Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.06.2009, Blaðsíða 4

Ljósmæðrablaðið - 15.06.2009, Blaðsíða 4
Ritstjórapistil Þann 2. maí s.l. var haldið upp á að 90 ár voru liðin frá því að 20 ljósmæður í Reykjavík komu saman og ræddu nauðsyn þess að íslenskar ljósmæður stofnuðu með sér félag til að standa vörð um hagsmuni stéttarinnar. Mikill baráttuandi var með þessum konum og hefur verið litið á þennan fund þeirra, 2. maí 1919, sem stofnfund Ljósmæðra- félags íslands. Þær konur sem komu að stofnun þessa fyrsta stéttarfélags faglærðra kvenna á Islandi, voru án efa miklir skörungar og með Þuríði Bárð- ardóttur í broddi fylkingar ruddu þær brautina fyrir íslenskar ljósmæður. Arið 1919 voru aðstæður á Islandi með allt öðrum hætti en við þekkjum í dag en þó hafa baráttumálin ótrúlega lítið breyst. Þá þegar voru menntun og þjálfun ljós- mæðra ofarlega á baugi að ógleymdri launa- og kjarabaráttu. Enn eru uppi kröfur um laun í samræmi við ábyrgð og þó að mikill áfangasigur hafi náðst í þeirri miklu kjarabaráttu sem háð var s.l. haust er langur vegur frá því að ljósmæður geti lagt árar í bát og látið gott heita. Hefur kjaranefnd félagsins haft nóg á sinni könnu og staðið í ströngu við að standa vörð um kjör stéttarinnar. Nú á þeim umbrotatímum sem við lifum er sem aldrei fyrr mikilvægt að hafa fagmennsku í hávegum og að sýna fram á, svo að ekki verði um villst hve þjónusta ljósmæðra er í raun þjóðhagslega hagkvæm. Þ.e. með góðri og faglegri mæðravemd, fæðing- arþjónustu og umönnun sængurkvenna sé hægt að fyrirbyggja mörg vandamál eða þá greina vandann á frumstigi. Þegar félagið okkar var stofnað fæddu nær allar konur í heimahúsum en nú, 90 ámm síðar, eiga langflestar fæðingar sér stað innan veggja sjúkrahúsa. Það er engum blöðum um það að fletta að það er mjög dýrt fyrir “ríkið” að beina öllum konum, t.d. á höfuðborgarsvæðinu, á hátækni- sjúkrahús til að fæða. Valkostimir eru engir fyrir þær konur sem ekki kjósa að fæða heima. En nú er sennilega ekki rétti tíminn til að stofna fæðingarheimili því að stofnkostnaður er mikill, en hver veit? Kannski er þetta einmitt rétti tíminn, við finnum hvað grasrótarsamtök eru sterk núna, fólk er að leita mikið inn á við Bergrún Svava Jónsdóttir ritstjóri Ljósmæðrablaðsins og til baka. Það vill fjarlægjast þá firr- ingu og þann hraða sem var til staðar í samfélaginu. Kannski má segja að nú sé lag.... Það þarf ekki að fara langt aftur í tíma til að koma auga á vinnulag og hefðir sem þóttu góð og gild á sínum tíma en stinga í stúf við þann hátt sem við viljum hafa á málum í dag. Um það fjallar m.a. grein Guðrúnar Gunnlaugsdóttur, ljós- móðumema er finna má í þessu blaði. Þar kemur ffam að breytingar hafa orðið á viðhorfi bæði almennings og fagfólks á missi, og tel ég að fúllyrða megi að þær breytingar hafa verið til góðs. En ekki eru allar breytingar til góðs og nú í upphafi árs komu fram hugmyndir þáver- andi heilbrigðisráðherra um töluverðar breytingar á þjónustu bamshafandi kvenna til handa. Þeim áformum hefúr verið slegið á frest um sinn en mikilvægt er að ljósmæður sofni aldrei á verðinum og standi ákveðnar vörð um þá faglegu þjónustu sem okkur er Ijúft og skylt að veita konum og fjölskyldum þeirra. Veita Svanborg Egilsdóttir og Jenný Inga Eiðsdóttir okkur örlitla innsýn í pistlum sínum inn í það vinnuumhverfi sem þær starfa í, en svo virðist vera sem að þjón- ustan úti á landi liggi ótrúlega oft vel við höggi þegar niðurskurðarhnífnum er sveiflað. A tímamótum er algengt að litið sé um öxl og fortíðin skoðuð. Blaðinu barst athyglisverð grein eftir Auði Ingvarsdóttur, sagnfræðing, þar sem hún fjallar um margkunnugar konur. Víst er að konur hafa aðstoðað hvor aðra við fæðingar bama sinna alla tíð og er athyglisvert að sjá hvaða ráðum þær réðu yfir fyrr á tímum. Kröfúr nútímans kalla á fleiri úrræði en þær höfðu yfir að ráða og em ljósmæður dagsins í dag duglegar við að sækja endur- og símenntunamám- skeið. Also-námskeið var haldið í fyrsta sinn á Islandi í maí og er sagt frá því námskeiði á síðum blaðsins. I tengslum við afmælið stóð félagið fyrir ráðstefnu, bókaútgáfu, hátíðaraðal- fundi og veglegri afmælishátíð. Það er því ljóst að ljósmæðmm er fleira til lista lagt en að sinna hefðbundum ljós- mæðrastörfúm. Við gemm þessum viðburðum góð skil í blaðinu. Glöggt er gests augað segir máltækið og það hlýtur að vera jákvætt fyrir hverja stétt að láta nýja og ferska vinda streyma yfir sviðið öðm hvoru. Ljósmæður hafa í gegnum tíðina verið opnar fyrir nýjungum og tekið nýjum hugmyndum með opnum hug. En sumir þurfa að hafa meira fyrir hlutunum en aðrir og í pistli sínum segir Patrycja Wodkowska okkur frá leið sinni frá Póllandi að íslensku ljósmæðraleyfi en var sú leið þymum stráð. Ef Þuríður Bárðardóttir og stöllur hennar frá stofnfundi Ljósmæðrafélags íslands gætu fylgst með stöðu stétt- arinnar og framgöngu • félagsins í dag myndu þær vonandi segja að við höfum gengið veginn til góðs. Fyrir hönd ritnefndar sendi ég félags- mönnum sumarkveðju og vona að þið njótið blaðsins AKUREYRI 4 Ljósmæðrablaðið - Sumar 2009

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.