Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.06.2009, Blaðsíða 35

Ljósmæðrablaðið - 15.06.2009, Blaðsíða 35
Jóga á meðgöngu og upplifun fæðingar "...Að fagna verkjum, bjóða þá velkomna og anda" Höfiindur: Hildur Aðalheiður Armannsdóttir Leiðbeinandi: Dr. OlöfAsta Olafsdóttir Þetta lokaverkefni er ffæðileg samantekt um jóga á meðgöngu og upplifun af fæðingu. Tilgangur verk- efnisins er tvíþættur, annarsvegar að fjalla um meðgöngujóga og áhrif þess á þungaðar konur, bamið og fæðinguna og hins vegar að skoða upplifun þeirra kvenna af fæðingum, sem stundað hafa jóga á meðgöngu. Allar rannsóknir sem gerðar hafa verið um jóga á meðgöngu mæla með ástundun jóga og það er ekkert sem bendir til að konur megi ekki stunda jóga á meðgöngu. Það sem var sameiginlegt með fæðingasögunum var að konurnar upplifðu allar sína fæðingu jákvætt, höfðu mikla trú á eigin getu og traust á líkamanum og þeim fannst jóga hjálpa sér í gegnum fæðinguna. Þær nýttu sér margt úr tímunum svo sem: haföndun, slökun, jákvæða hugarfarið, andlega undirbúninginn, tenginguna inn á við, þriðja augað, fræðsluna og samvinnuna við bamið. Margt er líkt með hugmyndafræði jóga og ljós- mæðra hvað varðar áherslu á heildrænt lífeðlislegt bameignarferli, sjálfstæðar ákvarðanir og styrkingu kvenna. Dúlur: Áskorun eða ógnun við Ijósmæður? Höfundur: Hrafnhildur Margrét Bridde Leiðbeinandi: Dr. Olöf Asta Olafsdóttir Þetta er fræðileg úttekt á hlutverki dúla, áhrifum á fæðinguna og upplif- unum kvenna. Dúlum fjölgar og umfjöllunin svarar því hvort þær ógni ljósmæðrum eða séu einungis áskonun um að sinna samfelldri þjónustu og yfir- setuhlutverkinu. Dúla þýðir kona sem hugsar um konu. Nútíma skilgreiningin er stuðningsaðili í barneignarferlinu sem veitir samfelldan stuðning, sálrænan og líkamlegan. Rannsóknir sýna minni inngripa- og keisaratíðni, styttri fæðingar og færri vökudeildarinnlagnir, sérstaklega ef dúlur eru ekki stofn- anabundnar, byrja stuðninginn snemma og hjá félagslega illa stöddum konum. I spítlalaumhverfmu eiga ljósmæður erfitt með að mæta væntingum og þörfúm kvenna um samfellda þjónustu í gegnum bameignarferlið og yfirsetu í fæðingu. Þar ógna dúlur Ijósmæðrum. Askorunin or sú að ljósmæður viðurkenni góð áhrif dúla, vinni jafnvel með þeim til hags- bóta íyrir konur en leiti jafnframt leiða til þess að standa vörð um starf sitt, efla samfellda þjónustu og vernda yfirsetu- hlutverkið. Mænurótardeyfing í fæðingu: Reynsla frumbyrja Höfundur: Þórunn Pálsdóttir Leiðbeinandi Helga Gottfreðsdóttir, lektor Notkun mænurótardeyfingar í fæðingum á kvennasviði LSH hefur aukist á síðustu árum. Sú þróun hefur orðið samfara aukinni notkun á óhefð- bundnum verkjameðferðum. Tilgangur Halldóra Kristín flytur sitt erindi. þessarar rannsóknar var að kanna reynslu fmmbyrja af mænudótardeyfingu í fæðingu. Jafnframt því að þróa viðtals- ramma fyrir slíka rannsókn. Niðurstöður sýna að reynsla tveggja fmmbyrja af notkun mænurótardeyfmgu í fæðingu er jákvæð en önnur þeirra lýsti neikvæðum tilfinninum eftir fæðinguna yfir því að hafa þurft að nýta sér mænurótardeyf- inguna. Akvarðanataka um að þiggja mænurótardeyfingu