Morgunn


Morgunn - 01.12.1983, Blaðsíða 24

Morgunn - 01.12.1983, Blaðsíða 24
126 MORGUNN sérstaklega ákveðnum hópi fólks, sem nú til dags eru al- mennt kallaðir spiritistar. Frá eldri tímum hafa verið til menn, sem vildu og reyndu að skyggnast dýpra niður í leyndardóma tilverunnar; fólk oft á tíðum með ófreskigáfu á sviði dulskynjunar á hinum ýmsu sviðum, svo sem dulskyggni, dulheyrn, fjarhrifum, hlutskyggni og ósjálfráðri skrift; fólk, sem var leitandi og gat ekki látið sér nægja kenningar eða kennisetningar trúai’bragða eða misviturra lærifeðra; fólk, er hafði bæði vilja og þor til að gera eigin athuganir og tilraunir í leit- inni að ljósi og sannleika. Frá því að saga spiritismans hófst í núverandi mynd, nokkru fyrir síðustu aldamót, hafa samtök spiritista hér á landi, fyrst tih’aunafélagið og síðan S.R.F.I., starfað ötul- lega að því að kynna starfið og reynt að varpa birtu yfir þann aragrúa af dularfullum, yfirskilvitlegum skynjunum og fyrirbærum, sem alltaf eru að ske — og raunar alltaf hafa verið að ske í aldanna rás, þrátt fyrir oft sterka andúð, einstaklinga, félaga og vísindamanna og jafnvel þótt und- arlegt kunni að virðast, einnig frá hendi trúarbragðanna oft og tíðum, ekki hvað síst frá kristnum bókstarfstrúar- hópum og einstaklingum, allt fram á þennan dag. Trúin á eilíft líf, sem gagntekur hjartað, er besti læknir mannkynsins, en hjá mönnum hefur hún orðið aðeins veik von, er smám saman hefur kulnað og því ekki komið að notum í andstreymi lífsins, Sr. Haraldur Níelsson segir: „Vér getum tileinkað oss þessi orð Jesú „Ég lifi og þér munuð lifa“ með miklu ríkari sannfæringu en þeir, sem ekki vita það, að tekist hefur að sanna framhald lífsins eftir dauðann á svo fullkominn hátt sem frekast er hægt að sanna nokkurn hlut“. Dr. Alexis Carrel, víðkunnur læknir og lífeðlisfræðingur, nóbelsverðlaunahafi, heldur því fram, að enda þótt enn hafi ekki fengist full viður- kenning lækna og lífeðlisfræðinga á ófreskihæfileikum manna, þá sé hér um fullkominn raunveruleika að ræða og mjög eðlilegan hlut hjá fólki, gætt skyggnigáfu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.