teljum okkur hafa veðjað á réttan hest," segir Finnur. Hundruða prósenta gengishækkanir raunhæfar Breytingar á gengi bréfa einstakra sjávarútvegsfyrirtækja hafa verið miklar í ár og benda má á Hraðfrystihús Eski- fjarðar og Síldarvinnsluna í Neskaups- stað sem dæmi, en gengi bréfa í fyrir- tækjunum hafa hækkað um hátt í 300% frá síðustu áramótum. Almennt eru verðbréfasalar sammála um að þessar miklu hækkanir standist fullkomlega og að almennt skýri afkoma og hagsæld fyrirtækjanna hreyfingar á gengi. Fyrir- ægir 21

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.