Morgunn


Morgunn - 01.12.1983, Side 36

Morgunn - 01.12.1983, Side 36
138 MORGUNN gangast hana eða tala við hana og forðuðust að verða á vegi hennar. Um haustið gátu þau útvegað sér íbúð annarsstaðar og fluttu þangað. Drauminn mætti vel ráða fyrir því, að konan losnaði úr sambýli við þetta fólk, á þann hátt, sem báðum aðilum var fyrir bestu. d. „Þar er kubburinn“ Faðir minn, Agnar Jónsson, var draumspakur maður sem kallað er og draumar hans margir voru þess eðlis, sem taldir eru táknrænir eða hefðu spásagnargildi. Á meðan hann átti heima í Norðurfirði i Strandasýslu réri hann oft til fiskjar á eigin báti og með honum menn af næstu bæjum. Eina nóttina dreymir hann, að maður kemur til hans og sýnir honum ákveðin mið á sjó, sem faðir minn kannað- ist vel við, en réri þó þangað fremur sjaldan. Honum þykir maðurinn benda sér og segja: „Þar er kubburinn." Draumurinn var ekki lengri. Faðir minn var þess fullviss, að sér hefði verið sýnt, hvert hann skyldi róa, og að orðið ,,kubburinn“ ætti við afla. Þennan morgun var gott veður. Faðir minn reri á þau mið, sem honum hafði verið til vísað í draumnum. Lögðu þeir þar lóðirnar. Er ekki að orðlengja, að þeir hlóðu bátinn af góðum fiski. Þannig rættist draumurinn. Faðir minn taldi, að oft hefði sér, í draumi, verið vísað á hvert róa skyldi til fiskjar, og hefði það alltaf reynst sér vel. Þessir draumar eru allir táknrænir og sýnast hafa allt að því ótvírætt spásagnargildi, því þeir virðast hafa komið fram fyrr eða síðar eftir að hafa verið dreymdir, og eru þannig samkvæmir hinum venjulegu draumaráðningum. Ekki sé ég þó ástæðu til að ætla, að spásagnardraumar

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.