Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.06.2009, Blaðsíða 31

Ljósmæðrablaðið - 15.06.2009, Blaðsíða 31
'f Minning. Hjördís Karlsdóttir Geturðu sofið um sumarnœtur? -senn kemur brosandi dagur. — Hitnar þér ekki um hjartarœtur, hve heimur vor er fagur? Finnurðu hvað það er broslegt að bogna og barnalegt að hræðast, er Ijósmóðurhendur himins ogjarðar hjálpa lífinu að fæðast? Er ekki gaman að eiga þess kost að orka þar nokkru í haginn, og mega svo rólegur kveða að kvöldi meó kœrri þökk jyrir daginn? Þessar kunnugu ljóðlínur og spumingar Sr. Sigurðar Einarssonar í Holti koma upp þegar hugurinn leitar til Hjördísar Karlsdóttur ljósmóður, sem hefði nú á bjartri sumamóttu orðið 74 ára. Hjördís er okkur mörgum ljós- mæðrum minnisstæð. Hún var sjálf- stæð, myndarleg og skemmtileg. Ömgg og fær í ljósmóðurstarfinu miðlaði hún af mikilli þekkingu og reynslu. Þegar nám ljósmæðra fluttist í Háskóla Islands árið 1996, var það gefið og sjálfsagt að til hennar væri leitað um kennslu í ljós- móðurfræði bæði bóklega og verklega. Til að mynda var reynsla hennar og sérþekking í sitjandafæðingum mikil og ekki vílaði hún fyrir sér að halda fyrir- lestra og safna saman miklu efni fyrir nemendur. Henni var í mun að þekking og reynsla ljósmæðra í fæðingarhjálp í sitjandafæðingum glataðist ekki. Hjördís tengdi saman kynslóðir ljós- mæðra í námi og starfi á fæðingardeild Landspítala og árið 2008 varð hún 50 ára ljósmóðir. Hún fylgdist vel með og mætti eins og oft áður á málstofúna til að hlusta á verðandi ljósmæður kynna lokaverkefni sín. Þar samfagnaði hún með nýjum ljósmæðrum og stolt af þeim talaði hún til þeirra og hvatti með öryggi kvenna og hag barna þeirra fyrir brjósti. Hjördís er sofnuð svefninum langa og minningar um hana lifa. Hún hafði sannarlega „ljósmóðurhendur himins og jarðar er hjálpa lífinu að fæðast“. Fyrir hönd námsbrautar í ljósmóðurfræði við Háskóla Islands, þakka ég „fyrir daginn“ og mikilvægt framlag hennar til mennt- unar ljósmæðra. ÓlöfÁsta Ólafsdóttir, námsbrautarstjóri f Minning .—.. Kristrún Bóasdóttir Ljósmœðrablaðinu barst fyrir skömmu minningargrein sem skrifuð var um Kristrúnu Bóasdóttur sem lést 1927, einungis 35 ára frá mörgum ungum börnum. Kristrún var Ijósmóðir í Reyð- arjjarðarumdœmi frá 1903 - 1927 og er athyglisvert að finna tíðarandann sem skín í gegn í þessari stuttu grein. Greinin er birt með góðfúslegu leyfi. Ég kom til Reyðarljarðar sumarið 1926, þar sem æskustöðvar mínar eru og þær heilsuðu mjer með blíðu og glaða sólskini. Fjöllin gnæíðu há og tiguleg og spegluðu sig í lygnum firðinum. Óteljandi myndir frá æskudögum mínum komu mér ' hug, ég hefði vel getað talið sjálfri mjer trú um að ég væri aftur orðin bam. Lífið er stundum vakandi draumur. Ég leit yfir byggðina. Sólin faðmaði hana að sjer í ástúð Guðs eigin kærleika - kyrrðin var fögur. Undir háu klettóttu fjalli stendur lítill bær í grænni laut. Hamraborgir risavax- inna kletta lykja hann örmum, hvítfyss- andi elfúr steypast ofan liáa stalla, vökva grænar brekkur og breiðast um grýttar sandbomar eyrar, uns þær ná takmarki sínu og blandast hinum blálygna sæ. Ég gekk upp með ánni. Ég hafði gaman af að horfa á hvemig vatnið velti sjer yfír jarðföstu björgin í árbotninum, og bmnaði áfram með hávæmm söng, og áin minnti mig á að “straumur tímans stöðvast eigi“ og hugur minn barst til horfinna stunda. Ég sá hversu sá staumur hafði borið á brott svo marga, sem áður höfðu fagnað mjer á þessum slóðum. Ég gekk heim að bænum um gróð- urríkt tún sem bar þess menjar að iðju- samar hendur höfðu ámm saman hirt það og ræktað. Gulir sóleyjakollamir bærðust í sumar- blænum sem bar með sjer ilm og angan. Ég nam staðar utanvert á hlaðinu. - Mér finnst ég standi þar aftur núna og sjái vinkonu mína koma á móti mér með bros á brá og blíða svipinn í góðlega andlitinu, með friðarmerki Drottins í dökku, dúpu augunum. Ég bjóst við henni svona. Ég þekkti hjartalag hennar og trúar- traustið. Ég vissi að hún átti ömggt hæli í öllum þrautum og sorgum, ég vissi að hún átti Jesúm Krist fyrir „einkavin í hverri þraut“. Við leiddumst eins og systur í bæinn, litla bæinn hennar, þar Ljósmæðrablaðið - Sumar 2009 3 1

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.