Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.06.2009, Blaðsíða 12

Ljósmæðrablaðið - 15.06.2009, Blaðsíða 12
Ég tel það vera mikilvægt eins og komið hefur í ljós á síðari árum að foreldrar sem eignast andvana bam eignist sem flestar minningar um barnið. Vitna ég þá aftur í foreldra mína sem fengu ekki að sjá litlu stúlkuna sína né eiga áþreifanlegar minn- ingar um hana. Hún var ekki nefnd nafni eins og tíðkast í dag, en í þau skipti sem talað var um hana í mínum uppvexti var aðeins sagt „litla systirin“ sem dó. Þeir sem eignast bam í dag fá þær ráðlegg- ingar frá fagfólki að gefa baminu nafn, það sé mikilvægt því með því eigi foreldrarnir auðveldara með að tengja endurminningar sínar baminu. Samantekt Að missa bam er ein erfiðasta raun íyrir foreldra að ganga í gegnum, á því leikur engin vafí og það að fæða andvana bam er engin undantekning. Foreldramir upplifa mikla sorg og söknuð. Andvana fæðingar hafa átt sér stað frá örófí alda hvar sem er í heiminum. Aður íyrr var bamadauði nær fólki en nú á dögum þó lítið hafí verið rætt um þess konar reynslu. Rannsóknir á efni tengdu andvana fæðingum hafa aukist mikið á síðastliðnum árum og hafa umræður um þetta efni orðið opnari hin síðari ár og hlotið frekari viðurkenningu í samfélaginu. En umræður um andvana fæðingar er mjög viðkvæmt málefni og ekki siðferðilega rétt að meðhöndla það í tilraunastarfsemi eins og fram kemur hjá Gold o.fl., 2007. I þeim rannsóknum sem gerðar hafa verið á upplifun foreldra við andvana fæðingu hefur komið í ljós að munur er á kynjunum varðandi tjáningar á tilfínn- ingum sínum. Foreldramir upplifa sams konar einkenni en móðirin sýnir sterk- ari viðbrögð en feður. Samkvæmt Neill, 1998; Painnan o.fl., 2006, Stinson o.fl., 1992 telja feður sorgina frekar vera sitt einkamál á meðan mæður hafa meiri þörf fyrir að tjá sig og sækja oftar til stuðn- ingshópa með sorg sína. Með tilkomu breyttra viðhorfa sem orðið hafa og með aukinni þátttöku feðra í bameignarferl- inu hefur það leitt til þess að frekari viðurkenning hefúr hlotist í samfélaginu að feður sýni tilfínningar sínar í stað þess að loka þær inni. Það áfall sem hjón verða fyrir við að eignast andvana bam getur haft áhrif á hjónabandið en þá með þeim hætti að annað hvort styrkist sambandið við slíka raun eða hjón fjarlægjast hvort annað. Þegar feður loka á tilfínningar sínar og syrgja í þögn er aukin hætta á að það verði erfiðleikar í hjónabandinu því konan mistúlkar oft slíka hegðun foður- ins eins og honum „sé sama“. Það hefúr komið í ljós að feðmm er ekki sama, en þeir syrgja meira í þögn á meðan móðirin sýnir tilfinningar sínar. Ljóst þykir að feður fari í annað hlutverk en þeir vildu vera í, þ.e.a.s. hlutverkið að styðja og styrkja konuna en leyfa sér ekki að syrgja sjálfir. Þörf hins syrgjandi föður fyrir að tjá tilfinningar sínar getur stangast á við hina ríkjandi hugmynd um karlmannshlutverkið þar sem ætlast er til að hann sé sterkur og styðjandi við maka. Margir feður sýna sorg sýna með támm en þeir gera það síður en mæður (Mandell/McAnulty og Reece, 1980). I þessari ritgerð hef ég notað orðin „foreldrar / hjón“ og gefið mér að ég sé þá að tala um einstaklinga af sitt hvoru kyni. Nú er samfélag okkar mikið að breytast og nýlega farið að viðurkenna hjónaband samkynhneigðra. Leyfi hefúr einnig gefist fyrir því að konur geti farið í tæknifrjóvgun hvort sem þær eru einstæðar eða með maka. Þetta leiðir huga minn að því sem gæti verið fróðlegt að skoða nánar, þ.e. þegar tvær konur verða saman fyrir missir bams á meðgöngu eða fæðingu, upplifa þær þá samskonar sorgarviðbrögð? Sýna þær tilfinningar sínar báðar á