Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.06.2009, Blaðsíða 36

Ljósmæðrablaðið - 15.06.2009, Blaðsíða 36
Hildur Adalheiður í jógaumjjöllun. ingaflæði milli fagfólks, tryggja fræðslu um hvað væri í boði og hvernig væri best staðið að ferðalagi á fæðingarstað. Stemma stigu við og/eða auka fjölda minni fæðingarstaða, bæta samgöngur að stærri fæðingarstöðum og að bjóða upp á heimafæðingar og heimaþjónustu í heimabyggð. Fæðingarheimili: valkostur fyrir konur? Höfurnur: Erla Rún Sigurjónsdóttir Leiðbeinandi: Dr. Olöf Asta Olafsdóttir Frá því að Fæðingarheimili Reykjavíkur var lagt niður árið 1995 hefur íslenskum konum ekki boðist að fæða á sjálfstætt starfandi fæðingarheim- ili. Fæðingarheimili hafa þó marga kosti fyrir konur í barneignarferli hvort sem um er að ræða frístandandi einingar eða fæðingarheimili sem tengjast sjúkra- húsum á einn eða annan hátt. Mark- mið þessarar ritgerðar er meðal annars að gera grein fyrir meðferð, útkomu fæðinga og ánægju með þjónustu á Ijósmæðrastýrðum fæðingarheimilum. Konur eiga rétt á að hafa val um fæðing- arstað og mörgum þeirra finnst fæðing- arheimili íysilegur kostur. Anægja kvenna með þjónustu fæðingarheim- ila sem byggja á ljósmóðurfræðilegri nálgun er einnig mikil. Fæði konur á fæðingarheimilum nýta þær frekar nátt- úrulegar leiðir til verkjastillingar og fá síður sterk verkjalyf og mænurót- ardeyfingu. Meiri líkur eru á eðlilegum fæðingum en áhaldafæðingar og keis- araskuðir eru færri. Böm sem fæðast á fæðingarheimilum eru frekar brjóstfædd en böm kvenna í áhættulitlum fæðingum á sjúkrahúsum. Engin rök em fyrir því að konum ætti ekki að bjóðast þessi valkostur í bameignarferlinu. Þórunn tilbúin að svara fyrirspurnum. "Þetta er ekki hættulegt" Viðhorf og reynsla kvenna sem fæða fjarri hátækni Höfundar: Arney Þórarinsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir Leiðbeinandi: Dr. Olöf Asta Olafsdóttir Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna viðhorf og reynslu kvenna af fæðingum fjarri hátækni. A undan- fömum árum hefur fæðingarstöðum á landsbyggðinni verið að fækka. Umræða þessu tengd hefúr að mestu snúist um öryggi í fæðingu sem gjaman hefur verið tengd við hátækni. Því er mikil- vægt að varpa ljósi á, í hverju konur sem fæða fjarri hátækni fmna öryggi. Stuðst var við eigindlega aðferðarfræði og var úrtak þægindaúrtak. Tekin voru hálfstöðluð viðtöl við 7 konur sem fætt höfðu bam/böm á síðastlinum fimm ámm á Höfn í Hornafriði. Við grein- ingu viðtalana var lögð áhersla á að lýsa innihaldi þeirra. Niðurstöðum var skipt í fjögur megin þemu sem endurspegl- uðu efnisþætti viðtalanna: 1) Sjálfsögð gmnnþjónusta „svo við getum verið hér“ 2) „Frábær reynsla“ 3) Fær og ömgg ljósmóðir 4) Akvörðunin „þetta er ekki hættulegt“ Niðurstaða rannsókn- arinnar er í stuttu máli sú að konumar í rannsókninni telja að fæðing sé eðlileg- asti hlutur í heimi. Þær telja sér og sínum best borgið í ljósmæðraþjónustu í sinni heimabyggð, hjá Ijósmóður sem þær treysta, í samfélagi sem þær þekkja, nálægt fjölskyldum sínum. Þær upplifa sig öruggar í sínu samfélagi og eðlileg fæðing Qarri hátækni er fyrir augum kvennanna ekki hættuleg. Heyra Ijósmæður raddir heyrn- arlausra kvenna? Reynsla heyrn- arlausra kvenna af barneign- arferlinu. Höfundur: Harpa Osk Valgeirsdóttir Leiðbeinandi: Helga Gottfreðsdóttir Tililgangur þessarar rannsóknar var að þróa viðtalsramma fyrir upplýs- ingaöflun um reynslu heymarlausra kvenna af meðgöngu, fæðingu og sæng- urlegu og að skyggnast inn í hugarheim heyrnarlausra kvenna og skoða samband þeirra við ljósmæður. Tekin voru djúp- viðtöl við 3 heymarlausar konur ásamt því að taka saman fræðilega úttekt á rannsóknum. Niðurstöður rann- sóknarinnar sýna að aðgangur heym- arlausra kvenna að heilbrigðiskerfínu er takmarkaður. Annars vegar vegna hindr- ana í kerfínu og viðmóti starfsfólks, og hins vegar vegna samkiptaörðugleika. Hjá heymarlausum konum felst öryggi helst í árangursríkum samskiptum, góðri fræðslu og túlkaþjónustu. Það eykur öryggistilfínningu að þekkja ljósmóð- urina og hafa aðgang að henni með SMS, MSN eða tölvupósti. Ljósmæður þurfa að þekkja bakgrunn heyrnarlausra og virða táknmál sem þeirra móðurmál til að efla sjálforyggi þeirra og stuðla að ánægjulegri upplifún. Aðferðir eins og að skrifa á miða, treysta á varalestur eða nota fjölskyldumeðlimi sem staðgengla túlka em óásættanlegar. Nauðsynlegt er að auka notkun túlka hjá inniliggj- andi konum, ekki bara fyrir fæðingu og útskriftarfræðslu. 36 Ljósmæðrablaðið • Sumar 2009

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.