Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.06.2009, Blaðsíða 33

Ljósmæðrablaðið - 15.06.2009, Blaðsíða 33
Oddrún - Félag Ijósmæðranema Formlega komnar á 2.ár — Efri röð t.v. Guðrún Huld, Guðrún, Ólafia, Ingibjörg, Oddný, Maria, Guðlaug. Neðri röð t.v. Hrafnhildur, Sigríður, Elín Arna. Það var með mikilli tilhlökkun sem við nýnemar mættum í fyrstu heimsókn í kennslustofu ljósmæðra í Eirbergi þann 23. maí 2008. Reyndar höfðum við komið í stofuna einu sinni áður, það var í viðtal við Ólöfti Astu og Helgu Gottfreðsd. vegna umsóknar í ljósmóð- urfræði en þá vorum við allar svo stress- aðar og tókum ekki eftir neinu öðru í kringum okkur en þeim tveim. Við vorum fimm af tíu sem gátum komið í þessa flottu móttöku „eldri systra“ sem tóku einstaklega vel á móti okkur með hlaðborði af kræsingum sem hefði getað mettað mikið fleiri munna en okkar. Við fengum þarna af því lfegnir að með okkur í náminu yrðu tveir ijarnemar af Austurlandi og leist okkur vel á það. Eldri systur okkar eru tólf, og voru því einhverjar í okkar hópi svo ljónheppnar að eignast tvær systur en þær liafa allar reynst okkur „yngri“ einstaklega vel. I móttökunni sem þær héldu okkur þann 23. maí kynntu þær námið vel og leiddu okkur í allann sannleikann varðandi kennsluna, bókakaup og svo auðvitað félagslífið. Þær sögðu okkur frá Oddrúnu, félagi ljósmæðranema og netsíðu félagsins sem þær stöllur (með Hörpu Ósk í fararbroddi fylkingar) höfðu útbúið sérstaklega fyrir ljósmæðranema. Okkur langar að segja ykkur, lesendum blaðsins, aðeins nánar frá netsíðu Oddrúnar. Við fyrsta árs nemar fengum afhent lykilorð til að komast inn á þessa spjallsíðu sem inniheldur miklu meira en spjall því þar er að fínna upplýsingar um flest sem tengist ljósmæðranám- Frá árshátíð Oddrúnar. inu. Þar voru stelpumar búnar að setja inn ýmis verkefni sem þær höfðu gert, áhugaverðar greinar, myndbönd um fæðingar, áhugaverða tengla, ana- tomiu, persónulegar upplýsingar ásamt myndum af bömum þeirra, myndir úr félagslífmu og meira að segja uppskriftir en það er nú eitthvað sem við konur höfum alltaf endalausan áhuga á . Síðast en ekki síst er á Oddrúnar síðunni blogg og spjalldálkar sem við getum nýtt okkur með því að setja inn spumingar og ábendingar sem við viljum koma á framfæri. Þetta eru læstir spjalldálkar, þ.e. annað árið er með spjalldálk fyrir sig sem við yngri nemar getum ekki séð og svo öfugt. Við erum svo með sameig- inlegan „blaðurdálk" sem er fyrir bæði árin og notum við hann til að leita ráða hjá eldri systrum og þar koma fram ýmis skemmtileg svör og góðar ráðleggingar. Einnig hafa aðgang nokkrar nýútskrif- aðar ljósmæður og hefur sérstaklega ein þeirra verið með góð og gagnleg innlegg í umræður á blogginu. Á Oddrúnarsíð- unni getum við einnig gefið einhverjum „hrós dagsins“ og það er gaman því öllum fmnst gott að fá svolítið klapp á bakið og mættum við eflaust gera meira af því svona almennt á þessum síðustu og verstu tímum því ekki fáum við hrósið í launaumslagið. Með bestu kveðju f.h. Oddrúnar félag Ijósmœðranema Guðrún I. Gunnlaugsdóttir Ljósmæðrablaðið - Sumar 2009 3 3

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.