Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1996, Blaðsíða 30

Ægir - 01.12.1996, Blaðsíða 30
55. FISKIÞING „Skilningur á sanngirnisóskum sjávarútvegsins fer minnkandi" segir Einar K. Guðfinnsson, formaður stjórnar Fiskifélags íslands „Umræburnar sem hafa farib fram um au&lindaskatt frá því viö sátum hér á sí&asta Fiskiþingi hafa aukist og þunginn í þeirri kröfu vaxi&, jafn ósanngjarnt og óskynsamlegt sem þa& nú er. Skilningur á eölilegum sanngirnisóskum sjávarútvegsins fer ennfremur minnkandi í þjóöfélaginu. Þaö er nauösynlegt a& viö horfumst í augu viö þetta og leitumst viö að skilja ástæöurnar," sagöi Einar K. Guðfinnsson, formaöur stjórnar Fiski- félags íslands í setningarræöu sinni á 55. Fiskiþingi sem haldið var fyrir skömmu. Einar gerði þróunina í verðmyndun aflaheimilda að aðalefni ræðu sinnar og sagði hana undirrótina að vaxandi þunga í umræðunni um skattlagningu á sjávarútveginn í formi auðlindaskatts. Hann sagði almenning horfa upp á að aflaheimildir einar og sér myndi skyndi- lega gríðarlega eign í höndum þeirra sem ríkisvaldið hafi gefið heimild til umsýslu með réttinn til fiskveiða. „Það er þetta sem særir réttlætis- kennd fólks út um allt land," sagði Ein- ar. „Þetta ástand hefur gefið kröfunni um auðlindaskatt byr undir báða vængi. Við eðlilegar aðstæður dytti eng- um heilvita manni í hug að krefjast auðlindaskatts af sjávarúvegi á sama tíma og mikilvægasti þáttur hans, bol- fiskvinnslan, hangir gjörsamlega á horriminni og ógnar lífsafkomu heilla byggðarlaga. Réttlæting slíkrar kröfu- gerðar byggir enda ekki á því að afkoma eða greiðslugetan, að minnsta kosti þessa þáttar, sé slík að hún sé tilefni til sérstakrar gjaldtöku. Það er þróunin með aflaheimildirnar sem býr að baki. Sjávarútvegur hefur enga burði til að taka á sig sérstaka nýja gjaldtöku. Skuld- ir greinarinnar em miklar og þó vel ári í nokkrum greinum hans, eins og veið- um og vinnslu uppsjávarfiska, þá veitir ekki af til þess að hægt sé að lækka skuldirnar og skapa fyrirtækjunum skil- yrði til að bæta kjör starfsfólksins. Þessi þróun í verðmæti aflaheimildanna fel- ur því ótvírætt í sér ógnun við grund- völl sjávarútvegsins í heild. Það em þess vegna augljósir hagsmunir greinarinnar í heild, og þá ekki síst útgerðarmann- anna, að þetta breytist og það fyrr en seinna." Einar vék að erfiðleikum landvinnsl- unnar í ávarpi sínu og sagði þá háska- Einar K. Guðfinnsson setnr 55. Fiskiþing. lega fyrir einstök byggöarlög í landinu Hann sagði erfiðleika landvinnslunnar og raunar þjóðarbúið allt. „Það em eng- háskalega fyrirþjóðarbúið í heild. in smátíðindi að allt vestan frá ísafjarð- ardjúpi og austur úr til Eyja- fjarðar er bolfiskvinnslan rétt mælanleg nema í stöku húsi og ekki nema svipur hjá þeirri sjón sem auganu mætti fyrir fáeinum misser- um og ámm. Sannleikurinn er sá að við höfum ekki skýr svör við áleitnum spurning- um sem vakna við önnur eins tíðindi. Aukin sérhæf- ing, vaxandi vélvæðing, rekstrarhagræðing og sam- eining fyrirtækja em meðal þess sem menn leita lausna í. Vonandi skilar það þeim árangri sem að er stefnt, annars erum við í miklum vanda. Verum þess þó minnug að fyrr hafa menn kveðið upp dauðadóminn yfir íslenskri fiskvinnslu og reynst hafa á röngu að standa," sagði Einar K. Guð- finnsson. Frá störfum á 55. Fiskiþingi. Fiskifélag íslands mun í vaxandi mceli vinna að umhverfismálefnum sem tengjast íslenskum sjávarútvegi og voru frœðsluerindi á Fiskiþingi að þessu sinni tengd umhverfismálum. 30 ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.