Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1996, Blaðsíða 8

Ægir - 01.12.1996, Blaðsíða 8
Jóhann Sigurjónsson, sendiherra í utanríkisráðuneytinu, segir samstarfssamninga viö Rússa í sjávarútvegsmálum meðal verkefha sem unnið verði að á nœstu mánuðum. „Stöndum á okkar rétti en sýnum þörfum nágranna- þjóðanna skilning" segir Jóhann Sigurjónsson, aðalsamn- ingamaður íslands í fiskveiðimálum „Víst er þetta svolítið atmar vettvangur en ég hefstarfað á ett hér fjalla ég ettgu að síður mikið utn fisk“ segir Jóhann Sigurjónsson, aðalsamningamað- ur íslands í fiskveiðimálum og settur sendiherra til eins árs í utanríkisþjón- ustunni. Jóhann tók við þessu nýja starfi 1. tióvember síðastliðinn oghefur á þeim stutta tírna tekist á við flest „heitustu" fiskveiðimál íslendinga, þ.e. Flœtnska hattinn, Reykjaneshrygg, síldarsamninga og Smuguna. Jóhann er sjávarlíffræðingur ab mennt og er nú í leyfi frá starfi sínu sem aðstoðarforstjóri Hafrannsóknastofnun- ar meöan hann fer með samningamál um fiskveiöar fyrir íslands hönd. „Bakgrunnurinn sem ég hef nýtist mér vel. Starfið felur í sér að stýra samn- ingum um fiskveiðimál á vegum utan- ríkisráðuneytisins. Samstarf ráðuneyta hefur verið að aukast og vegna allra þessara mála sem menn hafa verið að fást við á undanförnum misserum og árum hefur ekkert eitt ráðuneyti komið ab þessu, heldur hafa menn unnið sam- an og talið það vænlegast til árangurs. Mitt starf verbur að samræma formlegt starf milli ráðuneyta og stýra samninga- viðræðum þegar komið er á erlendan vettvang." Víða verkefni að vinna Aðspurður segir Jóhann viðfangsefn- in mörg hver flókin úrlausnar en jafn- framt sé mikilvægt að ná ásættanlegri niðurstöðu. „Efst á forgangslistanum eru þessi langvarandi deilumál um Smuguna en menn hafa, að því er vib teljum, leyst deilur um Flæmingjagrunnið nokkub farsællega. Þó samningar um norsk-ís- lenska síldarstofninn hafi komist á síðastliðið vor með strandríkjunum fjór- um; íslandi, Noregi, Rússlandi og Fær- eyjum, þarf að finna lausn á framtíbar- stjórn veiðanna með ábyrgri þátttöku Evrópusambandsins. Hvab karfann á Reykjaneshrygg snertir þá teljum við okkur hafa komið verulega til móts við Rússa með aukningu á kvóta. Síðan standa fyrir dyrum tvíhliða vibræður um sjávarútvegsmál við Rússa á næstu mánuðum í samræmi við ákvörðun utanríkisráðherra landanna. Það getur falið margt í sér, t.d. samstarf um haf- rannsóknir og fleira á sjávarútvegs- svibinu. Framundan eru líka viðræður vib Færeyinga og Grænlendinga um nýtingu og verndun sameiginlegra stofna eins og t.d. karfa og grálúðu- stofna þannig ab verkefnin í heild eru fjölþætt," segir Jóhann. Málflutningur byggður á staðreyndum Spurningin sem vaknar í kjölfar lang- varandi deilna sem íslendingar hafa staðið í, samanber Smugudeiluna, er sú hvort íslendingar þyki stífir og ósveigj- anlegir í samningum. Jóhann segir ís- lendinga standa á sínum rétti en jafn- framt hljóti þeir ab skilja þarfir og rétt- látar kröfur nágrannaríkjanna. „Þetta er sjálfsagður hlutur og nauö- synlegt ef ná á árangri. Viljinn til að starfa saman er til staðar hjá okkur og nágrannaþjóðunum og mikilvægt að leysa ágreiningsefnin þannig að eðlileg samskipti og naubsynlegt samstarf geti átt sér stað milli þjóðanna." Við samningaborbið segir Jóhann mikilvægt að menn mætist með stað- reyndir og stuðning af vísindum. Reynsla hans frá Hafrannsóknastofnun komi þar ab góbum notum. „Okkur er mikilvægt að grundvalla málflutning- inn á þekkingu á hlutunum og stab- reyndum. Það hlýtur ab auka á trú- verðugleikann að menn temji sér að halda sig við vísindalegar staðreyndir. Þekking á fiskistofnum er grundvöllur að öflugri nýtingar- og fiskverndunar- stefnu sem er okkur nauösynleg á öllu sjávarútvegssviðinu og hlýtur að vera okkar grundvallarviðhorf þegar við er- um að fjalla um þessi mál. Okkur er ein- faldlega mikilvægt að menn gangi vel um auðlindirnar þannig að hægt sé ab nýta þær í framtíðinni." 8 ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.