Morgunn


Morgunn - 01.12.1983, Page 14

Morgunn - 01.12.1983, Page 14
116 MORGUNN við HP að hann teldi spíritismann og andatrú vera í andar- slitrunum. Þeir sem hefðu áhuga á slíkum fræðum væru einkum eldra fólk, ungt fólk léti sér fátt um finnast. Hann sagði að það yrði að teljast til tíðinda þegar aðalmálgagn spíritismans í landinu sneri við blaðinu og birti efni sem væri gagnrýnið á ríkjandi sjónarmið. Framkoma stjórn- arinnar hefði hingað til verið óvirðing við ritstjórann, innan Sálarrannsóknafélagsins væru greinilega mjög skipt- ar skoðanir sem ekki hefðu áður komið fram í dagsljósið jafn greinilega og nú. Arnór Hannibalsson dósent við Háskóla Islands sagðist vera þeirrar skoðunar að sumt af því sem áhugamenn um annað líf hefðu fengist við, svo sem söfnun gagna um dul- ræna reynslu fólks væri af hinu góða, því mætti líkja við söfnun þjóðfræða. Hitt væri svo annað mál að fræðigrein- ar eins og sálfræði yrði að viðhafa vísindalegar aðferðir og sýna fram á vísindalegar niðurstöður. IJt úr spíritisman- um hefðu ekki komið nein vísindi. Á fyrstu árum spírit- ismans í Englandi reyndu menn að standa vísindalega að verki og safna staðreyndum í gegnum miðla. En þarna eru vandamál á ferð. Trúarleg sannindi eins og skoðanir manna um lífið fyrir handan, eru annars eðlis en aðrar kenningar. Menn skilja vísindi almennt öðrum skilningi en spíritistar. Spiritisminn sýnir fyrst og fremst afstöðu í trúarmálum og trúaxdeg sannindi verða ekki sönnuð með vettvangs- könnun. ,,Það hefur ekkert komið fram sem sannar það sem spíritistar hafa verið að segja“, sagði Arnór. „Menn eins og Einar H. Kvaran, Jónas Þoi’bergsson útvarpsstjói’i og fleiri sögðust myndu láta vita af sér á óyggjandi hátt að handan, en ekkert hefur til þeirra heyrst. Ef menn trúa á eilíft líf, þá trúa þeir því, spiritisminn sannfærir menn ekki um andlegt líf eftir dauðann.“ Skoðanir fólks ei’U því skiptar, en eftir stendur að áhugi er mikill hér á landi á dulrænum fyrirbærum. Það sýnir

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.