Ægir

Årgang

Ægir - 01.12.1996, Side 32

Ægir - 01.12.1996, Side 32
55. FISKIÞING Vil ræða kjaramálin hér segir Jón Kjartansson í Vestmannaeyjum ar hann til frávís- unartillögu sem kom fram á þing- inu aö þessu sinni þar sem um kjaratengt mál væri aö ræöa. „Aö sjálfsögöu vil ég á þessum vettvangi fá aö ræöa kjaramálin. Annaö væri al- varlegt brot á málfrelsi. Öll sú umræöa sem hér fer fram er í raun ]ón Kjartansson (t.h.) og Bragi Sigurösson frá Húsavík bera saman bœkur sínar á Fiskiþingi. og veru slagur um brauöiö og brauö- stritiö og þaö er fráleitt aö vísa málum frá vegna þess aö þaö hugnast ekki ein- um hópi aö ræöa þau." Jón segist ekki hafa gert sér grein fyr- ir áður að Fiskiþing væri vettvangur til að koma á framfæri sjónarmiðum land- verkafólks. Ef menn hafi málfrelsi sé mjög svo af hinu góöa að fulltrúar allra stétta innan sjávarútvegsins hittist. Kristján Ásgeirsson, Húsavík: Eigum ekki að láta nein mál afskiptalaus „Fiskiþing er aö mínu mati merkileg- ur félagsskapur en það má segja aö hér snúist umræðan aö mestu um hagsmunamál útgerðar- og sjó- manna. Fulltrúum fiskvinnslufólks var boðið fyrir þremur árum aö koma inn en þeir hafa ekki gert sig mjög gildandi ennþá," segir Jón Kjartansson, formaöur Verkalýösfé- lagsins í Vestmannaeyjum. Að mati Jóns er það grundvallarat- riði að á Fiskiþingum fáist málin rædd, hvort heldur þau snúa aö veiðum eða vinnslu í landi. Ekki sé hægt að undan- skilja mál eins og kjaramálin en þar vís- Þingin nauðsyn- legur vettvangur segir Halldór Guð- björnsson í Vest- mannaeyjum „Tvímælalaust eru þingin bráðnauð- synlegur vettvangur því hér kynnast menn úr öllum greinum og allir hafa sama atkvæbis- og tillögurétt. Þab markar sérstöbu í heiminum," segir Flalldór Gubbjörnsson, sem tók vib formennsku í fiskifélagsdeildinni í Vestmannaeyjum í haust. Halldór segir mikilsvert ab á Fiski- þingum geti mál komist millilibalaust milli fulltrúa hinna ýmsu hagsmuna- samtaka í sjávarútvegi. Þetta gerist á nefndafundum þingsins þar sem menn geti ræðst við á jafnréttisgrundvelli beint yfir borðiö. Halldór segist ekki í vafa um að Fiski- þing hafi áhrif á ákvarðanatöku stjórn- valda, ekkert síður en á ámm áður. Nær- tækt dæmi sé einmitt í ár um að stjórn- völd hafi farið að tillögu Fiskiþings á síðasta ári. „Fiskiþingin hafa haft mikiö gildi í gegnum tíbina, t.d. í sambandi vib hafnamál, öryggismál, fræbslumál, afkomu útgerbanna og þvíumlíkt. Þessi mál voru fyrirferbamikil á þing- um fyrr á árum og þá var sótt á fjár- veitingavaldib ab hrinda naubsynja- málum í framkvæmd," segir Krisján Ásgeirsson frá Húsavík sem setib hef- ur um tuttugu Fiskiþing. Kristján segir að á sínum tíma hafi Fiskiþing tekið virkan þátt í mótun fisk- veiðistjórnar enda mönnum þá orðið ijóst að fiskimiðin umhverfis landiö væru ekki ótæmandi auðlind. Á síðari árum hafi umræðan inni á þingunum aftur á móti breyst samhliba því ab fisk- veiðistjórnarkerfið hafi fest sig í sessi. „Nú em menn í raun og veru farnir að ræða um peninga og bein hagsmuna- mál og þegar svo er fá allir málið. Auð- vitað fléttast líka inn í umræðuna byggðasjónarmið en að mínu mati á Fiskiþing ekki að láta nein mál sem varða sjávarútveginn afskiptalaus. Hér eiga menn ekki að vera hræddir við að taka mál upp og fara í umræðu þó fyrir- sjáanlega séu ekki allir sammála. Það þarf aldrei að halda þing um það sem allir em á einu máli um," segir Kristján. 32 ÆGIR

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.