Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.06.2009, Blaðsíða 25

Ljósmæðrablaðið - 15.06.2009, Blaðsíða 25
Heiðursfélagar í Ljósmæðrafélagi fslands Þrjár konur gerðar að heiðursfélögum 2. maí 2009 Asta Gísladóttir, Aslaug Hauksdóttir og Margrét Þórhallsdóttir eftir að hafa tekið vió heiðursmerki Ljósmœðrafélags Islands Áslaug Hauksdóttir Ijósmóðir Aslaug er fœdd að Hvanneyrí í Borg- arfirði hinn 20. apríl 1944. Foreldrar hennar voru Haukur Jörundsson, kenn- ari á Hvanneyri og skólastjóri á Hólum í Hjaltadal og Astríður Sigurmund- ardóttir, hjúkrunarfræðingur. Böm Aslaugar em: Mörður fæddur 1970 og Daði fæddur 1973. Aslaug lauk ljósmóðurprófí frá Ljós- mæðraskóla íslands hinn 30. september 1966 og hjúkrunarprófí frá Nýja hjúkr- unarskólanum í apríl 1981. A sínum farsæla starfsferli hefúr Aslaug unnið að fjölbreyttum störfúm á sviði ljósmóðurfræðinnar og sinnt mörgum félags- og trúnaðarstörfum fyrir Ljósmæðrafélagið. Einnig hefúr hún komið að félagsmálum bæði á Akureyri þar sem hún bjó og starfaði um nokkurra ára skeið sem og í flokkspólitík fýrir Vinstri Græna í sínu kjördæmi. Aslaug var um skeið aðstoðardeild- arstjóri kvenlækningadeild Landspít- alans og deildarstjóri á göngudeild mæðraverndar á Landpítalanum og einnig var hún fyrsti deildarstjóri tæknifrjóvgunardeildarinnar þegar hún tók stil starfa árið 1991. Nokkmm ámm síðar söðlaði hún um og hélt til Danmerkur þar sem hún kynntist miklum áhrifavaldi - notkun vatnsbaða í fæðingu. Áslaug flutti þessa nýjung með sér til Islands og þrátt fyrir miklar mótbámr ýmissa stétta við þessa öflugu verkjameðferð tókst henni með harðfylgi að innleiða notkun vatns í fæðingum bæði á Sjúkrahúsi Suðurlands á Selfossi - þar sem fyrsta vatnsfæðing innan stofnunar átti sér stað í febrúar 1997 og síðan í Keflavík um ári seinna. í kjölfarið hafa flestar fæðingadeildir landsins tekið upp notkun vatnsbaða til að lina hríðaverki og þykir ekki lengur tiltökumál þótt bam fæðist í vatni. Síðustu árin hefur Áslaug einbeitt sér að þjónustu við þær konur sem kjósa að fæða böm sín heima, en þeim fjölgar jafnt og þétt. Er það ekki síst að þakka því góða orði sem fer af störfum Áslaugar og því öryggi sem konur fínna í umönnun hennar. Því þótt Áslaug sé áræðin hefur hún að sama skapi góða eðlisgreind og innsæi og er því ömgg og listagóð ljósmóðir. Það sem mætti helst segja að einkenni ljósmóðurferil Áslaugar er kjarkur. Áslaug hefur staðið í stafni i baráttu fyrir bættum hag kvenna í bameignarferlinu, auknu valfrelsi í fæðingum og umræðu um þau mál sem standa ljósmæðmm næst - þ.e. listina að vera með konu á þessum örlagaríku tímum í lífínu. Dagný Zoega Ljósmæðrablaðið - Sumar 2009 25

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.