Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.06.2009, Blaðsíða 38

Ljósmæðrablaðið - 15.06.2009, Blaðsíða 38
HUGLEIÐINGAR LJÓSMÓÐUR Að láta Þegar ég kom til íslands frá Póllandi árið 1998 var ég búin að mennta mig sem ljósmóðir og vinna sem slík í átta mánuði á litlu sjúkrahúsi í heimabæ mínum, Sieraków. Ljósmæðumar þar skiptust á að vinna á öllum deildum spít- alans; fæðingardeild, sængurlegudeild, meðgöngudeild og kvenlækningadeild. A þessum tíma var erfítt að fá vinnu í Póllandi og samkeppnin milli ungs fólks í heilbrigðiskerfinu var mikil. Þrátt fyrir að ég væri búin að mennta mig og komin í ágæta stöðu ákvað ég að breyta til skoða mig aðeins um í heiminum og barst að lokum hingað til Islands. Ég var ekki búin að vera lengi hér þegar ég kynntist manninum mínum og þá var útlit fyrir að ég myndi ílengjast hér. Ég réðst því í það að reyna að fá menntun mína viðurkennda hér en það reyndist löng og ströng ganga, þyrnum stráð. Islensku- og enskukunnátta mín á þessum tíma var takmörkuð og gerði mér baráttuna enn erfíðari en ella. Ég held að það hafí ráðið miklu um það að árangurinn varð minni en erfíðið. Allir tóku mér vel, hvar sem ég bar upp erindi mitt, í Heilbrigðisráðuneyt- inu og Háskóla Islands og vildu mér vel en enginn gat svarað mér beint um það hvað þyrfti til að ég fengi réttindin og starfsleyfi hér. Flestir sögðu eitthvað á þá leið að þetta hlyti bara að ganga og létu eins og þetta væri nánast bara formsatriði að ganga frá þessu. Það væri vöntun á starfsfólki í heilbrigðisþjónust- unni, ég hefði fengið góðar einkunnir í skólanum og hefði reynslu. Þó leið og beið og ég fékk misvísandi svör. Ég var send fram og til baka og látin útvega hin og þessi gögn. Það var erfítt fyrir mig að fá ekki afdráttarlaus svör um hvað ég þyrfti að gera til að fá réttindi og oft var ég við það að gefast upp. Starfsfólk í Háskól- anum vildi vel en var samt ráðvillt vegna þess að það hafði aldrei áður þurft að leysa svona mál. Að lokum var þó kveðið upp um það að starfsréttindi fengi ég ekki hér á landi. Námið í Póllandi var ekki á draumana rætast Patrycja Wodowska sjúkraliði, hjúkrunarfræðingur og Ijósmóðir háskólastigi heldur aðeins á framhald- skólastigi rétt eins og var hérlendis áður en fyrirkomulagi var breytt og gerð var krafa um hjúkrunamám til undirbúnings að ljósmóðurfræði. Starfandi Ijósmæður hér héldu sínum réttindum þó kröfur væru auknar en þó ég hefði starfað í mínu heimalandi skyldi ég taka námið upp á nýtt! Mitt stolt yfír því að vera pólsk ljós- móðir hafði verið brotið niður. Ég vildi vinna í mínu starfi sem mér fínnst skemmtilegasta og mest gefandi starf í heimi. Ég hafði menntað mig til þessa starfs og taldi mig fúllfæra um að sinna því. Ég fór fram á það að fá réttindi sem sjúkraliði en fékk einnig synjun á það. Ég held að það hafí verið stór misskiln- ingur að ég fékk ekki sjúkraliðaréttindi strax. Þetta mótlæti hafði mikil áhrif á mig og ég fór að efast um hæfileika mína sem Ijósmóðir. Það kostaði mig margar andvökunætur og mörg tár. Mér fínnst mjög gaman að vinna með fólki og fyrir fólk. Ég byijaði að vinna sem gangastúlka á elliheimili og hef lært mikið af eldra fólki. Ég fór í kvöldskóla Fjölbrautarskólans í Breiðholti til að bæta við mig því sem Sjúkraliðafélagið sagði að mig vantaði til að öðlast rétt- indi. Mér gekk mjög vel í sjúkralið- anáminu og ég fékk mikla hvatningu frá kennurum þar um að ég færi í hjúkr- unarnám og að mér væru allir vegir færir. Að loknu sjúkraliðaprófínu hóf ég nám í hjúkrunarfræði við HI árið 2001 og útskrifaðist þaðan 2005. Nú var ég komin mjög nálægt upphaflegu mark- miði mínu að geta starfað sem ljós- móðir á Islandi. Níu ár voru liðin síðan ég fékk ljósmæðrapróf í Póllandi. Ég fékk nokkur fog metin en þurfti að bæta við mig hluta af ljósmæðranáminu hér og tók loks embættispróf til að fá ljós- mæðraréttindi árið 2007. Námið í hjúkrunarfræði var mjög kreíjandi en skemmtilegt. Að sjálfsögðu lærði ég margt nýtt og er þakklát fyrir þá góðu menntun sem ég fékk í Háskól- anum. Ég kynntist mörgum frábærum konum í þessu námi sem hafa stutt mig og nú í dag eru nokkrar af þeim útskrif- aðar úr ljósmóðumámi einnig. I dag starfa ég á Landspítalanum meðal frábærra ljósmæðra og er mjög stolt af því að vera hluti af þessum sterka hópi. Ég hef fengið mikla hvatn- ingu frá samstarfsfólki mínu sem er mér mjög dýrmætt. Ljósmæður hér á Islandi er mjög öflugur hópur og mér fínnst þær vera fulltrúar allra kvenna á Islandi. Þessi barátta mín til að öðlast ljós- mæðraréttindi á íslandi var mér ekki auðveld en samt hefur hún gefíð mér sfyrk, meira sjálfstraust og tækifæri til að kynnast mörgu skemmtilegu fólki. Nú þegar liðin eru næstum tvö ár síðan ég fékk ljósmæðraréttindi horfí ég um öxl og sé að ég hef notað og ætla að nota þessa reynslu til að þroskast meira og horfa fram á veginn. Síðan ég útskrifaðist úr ljós- mæðranáminu hef ég haft nóg að gera. Innflytjendum af pólskum uppruna hefur fjölgað mikið á síðustu árum. Eins og er eru þeir íjölmennasti hópur útlend- inga á Islandi. Þetta er yfírleitt ungt fólk á barneignaaldri sem er að stofna íjöl- skyldur. Þörfín fyrir pólskumælandi ljósmóður er mikil. Vaxandi þáttur í 38 Ljósmæðrablaðið - Sumar 2009

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.