Morgunn


Morgunn - 01.12.1983, Page 32

Morgunn - 01.12.1983, Page 32
134 MORGUNN 11. Efnisgeislan og efnissambönd Alkunnugt er að geislan stafar frá öllu efni, efnisgeisl- an: rafgeislan, segulgeislan o.s.frv. Hver efniseind hefur aðdráttarafl. Þetta er aflið, sem heldur tunglinu á braut um jörðina, jörðinni á braut um sólina, sólinni á braut um miðju vetrarbrautarinnar og sjálfri vetrarbrautinni á hreyfingu um sameiginlega þunga- miðju nálægra vetrarbrauta. Aðdráttaraflið er alheimsafl. Álitið er að það nái allt að því óendanlega langt út í geiminn og hafi einhver áhrif á alla þá hluti, sem það nær til, en að vísu því minni, sem fjai'lægð er meiri. Sólirnar senda frá sér ljósgeislan og rafgeislan með hraða, sem nemur 300 þúsund km á sekúndu, en dofnar, því fjær sem dregur. Menn hafa lært, að þessi geislan sóln- anna segir til um eiginleika þeirra, hverrar um sig. Geisl- anin gefur til kynna hvaða frumefni séu aðaluppistaðan í hverri sólstjörnu, og í hvaða hlutföllum, hún segir til um yfirborðshita stjörnunnar, um stærð hennar, um fjarlægð hennar, og um hraða hennar í geimnum t.d. hvort hún nálgast okkur eða fjarlægist, hvort hiti hennar er jafn eða óstöðugur o.s.frv. Hver efnisögn sendir frá sér orkugeislan og leitast. við að hafa áhrif á allar aðrar efnisagnir geimsins. C. Lífgeislan og lífsanihönd Hví skildi þá ekki einnig hver lifandi efnisögn, hver fruma, leitast við að hafa áhrif á allar aðrar lifandi efnis- agnir hvar sem er í alheimi? Lífið hefur náð miklu hærra þróunar- eða þroskastigi en hin líflausa náttúra. Lífgeislan er miklu hraðflevgari og langdrægari en geislan hins líflausa efnis, og því öflugri, sem lífverurnar eru á hærra þroska- og fullkomnunarstigi.

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.