Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.06.2009, Blaðsíða 8

Ljósmæðrablaðið - 15.06.2009, Blaðsíða 8
Elisabeth Kubler Ross einn af merkilegri geðlæknum síðari ára setti fram 5 mismunandi stig sorgar sem syrgjandi gengur í gegnum á sorgarferli sínum. Nær væri þó að tala um flæði tilfinninga, sem minnir á sjávarföll þar sem skiptast á flóð og Ijara. M.ö.o. syrgjandinn sveiflast á milli vona og vonbrigða. Stigin eru: • Afneitunarstig • Reiðistig • Örvæntingarstig • Samningsstig • Viðurkenning-Sáttarstig Að mati Kiibler-Ross geta þessi mismunandi stig sorgar komið öðru hvoru, þau geta skarast en ganga ekki eftir ákveðnu mynstri. Vonin gengur eins og rauður þráður í gegnum allan sorgarferilinn að hennar mati, en kann að breytast á mismunandi stigum sorg- arinnar (Kiibler-Ross, 1969). Fyrir foreldra er það fæða andvana barn mikið áfall, þeir hafa ekki einungis misst bamið sitt heldur einnig þá framtíð sem fyrirsjáanleg var með barninu. Þótt bamið sé látið þá lifir minning þess alltaf hjá foreldrunum. Sorgarvinnan er mikilvæg til að vinna úr sárustu tilfinningum og fyrir foreldr- ana til að halda áfram lífínu, en barnið gleymist þó aldrei (Bragi Skúlason, 1990). Lífíð eftir missinn verður aldrei eins vegna þeirrar reynslu sem foreldr- amir ganga í gegnum, en lífíð heldur áfram. Þetta er áfall sem flest allir eru lengi að ná sér af og fæstir ná sér nokk- urn tímann að fullu (Worth, 1997). Tilfínningaleg viðbrögð foreldra getur verið ótti við sorgarferlið, ótti við fram- tíðina, vonbrigði, sorg, reiði, sjálfs- vorkunn, félagsleg einangrun, hjálp- arleysi og ásökun (Pairman, Pincombe, Thorogood og Tracy, 2006). Tilfínningamar reiði eru oft mjög óvæntar og erfíðar að eiga við. Feður og mæður geta fúndið fyrir reiði vegna missis bams og beinist þá reiðin gjarnan að læknum eða ljósmæðrum fyrir það að hafa ekki uppgötvað vandamálið sem varð til þess að barnið lést. Reiðin getur beinst að æðri máttarvöldum fyrir að hafa látið þetta gerast og jafnvel getur reiðin beinst að barninu sjálfu fyrir að hafa ekki lifað og fyrir það að yfírgefa foreldra sína (Henderson og Macdonald, 2004). Það er eðlilegt að vera mjög dapur, reiður og jafnvel að hafa sektarkennd. Margir foreldrar em að burðast með mikla sektarkennd sérstaklegar ef þau í upphafí hafa haft blendnar tilfínningar varðandi það að verða foreldrar. Foreldrarnir leita líka oft svara og spyrja sig erfíðra spuminga eins og „hvað gerði ég rangt?“ „Hvað ef ég hefði ekki ...?“ Hefði þetta þá ekki gerst? (Henderson og Macdonald, 2004). I rannsókn sem birtist í Family Relations 1992 og gerð var af Stinson, Lasker, Lohmann og Toedter var borin saman styrkur sorgarviðbragða móður og föður eftir andvana fæðingu. Sorgarskali vegna burðarmálsdauða „The Perinatal Grief Scale“ (P.G.S.) var notaður til að meta niðurstöður. Á þeim skala var litið til viðbragða foreldra í: 1. Virkri sorg, þ.e. grátur og hugsanir um bamið 2. Erfiðleika við einbeitingu 3. Örvænting 4. Annríki 5. Ótti 6. Sektarkennd 7. Skortur á lausnum 8. Vantrú /efí 9. Reiði 10. Einmanaleiki 11. Leiði og depurð Viðtölin voru gerð heima hjá foreldr- unum tveim mánuðum efitir að andvana fæðing hafði átt sér stað og aftur einu og tveimur árum síðar. í fyrstu umferð vom það 56 pör sem tóku þátt, ári síðar vom það 37 pör og að tveim árum liðnum voru 36 pör enn með í rannsókninni. I þessari rannsókn kom í Ijós að konumar skomðu áberandi hærri stig í öllum þáttum sorgarskalans í fyrstu umferð þ.e. tveim mánuðum efitir missinn. En í annari og þriðju umferð þ.e. einu og tveimur árum síðar var ekki marktækur munur á milli kynjanna. Niðurstaða rannsóknarinnar vom því á þá leið að konur létu í ljós meiri sorgarvið- brögð í byrjun en þau dvínuðu þegar á leið á meðan karlmennirnir skomðu næstum jafn mörg stig á sorgarskal- anum að tveim mánuðum liðnum og 8 Ljósmæðrablaðið - Sumar 2009

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.