Morgunn


Morgunn - 01.12.1983, Blaðsíða 56

Morgunn - 01.12.1983, Blaðsíða 56
158 MORGUNN Umræður um spíritisma Eins og áskrifendum er væntanlega kunnugt varð drátt- ur á útsendingu ritsins sl. sumar. Ástæðan var ákvörðun stjórnar Sálarrannsóknafélagsins að halda fund með rit- stjóra áður en Morgni yrði hleypt af stað. Vegna sumar- leyfa urðu menn höndum seinni og leið þannig sumarið þar til fréttin fór að berast. Blaðaskrif eru birt hér til fróðleiks. Vona ég, að höfundar endurbirtra greina mis- virði það ekki við mig, að ég hef ekki komið í verk að fá leyfi þeirra allra. En greinarnar gefa til kynna, að skoð- anir manna eru harla ólíkar. Á almennum fundi í október 1983 var síðan skipst á skoðunum. Þrátt fyrir hin ólíku viðhorf til hins sam- eiginlega áhugamáls, dulrænna fyrirbæra, var talið mikil- vægt að halda hópinn og stuðla að því að fólk geti unað í félaginu, hvort sem það aðhyllist gagnrýna vísindalega afstöðu eða sækir þangað andlega uppbyggingu án þess að láta efasemdir þvælast fyrir sér. 1 umræðum á fundinum kom greinilega i ljós, hve ólíkan skilning menn leggja í orð og virðist stundum þörf á því að orðlengja og skilgreina orðin skýrt og skilmerkilega. Ekki veit ég, hvort nokkurn tímann verður unnið úr segulbandinu frá fyrrnefndum félagsfundi þar, sem hin ýmsu sjónarmið voru rædd. Ævar R. Kvaran, fyrrverandi forseti Sálarrannsóknafélagsins, var því miður ekki á fund- inum, en hvetja vil ég menn að lokum að lesa hans ágætu grein framar í þessu hefti (bls. 121). KveSja Vetrarhefti þetta er nokkuð seint á ferðinni og auk þess í þynnra lagi að blaðsíðufjölda. Fyrra hefti ársins 1983 var hins vegar óvenju stórt og því alldýrt. Ég ákvað því að halda að mér höndum að þessu sinni og leita ekki til annarra um efni til að „fylla“ ritið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.