Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1996, Síða 37

Ægir - 01.12.1996, Síða 37
55. FISKIÞING Mynd: Þorgeir Baldursson Nauðsynlegt er að halda á lofti hinni hreinu ímynd íslands ekki síst í samskiptum við um- hverpsvemdarsamtök sem verða œ áhrifameiri á alþjóðavettvangi. Umhverfisumræðan verði á forsendum íslendinga „íslendingar eiga því láni ab fagna að búa við hreint haf og land sem mikil- vægt er að varöveita. Nauðsynlegt er ab halda á lofti hinni hreinu ímynd Islands ekki síst í samskiptum vib umhverfisverndarsamtök sem verða æ áhrifameiri á alþjóðavettvangi. Þar þarf að gæta þess að umræöan verði á forsendum íslendinga sjálfra og ab þeir sýni frumkvæbi í þeim málum er þá varða," segir í ályktun Fiski- þings um umhverfismál. Þingið fagnar þeim viðbrögðum sem stjórnvöld hafi sýnt í umhverfismálum og hvetur þau til að halda vöku sinni. „Mikilvægt er ab stjórnvöld gæti þess „55. Fiskiþing bendir á örar tækni- nýjungar á nánast öllum sviðum, sem margar hverjar geta nýst sjávar- útvegi. Þingið bendir á nauðsyn þess að þeir möguleikar, sem tækninýj- ungar opna fyrir sjávarútveg verði nýttar sem kostur er," segir í ályktun um fræðslu- og öryggismál. að þeir alþjóðasamningar um mengun- ar- og umhverfismál sem íslendingar gangast undir séu framkvæmanlegir og leiði ekki til óþarfa kostnaðar fyrir þjóð- ina. Fiskiþing fagnar viljayfirlýsingu um- hverfisráðherra um aukið samstarf við Fiskifélagið um umhverfismál og ríkari áherslu félagsins í þeim málaflokki. í því efni þarf félagiö að hafa gott og náið . samstarf við sjávarútvegsráðuneyti og umhverfisráðuneyti. Fiskifélagið beiti sér einnig fyrir umræbu og fræðslu þar sem umhverfismál sjávar eru í brennidepli og hvetji landsmenn til að ganga vel um auðlindir sínar til lands og sjávar." Bent er meðal annars á að koma megi gagnlegum upplýsingum fyrir sjávarútveginn á framfæri á alnetinu, í textavarpi og öðrum þeim miðlum sem tiltækir eru. Annað mikilsvert atriði fyr- ir sjávarútveginn sé aö fjölga og nýta betur sjálfvirka veðurvaka á landinu og að fjarskiptaþjónusta við skip verði efld °g tryggð. Réttindamál vélavarða „55. Fiskiþing beinirþeim tilmælum til samgönguráðherra að hann beiti sér fyrir breytingu á lögum um at- vinnuréttindi vélavarða og vélstjóra. Breytingin feli í sér að ekki verði gerð krafa um vélgæslumenn eða vélaverði á bátum minni en 12 brl. “ Hvalveiðar næsta sumar „55. Fiskiþing hvetur ríkisstjórn ís- lands til að leyfa hvalveiðar hér við land strax á næsta sumri (1997). Allt bendir til þess að fjölgun hvala raski jafnvægi í lífríki sjávar. Veið- arnar verði þó alfarið eftir ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar. “ Merkingar á fiski „55. Fiskiþing telur að stórátak þurfi að gera í því að merkja fisk á miðunum umhverfis landið, verði þarenginn landshluti undanskilinn. Merkingar á fiski eru einn besti kosturinn til að fylgjast með ferðum og vexti viðkomandi stofns, auk margvíslegra annarra upplýsinga, svo sem hrygningarsvæði, veiði- hlutfall og fleiri þátta." Útblástur koltvísýrings og eldsneytisnotkun „55. Fiskiþing beinir því til stjórn- valda að ekki verði litið eingöngu til eldsneytisnotkunar í sjávarútvegi, þegar leitað er leiða til að takmarka koltvísýringsmengun í andrúmslofti. Samþykkt Ríósáttmálans má ekki verða til þess að lama aðalatvinnu- veg þjóðarinnar." Efling landvinnslunar „55. Fiskiþing hvetur til, að þær veiðiheimildir, sem úthafsveiðiflotinn kemur til með að skila, komi alfarið í hlut þeirra skipa, sem sjái land- vinnslunni fyrir hráefni." Tækninýjungar nýtast sjávarútvegi ÆGIR 37

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.