Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1996, Blaðsíða 12

Ægir - 01.12.1996, Blaðsíða 12
Einn aftogurum Meclenburger Hochseefisherei við bryggju á Akureyri. Guðbrandur telur að Útgerðarfélag Akureyringa hafi fengið á sig ómaklega gagnrýni vegna kaupanna á meirihluta íþýska félaginu. Að hans mati á félagið eftir að eflast og styrkjast á ncestu árum. gjarnan nefnt í sömu andrá og talað er um meiri úrvinnslu fiskafuröa á Akur- eyri í framtíðinni. í daglegu tali er þetta oft nefnt fullvinnsla sjávarafurða. „Ég tala raunar aldrei um fullvinnslu vegna þess að það er erfitt að skilgreina í hverju það felst. Menn geta t.d. farið í framhaldsnám en þeir geta aldrei farið í fullnaðarnám. Jú, það er rétt að við horfum mikið á meiri úrvinnslu, við höfum möguleika á úrvinnslu á hefð- bundnum flökum og flakabitum og þetta er allt til skoðunar hér innanhúss. Þetta boðar samt engar byltingar held- ur verður hluti af eðlilegri þróun. Úrvinnslan er einn af þeim þáttum sem erum að vinna í. Við þurfum að breyta landvinnslunni, þurfum aö nálg- ast sjóvinnsluna á annan hátt en verið hefur en þegar allir þessir þættir koma saman þá verður reksturinn eðlilegur sem verður til þess að við getum fjárfest meira og styrkt okkur hér innanlands og erlendis. Grunninn að því leggjum við aðeins með því að hér heima séum við að gera það besta sem hægt er á hverjum tíma. Markmið okkar hlýtur einfaldlega að skila nægilegum hagnaði og standa undir þeim væntingum sem eigendurnir hafa," segir Guðbrandur. Byggt á styrkleika SH og ÍS Sem forstöðumaður þróunarsviðs hjá ís- lenskum sjávarafurðum kynntist Guð- brandur sókn í erlend verkefni, bæði hjá sölufyrirtækinu sjálfu og síðan ein- stökum sjávarútvegsfyrirtækjum. Guð- brandur telur engan vafa leika á að kjöl- festan í sókn íslenskra sjávarútvegsfyrir- tækja í verkefni erlendis sé styrkur sölu- fyrirtækjanna tveggja, Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna og íslenskra sjávaraf- urða hf. „Bæði hafa fyrirtækin yfir gríðarlega öflugum markaðskerfum að ráða og að mínu mati er styrkur fyrirtækjanna van- metinn af mörgum. Sem dæmi um styrkinn má benda á þegar Sölumið- stöðin tók við sölu á afurðum úr 20 þús- und tonna afla Mecklenburger Hochseefisherei. Þetta magn var keyrt inn á markaðinn á einu ári og slíkt er ekki hægt nema með mjög sterku mark- aðskerfi. Það sama gildir um íslenskar sjávarafurðir og framleiðsluna frá Kamt- sjatka," segir Guðbrandur. Eigum að velja verkefni sem henta okkur Þó víða séu möguleikar erlendis, bendir Guðbrandur á að verkefnin þurfi að falla að því sem íslensku sjávarútvegs- og sölufyrirtækin eru að gera og hafa reynslu af. „Það skiptir máli að horfa á tegund- irnar sem eru í heimsviðskiptunum og eru einhvers virði fyrir okkur. Þetta eru botnfisktegundir, rækja og smokkfiskur. Ef ég er að horfa á erlend verkefni þá horfi ég ekki á aðrar tegundir en þær sem eru vel þekktar á okkar markaðs- svæðum. Styrkleiki okkar til þátttöku í erlend- um verkefnum liggur fyrst og fremst í veiðunum enda höfum við betri sjó- menn en nokkrir aðrir. Þetta er marg- sannað og sést á því að íslenskir sjó- menn geta beitt skipunum mun betur en flestir aðrir og veiðarfæraþekking ís- lendinga er langt á undan því sem ger- ist annars staðar. Til viðbótar höfum við ágæta reynslu og þekkingu á frumfram- leiðslunni og höfum markaðstenging- una til að byggja þetta á. Loks þarf fjár- mögnun til verkefnanna sem stundum getur verið brotalöm í en ef um er að ræða góð verkefni þá er auðveldara að fá fjármagn. Síðast en ekki síst þarf svo stjórnunarþátturinn að vera í lagi og þar stöndum við vel að vígi. Að öllum þessum þáttum samanlögðum sést hvaða grunn við höfum aö byggja á." Menntað fólk að skila sér í sjávarútveginn Tölvusamskipti og samgöngur segir Guðbrandur stóran þátt í að auðvelda sókn fyrirtækja frá íslandi út í heim en til sögunnar kemur líka betur menntað fólk sem talar erlend tungumál. Guð- brandur segist ekki í vafa um aö ungt fólk eigi að horfa til sjávarútvegsins sem valmöguleika að loknu námi. „Sjávarútvegurinn hefur kannski ver- ið sú atvinnugrein sem tekið hefur hvað síðast við menntuðu fólki en þetta er aö breytast. Sjávarútvegurinn er spennandi grein, eina atvinnugreinin hér á landi sem telja má virkilega alþjóðlega en það gerir líka að verkum að fólk sem hyggur á störf í greininni þarf að vera tilbúið til að vinna á mismunandi stöðum í heim- inum. Þetta er einmitt vandamál með erlendu verkefnin, hreinlega að ná í fólk sem er tilbúið að fara í þessi störf og leggja þau á sig. Slíkt getur verið mjög erfitt að samræma þegar venjan er sú að hjón vinna bæði úti. Auðvitað væri æskilegt að geta nýtt sem mest af heimafólki á hverjum stað en þá kemur 12 ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.