svipaðan hátt eða gæti sú sem gengur með bamið og fæðir það sýnt sterkari sorgarviðbrögð heldur en sambýliskonan? Það væri áhugavert að skoða þetta nánar í framtíðinni Lokaorð I samfélagi okkar hafa greinilega orðið miklar breytingar varðandi viðhorf fólks til þeirra sem syrgja. Það er orðið „leyfilegt“ í dag að sýna tilfinningar sínar og það að eignast andvana barn er ekki lengur atburður sem „ekki var“ eins og tíðkaðist á ámm áður. Þá var reynt að hlífa foreldrum andvana bama við sorginni með því að tala sem minnst um atburðinn eins og var hjá foreldrum mínum. Ég veit að ljósmæður eru í lykilhlut- verki til að styðja foreldra í sorginni og að það er nærveran sem er þar stærsti þátturinn eins og í gegnum allt starf ljós- móðurinnar. Það em engin orð sem munu taka í burtu sársaukann sem parið finnur fyrir en að þau viti að einhver er til staðar og til að hlusta, hjálpar þeim mikið. Ljósmæður geta stutt vel við bakið á foreldrum í gegnum allt ferlið, veitt ráðgjöf og hjálpað þeim að stíga fyrstu skrefin eftir missinn. Heimildaskrá Badenhorst, W., Riches, S., Turton, P. og Hughes, P. (2006). The psychological effects of still- birth and neonatal death on fathers: Systematic review. Joumal of Psychosomatic Obstetrics and Gynecology, 27(4), 245-256. Badenhorst,W.og Hughes, P. (2007). Psychological aspects of perinatal loss. Best Practice & Research Clinical Obstetrics and Gynaecology, 21(2), 249-259. Bragi Skúlason. (2001). Sorg í Ijósi lífs og dauða. Reykjavík: Hagprent. Bragi Skúlason. (1992). Von. Reykjavík: Hörpuútgáfa. Bragi Skúlason. (1990). Missir bama. Ljós- mæðrablaðið, 3, 19-24 Callister, L. C. (2007). Perinatal loss: A family perspective. Joumal of Perinatal and Neonatal Nursing, 20(3), 227-234. Gold, K. J., Dalton, V. K. og Schwenk, T. L.,(2007). Hospital care for parents after perinatal death. American College of Obstetrics & Gynecology, 109(5) 1156-1166. Gunnar Biering. (1991). Að missa bamið sitt. Sótt 26.september af http://www4.landspitali.is/ lsh_ytri.nsf/timaritpages/T6B025461AADE7F 1000256F4F00428A5C/$ftle/missa_bamid_ sitt.pdf Hagstofa Islands (2008). Fæddir andvana. Sótt þann 27. september 2008 af http://www. hagstofan.is/Hagtolur/Mannfjoldi/Faeddir-og- danir Henderson, C. og Macdonald, S. (2004). Mayes'Midwifery: A Textbook for Midwifey. London: Elsevier Limited. Observations. Kubler-Ross, E. (1969). On death and dying. New York: Macmillan Litlir englar. (e.d.). Litlir englar. Sótt þann 30. September 2008 af http://www.litlirenglar.is Mandell, F., McAnulty, E. og Reece, R. (1980). Observation of patemal responset to sudden unanticipated infant death. Pediatrics, 65(2), 221-225 0‘Neill, B. (1998). A father's grief: Dealing with stillbirth. Nursing Fomm, 33(4), 33-37. Pairman, S., Pincombe, J., Thorogood, C. og Tracy, S. (Ritstjórar). (2006). Midwifery: Preparation for Practice. Australia: Elsevier. Ragnheiður 1. Bjarnadóttir, Guðrún Garðarsdóttir, Alexander K. Smárason og Gestur I. Pálsson. (2006). Skýrsla frá fræðingaskráningunni fyrir árið 2006. Reykjavík: Kvennadeild og Bama- spítali Hringsins Landspítall-Háskólasjúkrahús. Samuelsson, M., Rádestad, I. og Segesten, K. (2001). Awaste oflife: Fathers* experience of losing a child before birth. Birth, 28(2), 124-130. Stinson, K. M., Lasker, J. N., Lohmann, J. og Toedter, L. J. (1992). Parents* grief following pregnancy loss: A comparison of mothers and fathers. Family Relations, 41(2), 218-223. Worth, N. J. (1997). Becoming a father to a still- bom child. Clinical Nursing Research, 6(1), 71-89. 12 Ljosmæðrablaðið - Sumar 2009

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.