Morgunn


Morgunn - 01.12.1983, Blaðsíða 10

Morgunn - 01.12.1983, Blaðsíða 10
112 MORGUNN framfæri. Ritið í heild er fullt af efni sem leynt og ljóst er í andstöðu við ríkjandi hugmyndir innan félagsins og hluta þess starfs sem þar hefur verið unnið. Fyrst er að nefna langa ritgerð eftir dr. Matthías Jónas- son þar sem hann kannar „heimildir að handan." Annars vegar fjallar hann um drauma Hermanns Jónassonar sem dreymdi veturinn 1892—93 að Ketill í Mörk, sem er ein af sögupersónum Njálu, kæmi til sín að ,,leiðrétta“ Njálu. Frásögnin var skráð 20 árum síðar. Hins vegar gerir Matthías mjög ýtarlegan samanburð á ritverki Guðrúnar Sigurðardóttur miðils um Ragnheiði biskupsdóttur og á skáldsögu Guðmundar Kambans, Skálholti. Þegar ritverk Guðrúnar kom út fyrir 10 árum vakti það mikla athygli og umræður, varð metsölubók, en síðan hefur fátt um það heyrst. Að sögn aðstandenda verksins vildi Ragnheiður koma því á framfæri við nútímamenn að hún hefði svarið rangan eið hér forðum og því túlkað sitt mál gegnum Guð- rúnu (reyndar eru frásagnarmenn í bókinni fleiri). Á sín- um tíma var bent á tengsl við bók Kambans, en í ritgerð sinni tínir Matthías til fjölda dæma um sömu efnistök, orðalag, atburðarás og sjónarhorn í þessum tveimur verk- um, skáldsögu og „heimild að handan.“ Hann dregur ekki neinar frekari ályktanir aðrar en þær að bækurnar séu mjög skyldar, hverjar sem skýringarnar kunna að vera. 1 Morgni er einnig að finna viðtal við dr. Erlend Har- aldsson (áður birt í HP), sem manna mest hefur fengist við dularsálfræði á Islandi. Þar segir m.a.: „Hér á Is- landi hefur löngum verið sett samasemmerki milli sálar- rannsókna og spíritisma, en það er á misskilningi byggt.“ 1 þriðja lagi má svo nefna stutta grein eftir dr. Jakob Jónsson þar sem hann segir m.a.: „Sem sagt — sálarrann- sóknir hafa opnað leiðir í tvær áttir. Annars vegar til óvís- indalegrar starfsemi áhugafólks, og getur sú iðkun hæg- lega lent út í fúsk. Hins vegar lá leiðin yfir í dularsálfræði." Spjótunum er beint að spíritismanum í tímariti Sálar- rannsóknafélagsins og þau sjónarmið sem þar koma fram
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.