Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1996, Blaðsíða 35

Ægir - 01.12.1996, Blaðsíða 35
Sjávarútvegurinn og umhverfið með áróður og ósannindi inn í stœrstu fjölmiðla heims. Þau öfl eru til sem vilja útrýma fiskveiðum Fréttaflutningur skiptir sjávarútveg- inn miklu máli og á tíöum þykir mönnum nóg um hversu fyrirferöar- mikill sjávarútvegurinn er í fjölmibl- um á íslandi. Skýringin er einfaldlega sú aö sjávarútvegurinn er sú grein sem skilar þjóðinni uppistöðunni í gjaldeyristekjunum en þegar út fyrir landssteinana er komið skipa fréttir af fiski og sjávarútvegi ekki jafn veglegan sess. Mýmörg dæmi eru um áróður og ósannindi um sjávarútveg sem gengið hafa ár eftir ár í stærstu fjölmiölum heims og raubur þráður í umfjölluninni er ab umhverfisvernd- arsamtök virðast eiga mjög greiða leið ab heimspressunni. Ólafur Sigurbsson, fréttamaður á Rík- issjónvarpinu, hefur á sínum frétta- og blaöamannsferli fylgst mikið með um- fjöllun í fjölmiðlum af sjávarútvegi og hann flutti fróðlegt erindi á Fiskiþingi þar sem hann fjallaði um sjávarútveg og fréttaflutning. Hann vakti athygli á að stærstur hluti frétta bærist til fréttastofa í gegnum aðra aöila en fréttamennina sjálfa. Þetta sé vert að hafa í huga þegar umfjöllun um fiskveiðar og sjávarútveg væri skobub. Árið 1993 segir Ólafur að hafi verið tímamótaár í umfjöllun um sjávarútveg í heimsfjölmiðlunum. Það ár var ráðstefna í New York um veiðar úr út- hafsstofnum og flökkustofnum og voru umsvif umhverfisverndarsamtaka á ráð- stefnunni mjög mikil. í heild voru full- trúar þeirra um 90 og að auki sveitir manna sem fylgdu þeim eftir. Ólafur vitnar til þess að blaðamaður sem starfaði á ráðstefnunni hafi talib vera á þriðja hundrað áróbursmanna þarna og árangur þess lét ekki á sér standa í fjöl- miðlum næstu mánuðina á eftir. Ráðstefnan í New York var gott dæmi um hvernig fréttir berast til fjölmiðla. Áróðursmannahópurinn hafði aðgang að um 50 blaðamönnum sem sinntu ráðstefnunni. Með öbrum orðum: fjórir áróðursmenn á hvern blaðamann. Og eftirfarandi listi sýnir vel að árangurinn lét ekki á sér standa: New York Times 7. mars 1994: „Bandaríski fiskiflotinn togar í fiskUausum sjó". The Economist 19. mars 1994: „Harmleikur hafsins - ofveiði og mengun eru að gera útafvið hafið". Time 4. apríl 1994: „Offáir fiskar í sjónum". Dagblað- ið USA Today: „Sjávarútvegurinn horfist í augu við flsklaus höf- fleiri bátar en flsk- ar“. Newsweek 25. apríl: „Netin eru tóm - of margir flskimenn - of fáir flskar". Washington Post 14. ágúst: „Fiskveiðar að eyða höfunum og eyða þeim óendanlega auði sem þar var". World Wildlife Fund: „Alheimskreppa í flskveiðum". „Af þessu getum við dregið nokkrar ályktanir. í fyrsta lagi þá að það eru ým- is vandamál í fiskveiöum. í öbru lagi er að finna í öllum þessum greinum stað- hæfingar frá umhverfisverndarsamtök- um sem eru áróður eða ósannindi en sýna okkur að þau hafa aðgang að þess- um fjölmiðlum. í þriðja lagi er umræða í almennum fjölmiðlum sem fyrr mjög neikvæð gagnvart fiski og fiskveiðum og fyrr eða síðar kemur umræðan til meö að hafa áhrif á verð á fiski. í fjórða lagi er mikil umræða um mengun hafs- ins og fyrr eða síðar kemur að því ab hún hefur áhrif á eftirspurn og verð. í fimmta lagi má draga þá ályktun að fiskveiðar hafi ekki hljómgrunn einar og sér heldur vegna einhvers annars, t.d. aukaveiði." „Niðurstaðan er sú ab það eru öfl á ferðinni sem vilja útrýma fiskveiðum. Þetta eru sömu öfl og stöðvuðu hval- veiðar, stöbvuðu að mestu verslun meb selskinn og þar með veiðarnar, stöðv- ubu notkun rekneta og hafa næstum stöbvað allar túnfiskveiðar Bandaríkja- manna. Árið 1986 var viðtal hér í Sjón- varpinu við mann frá Greenpeace þar sem hann sagði að rööin kæmi að þorskinum í Noröur-Atlantshafi. Þeir eru búnir að vinna að þessu í tíu ár og við skulum hafa hugfast að þessum mönnum hefur aldrei mistekist neitt þaö sem þeir hafa tekið sér fyrir hend- ur," sagði Ólafur að lokum. ÆGIR 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.