Ægir

Årgang

Ægir - 01.12.1996, Side 13

Ægir - 01.12.1996, Side 13
Guðbrandur Sigurðsson fæddist í Edinborg og ólst upp fyrstu árin í Bretlandi og Þýskalandi en faðir hans er Sigurður Markússon, fyrrum stjórnarformaður Sambandsins en hann var á þessum ámm í störfum fyrir Sambandið erlendis. Fjölskyldan flutti heim þegar Guðbrandur var sex ára gamall og ólst hann upp eftir það í Reykjavík. Hann er stúdent frá Menntaskólanum við Sund og út- skrifaður úr matvælafræði frá Háskóla íslands árið 1985. Eftir það vann Guð- brandur í rúmt ár hjá SÍF en tók síðan við starfi hjá Sjávarafurðadeild Sam- bandsins sem síðar varö íslenskar sjávarafurðir hf. Hjá Sjávarafurðadeild var hann til að byrja með í vöruþróunarverkefnum og árin 1987 og 1988 var hann sölustjóri ferskra afurða og sinnti einnig ákveðnum söluverkefnum á frystum afurðum. Árið 1989 varð Guðbrandur forstöðumaður Þróunarseturs Sjávarafurðadeildarinnar og áriö 1991 þegar ÍS varð til var Guðbrandur gerður að forstöðumanni markaðs- og þróunarsviðs og sinnti þar m.a. ímyndarupp- byggingu fyrirtækisins og öðru sem tengdist markaðsstarfinu. Árið 1993 tók Guöbrandur sig upp og fór í framhaldsnám til Skotlands þar sem hann lauk meistaragráðu í viðskiptafræðum en eftir að hann kom heim árið 1994 fór hann í vaxandi mæli að sinna verkefnum erlendis fyrir ÍS, var m.a. starfandi í Namibíu um nokkurra mánaöa skeið en frá því í fyrra og þar til hann tók til starfa hjá Útgerðarfélagi Akureyringa í sumar vann hann að verkefni íslenskra sjávarafurða á Kamtsjatka-skaga í Rússlandi. Eiginkona Guðbrands er Rannveig Pálsdóttir, læknir. Hún vinnur í Bret- landi og er þar komin vel áleiðis í sérfræöinámi í heimilislækningum. Dóttir þeirra er Anna Katrín og býr hún hjá móöur sinni í Bretlandi. Fjölskyldan í tveimur löndum til að það er erfitt að finna fólk erlendis sem er með þá reynslu sem íslensku fyr- irtækin eru að sækjast eftir." Hluti af þátttöku í auknum heimsviðskiptum Guðbrandi er alþjóðaumhverfið hug- leikið enda með mikla reynslu að baki í því umhverfi. Hann bendir á að á und- anförnum 20 árum hafi heimsaflinn farið úr 70 milljónum tonna í um 110 milljónir tonna og sennilegast geti hann ekki orðið meiri. Ferskvatnsfiskur er af þessu um 16 milljónir tonna, lax, áll og slíkar tegundir um 4 milljónir tonna og fiskar í sjónum um 73 millj- ónir tonna, þar af 10 milljónir tonna hvítfiskur, 6 milljónir tonna karfateg- undir ýmiskonar og 25 milljónir tonna síld. „Heimsvibskiptin eru alltaf ab aukast sem sjá má af því að árið 1989 voru 38% af heimsaflanum seld í annaö ríki, árið 1994 var þetta hlutfall komið í 48% og á þessu ári gæti þetta verið komið yf- ir 50%. Sjávarútvegurinn er því sannar- lega fyrirferðamikill í heimsviðskiptun- um. Uppruni þessara afurða sem eru sí- fellt að fara meira í heimssöluna er frá þriðja heims ríkjum sem hafa aðgang að gjöfulum fiskimiðum en þessi ríki vant- ar þekkingu og þar liggja tækifæri okkar íslendinga." Að spila með eða sitja hjá Guðbrandur segir að horfa beri á 10 botnfisktegundir sem skipti máli fyrir íslendinga. Á Norður-Atlantshafi er þetta t.d. þorskur, karfi, ufsi og ýsa en heildartölur fyrir þessar tegundir sýnir samdrátt á undanförnum árum. Á Suð- ur-Atlantshafi og Suöur-Kyrrahafi skipta máli fyrir íslendinga tegundir eins og Suður-Afríkulýsingur sem veiddur er í Namibíu, þrjár tegundir í Subur-Amer- íku og hókinhali sem veiddur er við Argentínu og Nýja-Sjáland. Loks eru svo þær tegundir sem íslendingar hafa verið ab keppa vib á markaðnum, þ.e. Alaska- ufsi, sem er helmingur af allri hvítfisk- veiði í heiminum, Kyrrahafsþorskur og Kyrrahafslýsingur. „Þetta er það sem skiptir okkur máli. Ef við ætlum að vera meðspilendur^þá verðum við að fara inn í þessar greinar ÆGIR 13

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.