Morgunn


Morgunn - 01.12.1983, Side 37

Morgunn - 01.12.1983, Side 37
DRAUMAK OG LÍFSAMBÖND 139 sem þessir hafi ekki sama eðli og uppruna og aðrir draum- ar, þ.e. að um samband sé að ræða við draumgjafa. Ég geri meira að segja ráð fyrir að hér sé um draumsamband að ræða við einhverja veru eða verur, sem lengra vita en við menn fram í framtíðina og takist stundum í draumum að birta eitt og annað, sem eftir á að gerast, en þó með þeim hætti, að um algjört táknmál er að ræða, hvað merk- ingu þeirra varðar, þótt draumsýnirnar sjálfar séu að öllu leyti venjulegar sambandssýnir. lí. Að dreynia fyrir daglátum Konu eina á Hornafirði, Sigurlaugu Guðmundsdóttur, dreymdi athyglisverðan draum í janúar síðastliðnum. Segir hún drauminn með eigin orðum á eftirfarandi hátt: a. Draumur fyrir stórslysum af snjóflóöi „Mig dreymdi í vetur, áður en mikla hlákan kom, sem varð til þess, að slysin urðu á Patreksfirði, þann 23. janú- ar 1983, að mér þótti koma til mín ókunnugur maður. Var hann mjög illilegur og föt hans voru öll snjóug og sýndist mér möl og grjót tolla alistaðar í þeim. Vissi ég í svefninum, að þetta var veturinn. Varð ég reið og skipaði honum í burtu. Sagðist ég vita, að hann ætlaði að fara að gjöra eitthvert illverk. Þá svaraði hann: „Já, ég ætla á morgun að gjöra það, sem þú munt kalla illverk, og ég á eftir að gjöra þau fleiri í vetur, en ég mun aldrei láta neinn skipa mér fyrir verkum.“ Varð svo draumuxlnn ekki lengri. En daginn eftir frétti ég svo um slysið mikla á Patreksfirði og þótti mér þá sem draumurinn hefði komið fram. Þessi merkilega draumsögn gefur tilefni til nokkurra hugleiðinga. Ég vil gera ráð fyrir að hér hafi orðið draum- samband við annan hnött, þar sem helstefnan ræður á enn eindregnari hátt, en enn er hér á jörðu. Frá slíkum stöð-

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.