Morgunn


Morgunn - 01.12.1983, Blaðsíða 30

Morgunn - 01.12.1983, Blaðsíða 30
132 MORGUNN er, uppgötvað fæsta þá leyndardóma, sem heimur stjarn- anna býr yfir. Við, mennirnir, þurfum að gera okkur sem best grein fyrir því, að við eigum heima í þessum mikla heimi stjarna og vetrarbrauta, og að jörðin, sem er heimkynni okkar, er sem agnar sandkorn í ríki himnanna, ef borið er saman við þau ógrynni stjarna og við þau óendanlegu víðerni, sem hér er um að ræða. Lengi horfðu menn á stjörnurnar, þessi himinblys, án þess að gera sér grein fyrir, hvað glóði þar svo fagurlega. En þó kom þar, að menn vissu, að hér eru sólir og aðrar jarðir. Nú álíta stjörnufræðingar, að flestum sólum fylgi reiki- stjörnur, en sá möguleiki er einmitt forsenda þess, að um líf sé að ræða, víðar en á okkar jörð, þessum litla kalda hnetti, sem er heimkynni okkar mannanna. Eitt sinn var álitið óhugsandi að unnt yrði að láta efna- fræðina ná til stjarnanna, óhugsandi, að nokkurntíma yrði unnt að fá vitneskju um það, hvaða efni væru i stjörnun- um. Þetta hefur samt tekist. Hugsun mannsins hefur brotið sér braut lengra og lengra út í heim stjarnanna, og inn í leyndardóma efnisins. Nú er vitað, að allar stjörnur og allar vetrarbrautir geimsins eru samansettar úr sömu efn- um og þeim, sem þekkjast hér á jörðu. Sömu frumefnin eru alstaðar. Heimurinn, alheimurinn, er einn, þótt stjörn- ur hans séu óendanlega margar. — Mannshuganum hefur tekist að láta efnafræðina ná út til stjarnanna. II. UM LÍFFRÆÐI ALHEIMSINS A. Stjarnlífið og <lr. Helgi Pjeturss Eins og tekist hefur, að láta efnafræðina ná út til stjarn- anna, eins þarf að láta líffræðina ná út til þeirra. En þarna standa nú hin viðurkenndu vísindi enn á sama frumstæða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.