Morgunn


Morgunn - 01.12.1983, Blaðsíða 26

Morgunn - 01.12.1983, Blaðsíða 26
128 MORGUNN hans segir til um, á hverjum tíma, og við hverja nýja um- breytingu, þar til fullkomnun er náð. öll æðri trúarbrögð kenna að líf sé til að þessu loknu, ekki síst kristin trú, sem segir okkur að líkaminn verði aftur að moldu, en andinn fari til Guðs, sem gaf hann. Frelsarinn sagði líka ,,ég lifi og þér munuð lifa“. Þetta er undirstaðan sem kristin trú byggir trúarkenningu og sið- fræði sína á. Ég held að kristnir spiritistar geri það sann- arlega líka, þótt margir kirkjunnar menn haldi annað. Stendur ekki líka skrifað ,,að vér eigum að leita, knýja á og biðja um“, til þess að öðlast. Spiritisminn er ein leið mannsins í þrotlausri leit manns- andans að sjálfum sér og uppruna sínum. Því álít ég að hann eigi enn fullan rétt á sér, þó ekki væri til neins annars en að veita sorgbitnum og hrjáðum huggun og veikum styrk til að brosa í gegnum tárin. Tré þekkingar og visku ber margar greinar; ein þeirra eru spiritistar eða andahyggjumenn, á öðrum e'ru sálar- rannsóknir, dulsálarfræðin og heimspekin, svo nokkuð sé nefnt — en allar tengjast þær þó stofninum og því aðeins blómgast tréð og ber góðan ávöxt, að vel sé að hlúð. Minnumst að dýpstu sannindi eru óumbreytanleg vitneskja og þekking er skapa visku. Frá fyrstu tíð hafa svokölluð raunvísindi litið þessar greinar heldur hornauga og hrópað á marktækar sann- anir um tilveru Guðs eða annars heims og sambandið við þá, sem farnir eru. En hvað eru sannanir? Hvað eru vísindi? Vísindi: Tíma- bundið ástand þekkingar, sem í tímans rás er alltaf að breytast. Raunvísindin hafa frá upphafi reynt að byggja sér ákveðið hugsanakerfi og lögmál — sem afleiðing af efnislegri reynslu og skynjanahæfileika mannsins eða nán- ar tiltekið, kerfisformi skynjunarinnar. Þ.e.a.s. skynsemi og raunhyggju. En slíku sannanaformi er trauðla hægt að koma við, þegar, eins og Nikulás frá CQsa benti á, „að Guð er handan andstæðnanna og þar sem andstæðurnar —
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.