Morgunn


Morgunn - 01.12.1983, Side 34

Morgunn - 01.12.1983, Side 34
136 MORGUNN draumgjafa. Ég get ekki betur séð, en að þessi kenning fái staðist í flestum ef ekki í öllum tilvikum, ef rétt er á málin litið, en margt glepur sýn, og villir fyrir réttum eða náttúrufræðiiegum skilningi. Hið fyrsta sem gera verður ráð fyrir og helst að gera sér Ijósa grein fyrir er að „draumvitund er annars manns meÖvitund“, (Nýall bls. 454) og að „draumurinn er i eðli sinu fjarskynjun; en með þeirri uppgötvun er fyrst hér á jörðu Ijósi vísindanna brugöið upp til slcilnings á því sem nefnt hefur verið mystik (dulrœna, dulspeki) og spirit- ismus“. (Sannnýall bls. 20 >. ni. TÖFRAHEIMAIÍ DRAUMAINNA A. Taknra;nir (Iraumar Ég mun nú segja nokkra drauma, einskonai' dæmi þess, sem ég er hér að tala um, og bera fram þær skýringar er helst mættu verða til nokkurs skilningsauka. Konu mína, Aðalheiði Tómasdóttur, dreymir oft skýra og athyglisverða drauma. Sumir eru þeir táknrænir, svo erfitt er að ráða þá fyrr en þeir koma fram, en þá verður líka ráðning þeirra oft auðsæ. Ætla ég að segja frá nokkr- um slíkum: a. Tveir kjólar á emu herðatré Hana dreymdi eitt sinn, er hún var ung, að hún og yngri systir hennar áttu sinn kjólinn hvor. Þeir voru fallegir, að henni þótti, en báðir voru þeir á sama herðatrénu. Árin liðu. En er þær voru fullorðnar, giftust þær sínum bróðurnum hvor. Þetta er táknrænn draumur. Líklegt má telja, að draumur þessi hafi einmitt verið fyrir því, sem að framan er sagt.

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.