Morgunn


Morgunn - 01.12.1983, Page 16

Morgunn - 01.12.1983, Page 16
GUÐMUNDUR MÝRDAL: EINANGRUN ÞÝÐIR STÖÐNUN Ég sem starfandi miðill á vegum Sálarrannsóknafélags- ins vil koma á framfæri minni persónulegu skoðun á þeirri fullyrðingu Þórs Jakobssonar, ritstjóra Morguns, sem fram kemur í grein um stöðu spíritismans í síðasta tölublaði Helgarpóstsins, að alþýðleg andahyggja, öðru nafni spírit- ismi, muni ekki bera frekari árangur. Ef þessi fullyrðing er rétt, hvar standa þá persónuleg samskipti heimanna tveggja? Frá bæjardyrum miðils eru slík samskipti í reynd eins konar vináttusamband sem ekki er hægt að setja undir smásjá vísindanna. Ég er ekki á móti vísindalegum rannsóknum á spírit- isma. Ef hins vegar vísindin væru aðgreind frá alþýðlegri andahyggju yrði afleiðingin stöðnun fyrir báðar greinar. Hvorug má við því að einangrast frá hinni. Miðillinn er sjálfur mælitæki á eigin reynslu, en hann er síður en svo andvígur því að sú reynsla sé rannsökuð á mælikvarða vísindanna, eftir því sem mögulegt er. Mér þykir því eðlilegt að innan Sálarrannsóknafélags íslands starfi alþýðlegar rannsóknir og vísindalegar hlið við hlið og á jafnréttisgrundvelli, en ekki að vísindamenn kveði upp dauðadóm yfir persónulegri reynslu manna á þessu sviði. Persónuleg sönnun að handan verkar eins og vísindaleg sönnun fyrir sambandi tveggja heima. Þetta sannaði enginn betur en Hafsteinn Björnsson. (HP, 6.10. 1983).

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.