Morgunn


Morgunn - 01.12.1983, Blaðsíða 31

Morgunn - 01.12.1983, Blaðsíða 31
DRAUMAR OG iJfsAMBÖND 133 stiginu, eins og þau voru, áður en vitað var, að allar sól- stjörnur alheimsins eru af sömu frumefnum gerðar. Hér bíður mannsandans meii’a og merkilegra viðfangs- efni en nokkurt áður, og lausn þess mundi valda meiri breytingum á högum mannkynsins, en orðið hafa á öllum öldum áður. Raunhæf stjörnulíffræði, er sú vísindagrein, sem heimurinn bíður eftir og sem heimurinn þarfnast. Vísindaleg lífsambönd við íbúa annarra stjarna og iðkun þeirra sambanda er það skref, sem enn er óstigið, en sem er hið mesta nauðsyn á, ef vitkun og vísindi eiga að geta þróast í jákvæða átt. Svo vill til að undirstöðuuppgötvanir hafa verið gerðar í þessari grein, stjörnulíffræðinni, og sá sem þær gerði var Islendingurinn dr. Helgi Pjeturss, sem var viðurkenndur jarðfræðingur og gerði í þeirri grein uppgötvanir, sem orðið hafa undii’staða allra frekari rannsókna í íslenskri jarðfræði. En síðari hluta starfsævi sinnar sneri hann sér að vísindalegum rannsóknum á þeim fyrirbærum, sem jafn- an hafa verið talin dulræn eða yfirskilvitleg. Komst hann að þeirri niðurstöðu, að lokum, að öll slík fyrirbæri muni skýra mega á náttúrufræðilegan hátt. öll séu þau af náttúrlegum rótum runnin. Ekkert sé dulrænt, ef það er rétt skilið. Dulrænt sé aðeins það, sem réttan skilning vantar á. Það sé hlutverk vísindanna að rannsaka þessi svið, og reyna að skilja þau. Kenningar dr. Helga Pjeturss birtust í ritum þeim, sem hann kallaði Nýala. Það sem ég mun segja hér á eftir, er byggt á þeim skiln- ingsgrunni, sem er að finna í ritum dr. Helga Pjeturss en ýmislegt af því, sem síðari tima rannsóknir hafa leitt í ijós, virðist færast æ nær þeim heimspekilegu og náttúru- fræðilegu kenningum og rannsóknarniðurstöðum, sem hann var upphafsmaður að.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.