Morgunn


Morgunn - 01.12.1983, Qupperneq 23

Morgunn - 01.12.1983, Qupperneq 23
GEIR R. TÓMASSON: HEFUR SPlRITISMINN RUNNIÐ SKEIÐ SITT Á ENDA? Þessi fyrirsögn á fundarboðinu er til komin vegna grein- ar í 64. árg., sumarhefti Morguns 1983. Hún birtist undir heitinu „ritstjórarabb“ eftir ritstj. dr. Þór Jakobsson veð- urfræðing, en þar segir meðal annars: „Alþýðleg anda- hyggja, öðru nafni spiritismi, mun ekki bera frekari árang- ur. Hún hefur runnið sitt skeið á enda.“ Einnig hafa birst greinar um þetta efni í tveimur þlöð- um borgarinnar, Tímanum og Helgarpóstinum. Því fannst okkur í stjórn S.R.F.l. rétt að reifa þetta mál nokkuð fyrir félagsmönnum hér í kvöld. Frá öndverðu hafa sálarrannsóknir minnt á, að tilveran byggi yfir miklu stórkostlegri leyndardómum en nokkra renndi grun í og að þær gátur yrðu ekki eingöngu skýrðar út frá sjónarmiðum efnishyggjunnar. Fyrst langar mig til að víkja örlítið að orðinu spiritismi. Það mun vera dregið af latneska orðinu ,,spiritus“, sem m.a. getur þýtt andi, andvari og í yfirfærðri merkingu lífs- andi; samanber 1. bók Móse: „og andi Guðs sveif yfir vötnunum". Eða í sömu bók, þar sem talað er um að „Guð hafi blásið lífsanda í nasir honum.“ Þannig tengist orðið strax trúarlegri merkingu og jafn- framt hefur orðið fengið dulrænan blæ og síðar tengst

x

Morgunn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.