Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.06.2009, Blaðsíða 34

Ljósmæðrablaðið - 15.06.2009, Blaðsíða 34
Lokaverkefni Ijósmæðranema 2009 Inga Sigríður, Arney, Hanna Rut, Hrajnhildur K., Erla Rún, Hrafnhildur Margrét, Harpa Ósk, Halldóra Kristín, Hildur Aðalheiður, Hallfríður, Þórunn og Sigrún Rósa. Kynrting á lokaverkefnum Ijós- mœðranema fór fram í Eirbergi 22. maí 2009. Flutt voru 11 verkefni en í vor útskifast 12 Ijósmœður. I þessari grein verður stiklað á stóru um hvert verkefni, sem voru fjölbreytt að vanda. 1 lok dagsins var athöfn þar sem nýjar Ijósmæður fengu m.a. merki félagsins afhent. Síðar um kvöldið var gleðskapur sem stóð lengi frameftir, þar sem komu saman Ijósmœður, kennarar og aðstand- endur hinna nýútskrifaðra Ijósmœðra. Ritnefnd Ljósmœðrablaðsins óskar nýútskrifuðum Ijósmœðrum til hamingju með áfangann. Upplýsingaöflun verðandi mæðra um fósturskimun/sónar á fyrsta þriðjungi meðgöngu Höfundur: Hanna Rut Jónasdóttir Leiðbeinendur: Helga Gottfreðsdóttir, lektor og Hildur Kristjánsdóttir, aðjunkt. Megintilgangur þessarar forrann- sóknar felst annars vegar í að skoða hvaðan konur fá upplýsingar um fóstur- skimun og hins vegar á hvem hátt og hvaðan þær óska eftir að fá þær upplýsingar. Helstu niðurstöður vom að llestar höfðu fengið upplýsingar um fósturskimun frá Ijósmóður eða 69,1% en 66,7% af netinu. Frá vinunr fengu 57,1% upplýsingar, 47,6 % frá fæðingar- og kvensjúkdómalækni og að lokum 38,1% úr bæklingi. Konurnar vilja helst fá upplýsingar bæði munnlega og skriflega. Konur vilja fá upplýsingar á fleiri en einn hátt. Flestar konur álitu munnlegar upplýsingar mikilvægastar en upplýsingar á skriflegu formi íylgdu fast á eftir og þá samhliða munnlegum upplýsingum. Foreldrafræðslunámskeið: Aðgengi að upplýsingum og ástæða þátttöku íslenskra foreldra Höfundur: Halldóra Kristín Halldórsdóttir Leiðbeinandi: Helga Gottfreðsdóttir Tilgangur rannsóknarinnar var að fá upplýsingar um aðgengi íslenskra verð- andi foreldra að upplýsingum um foreldra- lfæðslunámskeið, ásamt því að komast að ástæðum lyrir þátttöku. Rannsóknin er hluti af stærra verkefni sem felur í sér að skoða notagildi fæðingarfræðslunám- skeiða frá sjónarhomi foreldra. Niður- stöður sýna að aðgengi að upplýsingum um foreldraffæðslunámskeið er mjög gott þar sem flestir foreldrar fá upplýsingar um námskeiðin hjá ljósmóður. Tæplega helm- ingur taldi sig fá góðar útskýringar hjá ljósmóður varðandi innihald námskeið. Helstu ástæður lyrir þátttöku voru að þiggja þá ffæðslu sem í boði var, til að minnka kvíða og áhyggjur og að heil- brigðisstarfsfólk mælti með námskeið- inu. Stór hluti feðra fór á námskeið vegna hvatningar frá maka. Foreldrum fannst almennt mjög mikilvægt að geta tekið þátt í námskeiðunum. Ofbeldi er meðgönguvandamál: Nálgun Ijósmæðra í meðgöngu- vernd Höfundur: Hallfríður Krisín Jónsdóttir Leiðbeinendur: Sigríður Sía Jónsdóttir, Ijós- móðir ogHelga Gottfreðsdóttir, lektor. Tilgangur þessarar eigindlegu rann- sóknar var að skoða nálgun ljósmæðra í meðgönguvemd á viðfangsefninu ofbeldi í nánum samskiptum. Leita Ijós- mæður eftir upplýsingum um ofbeldi í meðgönguvemd og eru einhveijir þættir sem hindra þær í að spyija? Markmið rann- sakanda var að vekja athygli á stöðunni í meðgönguvemd hérlendis. Niðurstöður leiddu í ljós að ljósmæðrunum fannst mikilvægt að allar konur á meðgöngu væm spurðar um ofbeldi. Skiptar skoð- anir vom á því hvenær og hvemig best væri að spyija og hvemig skrá ætti ofbeldi í meðgönguskrána. Nokkrir þættir hindr- uðu þær í að spyija eins og viðkæmni málefnisins, timaskortur og viðvera bams- föður. Þörf á aukinni þjálfún, æfmgum og ffæðslu fyrir ljósmæður um ofbeldi kom skýrt ffam. Atriði sem munu stuðla að því að ljósmæður leiti upplýsinga um ofbeldi á meðgöngu voru nokkur. Að skipulagt sé að konan komi einhvem tímann ein og að gert sé ráð fyrir reit í mæðraskránni em leiðir sem mundu hjálpa ljósmæðmm. 34 Ljósmæðrablaðið - Sumar 2009

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.