Morgunn


Morgunn - 01.12.1983, Blaðsíða 57

Morgunn - 01.12.1983, Blaðsíða 57
RITSTJÓRARABB 159 Sáralítið hefur borist til mín frá öðrum óbeðið þessi þrjú ár sem ég hef haft ritið með höndum. Að vísu taka menn vel í málaleitan mína, þegar ég spyr hvort þeir hafi eitthvað í pokahorninu. En ekki er sopið kálið þótt i ausuna sé komið. Ritstjórinn má ekki slaka á og sofa á verðinum. Hann verður að fylgja eftir loforðum manna, hringja og minna þá á. Annars gerist ekkert, því miður. Jafnvel þetta er ærin vinna, en nauðsynleg til að tryggja fjölbreytni ritsins. Þetta verður næsti ritstjóri að hafa ríkt í huga og ætla sér. Langt er síðan ég tilkynnti stjórn Sálarrannsóknafélags Islands, að ég hyggðist iáta gott heita og hætta sökum anna, enda er engin ástæða að sitja lengi í ritstjórastóli frekar en gengur og gerist hjá fólki í stjórnum félaga. Ég stakk í tæka tíð upp á ritstjóra, Guðlaugu Elísu Krist- insdóttur, formanni Sálarrannsóknafélagsins i Hafnarfirði, en að öðru leyti hefur framhaldið verið í höndum stjórnar Sálarrannsóknafélags Islands í Reykjavík. Þegar ég tók við ritstjórn fyrirvaralaust á sínum tíma, sá ég ekki ástæðu til að gerbreyta ritinu, en undanfarið hef ég haft á prjónunum aukna fjölbreytni í efni og útliti. Því miður hefur lítt miðað með þau áform, en ég hvet næsta ritstjóra að taka upp þráðinn. Að lokum kveð ég lesendur með góðum óskum. Leiðrétting í síðasta hefti, sumarhefti 1983, G4. árgangi, féll niður orð, orðið ekki, og snýst því merking setningar við. Setn- ingin er í grein dr. Matthíasar Jónassonar: Heimildir „að handan“; bls. 42, í textadæmi nr. 53 (Gömul festarmál), Kamban II, 4. línu. Setningin skal hljóða svo: „Þú ert ekki of góður til að segja nei.“ Áskrifendur eru beðnir að leiðrétta setninguna í eintaki sínu. Höfundur er beðinn velvirðingar á mistökunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.