er flókið fyrirbæri þar sem margir þættir hafa áhrif. Þar ber hæst þætti eins og að önnur verkjameð- ferð skilaði ekki nægum árangri, lang- dregin hægur fasi og verkir. Konurnar upplifðu sig við stjórn í fæðingunni og vom ánægðar með stuðning sinna ljós- mæðra. Reynslusögur og ráðleggingar fjölskyldu og vina hafa mikil áhrif á frumbyrjur þegar kemur að því að velja mænurótardeyfingu í fæðingu. Allar konurnar höfðu sótt foreldrafræðslu- námskeið. Rannsóknin gefurtilefni til að skoða ákvarðanatöku um val á mænurót- ardeyfingu frá ýmsum sjónarhornum. Langtímaafleiðingar grind- arbotnsskaða eftir fæðingar Höfundur: Sigrún Rósa Vilhjálmsdóttir Leiðbeinandi: Sigfríður Inga Karlsdóttir, lektor við HA Hluti kvenna glímir við afleiðingar grindarbotnsáverka í fæðingum árum saman sem valda marvíslegum óþæg- indum. Tilgangur verkefnisins var að skoða langtímaafleiðingar áverka sem verða í fæðingum, á grindarbotn og aðlæg líffæri, helstu orsaka- og áhættuþætti og hvort mögulegt sé að draga úr þessum afleiðingum með einhverjum hætti. Þvagleki, hægðaleki, sig á grindarbotns- líffærum og kynlífsvandamál er það sem truflar daglegt líf kvenna mest og minnkar lífsgæði en í því felst meðal annars félagsleg einangrun, minni starfs- geta og andleg vanlíðan. Algengustu orsaka- og áhættuþættir skaða á grind- arbotnslíffærum eru áhaldafæðingar, einkum notkun fæðingatanga, spang- arskurðir, langt annað stig fæðingar, stór böm og fæðing fyrsta barns. Rétt grein- ing á ákverkum og vönduð viðgerð á þeim er miklvæg til að koma í veg fýrir langtímaáhrif, einnig að forðast að stýra konum í rembingshríðum og fæðing- arstellingar geta skipt máli. Kröfur kvenna um að fæða með keisarskurði til þess að komast hjá áverkum á grind- arbotn verða æ algengari og í sumum tilfellum kemur það í veg fyrir áverka, en hafa ber í huga að keisaraskurður er stór aðgerð og ekki áhættulaus, því er álitamál hvort hann er réttlætanlegur í þeim tilgangi. Líklega mun aldrei verða hægt að koma í veg fyrir langtíma- afleiðingar grindarbotnsskaða en flest bendir til að hægt sé að draga úr þeim að einhverju leyti. Fæðingarsögur og reynsla norð- lenskra kvenna af barnsfæðingu fjarri heimili, samfélagi og fjöl- skyldu Höfundur: Inga Sigríður Arnadóttir Leiðbeinandi Dr. Olöf Asta Olafsdóttir Þjónusta á landsbyggðinni hefur verið dregin saman hér á landi með öryggis- og hagræðingarsjónarmið í huga. Því þurfa konur oft að ferðast langar vegalengdir og jafnvel að flytja að heiman í einhvem tíma fyrir fæðingu. Þetta verkefni er hluti af stærri rann- sókn um þetta efni á Islandi. Þýði rann- sóknarinnar vom konur sem höfðu fætt bam fjarri heimabyggð á Norðurlandi á síðustu 18 mánuðum, tekin voru viðtöl við 6 konur. Greind voru 8 meginþemu ásamt fjölda undirþema. Umönnun og stuðning fengu konumar helst frá nærfjölskyldu. Fæðingarstaður var talinn öruggur ef hátækni væri til staðar með reyndu og hæfú starfsfólki sem og að samgöngur væra góðar til og frá fæðingarstað. Tillögur að bættri þónustu felast í að bæta samskipt og upplýs- Ljósmæðrablaðið - Sumar 2009 3 5

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.