Ægir

Årgang

Ægir - 01.12.1996, Side 25

Ægir - 01.12.1996, Side 25
1995. Samkvæmt henni hefir ekki orðið veruleg breyting á skuldum sjávarútvegs við þennan hluta lánakerfis þrjú síðustu árin. Þær hafa aukist úr 82,7 milljörð- um króna í árslok 1992 í 83,7 milljarða króna í árslok 1995. Hlutdeild gengis- tryggðra lána hefir almennt verið um eða yfir sjötíu af hundraði og lána með innlendum kjörum, verðtryggðum eða nafnvaxtalánum um þrjátíu af hundr- aði. Tafla 2 sýnir yfirlit yfir eignir og skuldir fyrirtækja í sjávarútvegi yfir tíu ára tímabil. Eignir voru metnar á 150 milljarða króna en skuldir á 99,2 millj- arða í árslok 1995 þannig að hreint eig- ið fé var um 50,8 milljarðar króna. Eig- infjárhlutfall var um 33,9% sem er svip- að og í árslok 1990. Breytingar eiginfjár og eiginfjárhlutfalls eru verulegar und- anfarinn áratug og verða ekki að öllu leyti skýrðar með rekstrarafgangi eða halla. Líklegt er því að hér sé að nokkru um matsmisgengi að ræða vegna er- lendra og innlendra þátta eigna og skulda eða jafnvel einhverrar tímatafar endurmats. Fjárfesting sjávarútvegs virðist veru- leg um þessar mundir sem kemur m.a. fram í aukningu skulda greinarinnar. Aðeins lítill hluti þeirra skulda er vegna aukinna afurðaiána. Undanfarin ár hef- ir fjárfesting verið eftirfarandi: 3,8 milljarðar króna árið 1993, 5,9 milljarðar króna árið 1994 og 5,3 millj- arðar króna árið 1995, en samkvæmt fjárfestingarspá í febrúar á þessu ári var gert ráö fyrir 7,0 milljarða króna fjár- festingu sjávarútvegs á yfirstandandi ári, þar af fjórum milljörðum króna vegna fiskveiða en þremur milljörðum króna vegna fiskvinnslu. Nú er talið út- lit fyrir að fjárfesting verði mun meiri eða 9-10 milljarðar króna og aukist um 75 - 80% frá fyrra ári. Þessi aukna fjárfesting skýrir að vem- legu leyti þá aukningu skulda sjávarút- vegs sem hefur átt sér stað. Samkvæmt töflu 3 er reiknað með að á fyrstu 7 mánuðum þessa árs hafi skuldir grein- arinnar aukist um 8,1 milljarð króna. Þessi aukning skulda verður nær öll rak- in til lána frá innlánsstofnunum þar eð Sjávarútvegurinn hefur bœtt við sig 8,1 milljarði króna í skuldum á þessu ári. MYND: Þorgeír Baldursson Tafla 2 - Eignir og skuldir fyrirtækja í sjávarútvegi árin 1986-1995 í milljörðum króna Eigið fé Eignir Skuldir Hreint verðl. Eiginfjár- Ár alls alls eigiö fé 1995 hlutfall 1986 58,4 36,8 21,6 47,8 36,99% 1987 74,7 45,8 28,9 52,3 38,69% 1988 96,0 70,6 25,4 38,4 26,46% 1989 119,9 88,0 31,9 40,0 26,61% 1990 133,4 87,1 46,3 53,8 34,71% 1991 132,0 93,9 38,1 41,0 28,86% 1992 139,0 94,4 44,6 47,3 32,09% 1993 151,2 - 101,8 49,4 50,8 32,67% 1994 149,1 95,6 53,5 54,4 35,88% 1995 150,0 99,2 50,8 50,8 33,87% ÆGIR 25

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.