Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.06.2009, Blaðsíða 5

Ljósmæðrablaðið - 15.06.2009, Blaðsíða 5
ÁVARP FORMANNS LMFÍ Nú eru góð ráð (ó)dýr Það er ólíklegt að þær 20 ljósmæður sem komu saman þann 2. maí 1919, hafi gert sér grein fyrir að 90 árum síðar væri enn haldið upp á þennan fund þeirra, stofn- fund Ljósmæðrafélags Islands. Stór- huga konur, flestar nýútskrifaðar ljós- mæður, sem brutu blað í langri sögu íslenskra ljósmæðra. Og svo sannarlega hafa ljósmæður haldið veglega upp á þetta merkisafmæli með bókarútgáfú, ráðstefnu, hátíðarkvöldverði og hátíð- araðalfundi og við erum ekki hættar. Mikil gróska er í fagmálum ljósmæðra sem glögglega mátti heyra á afmælis- ráðstefnunni. Það er engan bilbug að finna á ljósmæðrum þrátt fyrir að hinir efnahagslegu himnar hrynji yfir okkur. Okkar fagmennska er nefnilega ekki kostnaðarsöm og vafalaust með bestu ljárfestingum sem heilbrigðiskerfið getur gert því störf okkar og faglegu áherslur spara peninga. Ljósmæður eru sammála um að við bíðum ekki eftir að aðrir segi okkur hvernig við getum hagrætt í okkar starfi á niðurskurð- artímum, heldur er það heillavænlegra að leggja sjálfar fram hugmyndir að faglegri hagræðingu sem stendur vörð um þá grunnheilbrigðisþjónustu sem bameignarþjónusta er. Þær ljölmörgu hugmyndir sem fram komu á afmæl- isráðstefnunni og eru nú komnar á aðgerðarlista ljósmæðra, miða allar að EFLING STÉTTAR FÉLAG BONUS Guðlaug Einarsdóttir formaður Ljósmæðrafélags Islands ódýrara, aðgengilegra og faglegara heil- brigðiskerfi. Kannski eru spamaðartímar jafnvel besti jarðvegur ljósmóðurfæðinnar sem hefur þann einlæga og kostanaðarlitla kjama að standa vörð um eðlilegt bam- eignarferli af fagmennsku og hugsjón. Þó ekki viðri til kauphækkana er fagstyrking stéttarinnar jafnvel trygging á framtíðar atvinnu. Þetta á sérstaklega við á landsbyggðinni þar sem illa ígmnd- aður spamaður gæti hæglega snúist upp í andhverfu sína ef hann er gerður af vanþekkingu á barneignarþjónustu. Það er dýrt að spara grunnheilbrigðisþjón- Eirberg Heilbrigðisstofnun Suðurlands ustu eins og ljósmæðraþjónustu. Nýlegt dæmi um sjúkraflug með bamshafandi konu sem Ijósmóðir hefði hæglega getað úrskurðað heilbrigða (hefði ljósmóðir verið tiltæk), sannar enn einu sinni að ljósmóðurleysi er gífurlega dýrt fyrir byggðir landsins. Ágætt enskt spakmæli á hér vel við: So you think education is expensive - try ignorance! Ljósmæður munu standa vörð um grunnheilbrigðisþjónustu og vera ráðgefandi fyrir heilbrigðisyfirvöld um faglega hagræðingu enda tilkynnti heilbrigðsráðherra þá ákvörðun sína á hátíðaraðalfúndi félagsins að verða við þeirri beiðni Ljósmæðrafélagsins að helja samvinnu um stefnumótun í bam- eignarþjónustu. Hvenær brýtur maður blað og hvenær brýtur maður ekki blað? Það fær tíminn kannski helst útkljáð en ákvörðun hvers og eins og sömuleiðis Ijósmæðrastétt- arinnar í heild, hlýtur að vera þunga- miðjan í því hvort ljósmæður munu nú brjóta blað í þróun bameignarþjónustu hér á landi, þrátt fyrir efnahagsþreng- ingar eða kannski einmitt vegna þess að nú hafa heilbrigðisyfirvöld ekki efni á öðru en að hlusta á okkur. Nú em góð ráð ekki dýr - heldur einmitt mjög ódýr. LÍFLAND - betri búnaöur icepharma Bætt líðan • Betra líf Ljósmæðrablaðið - Sumar 2009 5

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.