Morgunn


Morgunn - 01.12.1983, Blaðsíða 11

Morgunn - 01.12.1983, Blaðsíða 11
ER SPÍRITISMINN FIJSK 113 urðu þess valdandi að stjórnin ákvað að senda ritið ekki út fyrr en ljóst væri hvaða meining lægi að baki orðanna. Dáleiðsla, geislalækningar og iniðilsfundir En hvað hafa aðilar málsins um þetta að segja? GuÖmundur Einarsson verkfræðingur sagði að stjórnin hefði ákveðið að skýra sín sjónarmið í næsta hefti Morguns og hið sama mun Þór Jakobsson gera. Jafnframt verður haldinn félagsfundur 11. október þar sem tekið verður til umræðu hvort spíritisminn hafi runnið sitt skeið á enda. Guðmundur sagðist þeirrar skoðunar að það væri langt í frá, að spíritisminn væri að gefa upp andann, reynsla fólks bæri vott um annað. Félagið hefur á undanförnum árum beint sjónum sínum að ýmsum efnum sem tengjast sálar- rannsóknum, t.d. dáleiðslu, geislalækningum, erindi var nýlega flutt um myndir sem teknar hafa verið af útgeislun líkamans og fleira mætti tetlja. Þess utan eru haldnir miðilsfundir og miðlar jafnvel fengnir erlendis frá. Þá býður félagið upp á tíma hjá lækningamiðlum. Guðmundur sagði að á fundinum s.l. þriðjudag hefði verið rætt um málin í bróðerni, en skoðanir væru skiptar. Spurningin snerist um það hvort einstaklingar gætu komist að vísindalegri niðurstöðu án þess að ráða yfir sérþekk- ingu. Guðmundur sagðist telja sannað að fólk yrði fyrir reynslu sem ekki væri hægt að vefengja. Guðmundur benti á að í rannsóknum dr. Erlendar Haraldssonar á dulrænni reynslu íslendinga hefði komið fram að um 42% þeirra sem spurðir voru höfðu leitað til huglæknis og 92% töldu sig hafa náð jákvæðum árangri. „Sumt er hægt að kanna á rannsóknastofum, annað ekki.“ Hann sagði einnig að umræðurnar innan stjórnar Sálarrannsóknafélagsins hefðu meðal annars beinst að því hvað spíritismi væri. Til þess að svara því hvar spíritisminn er á vegi staddur, verður fyrst að gera sér grein fyrir því hvað menn eiga við með orðinu spíritismi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.