Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.06.2009, Blaðsíða 22

Ljósmæðrablaðið - 15.06.2009, Blaðsíða 22
Sýnishorn af gömlum tœkjum og tólum úrfórum forvera okkar. þremur árum og lagði sjóðanefnd til breytingar sem aðalfundur samþykkti. Árið 2008 var alls úthlutað 3.035.000 kr. Sem íyrr eru ljósmæður stórhuga í námi sínu og rannsóknum með ijölbreytt og framsækin verkefni í burðarliðnum. Fyrir utan rannsóknir og afmælisbók- arútgáfu sem styrkt er úr sjóðum félags- ins að þessu sinni, er stórt verkefni í samræmingu bráðaviðbragða í barneign- arferlinu, svokallað ALSO verkefni þar sem ljórar ljósmæður og ijórir læknar hafa fengið þjálfún í kennslu í bráða- viðbrögðum og var fyrsta námskeiðið haldið hér á landi í maí. Þær ljósmæður sem fengu vilyrði fyrir styrk þetta árið eru: • Ástþóra Kristinsdóttir 500.000 kr styrkur vegna meistaraverkefnis um heimilisofbeldi. • Helga Gottfreðsdóttir og Sigfríður Inga Karlsdóttir, ritstjórar afmælisrits Ljósmæðrafélagsins, Lausnarsteinar: Ijósmóðurfræði og ljósmóðurlist. Styrkur upp á 500.000 kr en þar að auki styrkir Ljósmæðrafélagið verk- efnið sérstaklega. • Sigríður Sía Jónsdóttir 280.000 kr styrkur vegna úrvinnslu gagna úr rannsókninni: Sykurþolspróf á með- göngu: ástæður og útkoma. • Anna Sigríður Vernharðsdóttir fyrir hönd vinnuhóps, 500.000 kr vegna gerðar fræðslubæklinga fyrir skjól- stæðinga ljósmæðra. Hætt var við útgáfu Informed Choice bæklinganna sem langt voru komnir í þýðingu og vinnuhópurinn ákvað að hefja gerð fræðslubæklinga byggða á íslenskum aðstæðum. • Anna Sigríður Vemharðsdóttir, fyrir hönd vinnuhóps, 250.000 kr vegna tækjakaupa vegna ALSO verkefnis- ins. Sjóðanefnd lítur svo á að þessi tæki séu eign Ljósmæðrafélags Islands og til afnota á fleiri námskeið/ verkefni en ALSO. • Anna Sigríður Vemharðsdóttir 190.000 kr vegna námskeiðskostn- aðar við undirbúning ALSO verk- efnsins. • Sigrún Kristjánsdóttir 190.000 kr styrkur vegna námskeiðskostnaðar við undirbúning ALSO verkefnisins og 45.000 kr vegna skólagjalda í framhaldsnámi. • Guðrún Sigríður Ólafsdóttir 190.000 kr vegna námskeiðskostnaðar við undirbúning ALSO verkefnisins. • María G. Þórisdóttir 190.000 kr vegna námskeiðskostnaðar við undir- búning ALSO verkefnisins. • Unnur Berglind Friðriksdóttir 100.000 kr vegna skólagjalda í fram- haldsnámi. • Kristbjörg Magnúsdóttir 100.000 kr styrkur vegna þýðingar á texta heim- ildarmyndarinnar Birth as we know it. Vegna þeirra breytinga sem urðu við síðustu samninga, þegar vísindasjóður var tekin til hækkunar inn í grunnlaun ljósmæðra, breytast einnig forsendur úthlutunarsjóða ljósmæðra. Til að tryggja sömu innkomu sjóðsins og verið hefur undanfarin ár, hefur stjóm félagsins ákveðið að eyrnamerkja 9% af óbreyttum félagsgjöldum til þessa sjóðs. Þá hafa lítilsháttar breytingar verið gerðar á úthlutunarreglum sjóð- anna, enda skulu þær endurskoðaðar á tveggja ára fresti skv. núgildandi reglum. Hvortveggja er millibilsástand sem ætlað er að gilda næsta árið. Það er tillaga sjóðanefndar að á næsta aðal- fúndi verði nýr úthlutunarsjóður stofn- aður á gmnni núverandi vísindasjóðs, með eigin stofnskrá og úthlutunarreglum sem lagðar verði fyrir fundinn. Næsta úthlutun úr sjóðum Ljósmæðra- félagsins verður í nóvember og umsókn- arfresturinn 1. nóvember. Kjarasamningar og starf kjara- nefndar Haustsins 2008 verður lengi minnst fyrir íslenska efnahagshrunið og margir munu þá einnig minnast þess að fáeinum dögum lyrir opinberun hrunsins, náðu Ijósmæður umtalsverðum kjarabótum eftir mikil átök við ríkisvaldið. Ekki er heldur ólíklegt að það hafi verið í fyrsta skipti sem okkar góða félagi hefúr verið stefnt fyrir dóm og það af fjár- málaráðherra fyrir hönd íslenska ríkis- ins. Ljósmæður tryggðu sér umræðu í nær öllum fréttatímum allra fréttafjöl- miðla á meðan lyrsta og annað verkfall ljósmæðra var háð hér á landi í byrjun september og hafði mikinn meðbyr frá samfélaginu. I þessum verkföllum kom greinilega í ljós mikilvægi ljósmæðra í heilbrigðiskerfínu og ábyrgð þeirra gagnvart skjólstæðingum sínum. Ferill samninga Kjaranefnd Ljósmæðrafélags Islands hefur setið vel á annað hundrað fundi frá því í maí 2008. Sex mánaða langri og strangri samn- ingalotu við samninganefnd ríkis- ins um miðlægan kjarasamning lauk 16. september síðastliðinn með miðl- unartillögu ríkissáttasemjara. Með miðl- unartillögunni var stórt skref stigið hjá okkur ljósmæðrum á leið okkar íyrir réttlátum launum. Samstaða ljósmæðra átti einn mestan þátt í því skrefí sem við náðum. Eftir að hafa lokið miðlægum kjarasamningi sat kjaranefndin ekki auðum höndum. Við tóku stofnanasamn- ingar við tuttugu og eina stofnun hér á landi sem ljósmæður starfa hjá. I janúar síðastliðnum hafði nefndin lokið samningum við tuttugu þessara stofnana. Enn er eftir að ljúka samn- ingi við eina stofnun. Þau mál eru nú í höndum lögfræðings BHM. Að auki hefur nefndin lokið kjarasamningum við Launanefnd sveitafélaga og samn- ingi við Samtök fyrirtækja í heilbrigð- isþjónustu. Að endingu kom kjaranefnd félagsins að samningum Sjúkratrygg- ingastofnunar Islands og ljósmæðra 22 Ljósmæðrablaðið - Sumar 2009

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.