Ægir

Volume

Ægir - 01.12.1996, Page 22

Ægir - 01.12.1996, Page 22
tækin sem eru í veiðum og vinnslu uppsjávartegunda hafa búið við sérstaka hagsæld ab undanförnu og fátt bendir til annars en svo verði áfram, a.m.k. í nánustu framtíð. Ýtir markaðurinn undir sameiningu fyrirtækjanna? í gegnum sjávarútvegsfyrirtækin tengj- ast hlutabréfamarkaðurinn og fiskveiði- stjórnunin og því vaknar sú spurning hvaða áhrif þab muni hafa á gengi bréfa í sjávarútvegsfyrirtækjunum ef t.d. verði lagt á auölindagjald. Viðmælendur Ægis eru sammála um að hlutabréfa- markaðurinn verbi þess ekki verulega var þó einhver ný gjöld komi á fyrir- tækin sem á honum eru. Þau þurfi að vera veruleg þannig ab hlutabréfa- markaburinn finni fyrir þeim. Hvað varðar umræðuna um sam- einingu sjávarútvegsfyrirtækja í öflugar og burðarmiklar einingar þá viðurkenna fjármálafræðingar að vera kunni ab hlutabréfamarkaöurinn hafi þarna um- talsvert hlutverk. Menn sjái einfaldlega fram á að þar sé markaöur ab sækja inn á eftir fjármagni en grundvallaratriði sé ab fyrirtækin séu sterk og framtíðar- möguleikar þeirra miklir til að þau nái að festa sig í sessi á markaðnum. „Fyrirtækin hafa verið að sækja 3,8 milljarða á þessu ári með nýjum út- boðum og það byggist á því að á löng- um tíma'hefur markaðúrinn verið þró- aður og hlutabréfin gerb að markaðs- vöru," segir Andri Teitsson en aðeins eitt sjávarútvegsfyrirtækjanna á hluta- bréfamarkabi hefur kosið að fara ekki í útbob í ár en það er Hraðfrystihús Eski- fjarðar hf.. „Hlutabréfamarkaðurinn leikur því stórt hlutverk þegar menn eru að hugsa um hvernig þeir geti fjármagnað fyrir- tækin og hvort hægt sé að afla fjár í verkefni," bætir Andri við. Hlutabréfasalar verða varir við að einstaklingskaupendur hlutabréfa hafa áhuga á sjávarútvegsfyrirtækjunum og vilja fjárfesta í þeim. Skýringin er ein- faldlega sú að fólk hefur tekið eftir að greinin er á uppleið, fyrirtæki að hagn- ast og styrkja sig og fólk virðist treysta því ab sú þróun haldi áfram. Þorsteinn Már Baldvinsson, framkvœmdastjóri Samherja, og aörir eigendur og stjórnendur fyrirtœkisins héldu fyrir skömmu tímamótablaðamannafund þar sem i fyrsta skipti var kynnt afkoma fyrirtcekisins og auk þess boðað að fyrirtœkið vceri nú á leið inn á hlutabréfamarkaðinn. Mynd:KK Markaðurinn bíður spenntur eftir Samherja Enginn vafi leikur á að fjárfestar bíða spenntir eftir hvernig fyrstu skref Samherjamanna verða á hluta- bréfamarkaöi. Landsbréf hafa að undanförnu verið meb 300 milljóna króna skuldabréfaútboð fyrir Sam- herja og ákvörbun hefur verib tekin um að sameina Samherja og dóttur- fyrirtækin í eitt fyrirtæki og fara út á markað. Fastlega er reiknað með að gengi bréfa í fyrirtækinu verði með því hæsta sem gerist á markaðnum í dag enda afkoma Samherjahópsins mjög góð og ekkert sem bendir til annars en sameinaöa fyrirtækið haldi áfram á þeirri braut sem Samherja- hópurinn hefur verið á undanfarin ár. Viðmælandi Ægis orðaði það svo að Samherja hafi tekist að skapa sér ímynd framsækis sjávarútvegsfyrir- tækis, ekki aðeins hér heima fyrir heldur einnig á alþjóðavettvangi. Tölur úr rekstri Samherja sýna þetta betur. Áætlað er að fyrirtækið velti 5.300 milljónum króna á ís- landi í ár og að veltan verði 2.500 milljónir erlendis en Samherji á nú eignarhluti í útgerðum í Þýskalandi, Bretlandi og Færeyjum. Löngum hefur veriö talað um fyrirtækið sem útgerðarfyrirtæki en það hefur nú komið ár sinni vel fyrir borð í rækju- vinnslu, síldarvinnslu, loðnuvinnslu og fleiru og samkvæmt yfirlýsingum eigenda fyrirtækisins er markmiðið ab leggja áherslu á þessa þætti í framtíðinni auk reksturs stórra frystitogara, reksturs fjölveiðiskipa og ýmsa þætti varðandi framhalds- vinnu við sjóvinnslu. Og allt er þetta drifið áfram af miklum afla- heimildum sem nema rúmlega 21.000 tonnum á íslandi á yfir- standandi fiskveiðiári og ekki eru heimildirnar minni erlendis. 22 ÆGIR

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.