Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.06.2009, Blaðsíða 16

Ljósmæðrablaðið - 15.06.2009, Blaðsíða 16
Börn fæðast líka úti á landi í upphafi árs komu fram mjög umdeildar hugmyndir þáverandi heilbrigðisráðherra um mikinn niðurskurð innan heil- brigðiskerfísins. Meðal þess sem skera átti niður var þjónusta við barnshafandi konur og þá sérstaklega hvað varðar fæðingarstaði. Við báðum Jennýju Ingu Eiðsdóttur á Sauðárkróki og Svanborgu Egilsdóttur á Selfossi að setja niður á blað hugleiðingar sínar varðandi þcnnan fyrirhugaða niðurskurð og hvernig þessi áform litu út frá þeirra bæjardyrum séð. En það er lítill stöðugleiki á íslandi þessi misserin og fljótlega var skipt um heilbrigðisráðherra, sparnaðartillögur cndurskoðaðar og hætt við þann mikla niðurskurð sem lá í loftinu á fyrstu vikum ársins. Það er gömul saga og ný að ljósmæður verða að standa vörð um þá þjónustu sem þær veita og er það því eins gott að innan stéttarinnar leynist kjarnakonur eins og Jenný Inga og Svanborg. Jenný Inga ásamt nýfœddum norðlendingi. Jenný Inga Eiðsdóttir: Litlar breytingar hafa enn sem komið er orðið í Skagafírði á þjónustu við barnshafandi konur þar sem tókst að snúa við þeim sameiningaráformum sem fyrirhuguð voru á Norðurlandi. Við skerum að sjálfsögðu niður eins og aðrir, Birgitta minnkaði vinnu verulega um áramót en ég verð áfram í fúllri vinnu. Við hagræðum vöktum og vinnuskipulagi til að mæta þessari skerðingu en við reynum að tryggja að sem minnst skerðing verði á þjónustu við konumar. Yfirvinna verður tekin af nema fyrir útköll vegna fæðinga. Bakvaktir skerðast ekki nema yfír hásumarið og áfram verða fæðingar eins og verið hefúr enda er það vilji stjómenda stofnunarinnar og okkar. Aðalvinna okkur felst í mæðravernd, umönnun sængurkvenna og ungbama- eftirliti fyrstu 6 vikumar eftir fæðingu. Fæðingamar hafa verið minnsti hlut- inn af starfseminni en eru engu að síður mikilvægur þáttur í þjónustunni. Sængurlegan hefúr verið að stytt- ast smám saman og fleiri konur fara í heimaþjónustu. Við sinnum oftast þess- ari heimaþjónustu á bakvaktarlaununum okkar en tökum ekki laun frá Trygg- ingastofnun nema á sumrin. Sumarafleysingar fáum við ekki en skiptum vinnu í sumar á milli okkar eins og áður. Líklega skerum við niður bakvaktir í sumar eins og verið hefur undanfarin sumur en það þýðir í raun launalausar bakvaktir ef maður er í bænum, sem maður er jú oftast þann tíma sumarsins sem maður vinnur. Þetta kallar á að eitthvað verður því um útköll fyrir þær konur sem vilja fæða hér en við erum ekki tilbúnar að sleppa þeim fæðingum. Sorglegt er að vita til þess að víða er ekki skilningur á mikilvægi heildrænnar þjónustu og því öryggi sem fólgið er í því fyrir konumar að þekkja sína ljós- móður og hafa ljósmóður á vakt í heimabyggð, sérstaklega yfír vetrar- tímann. Héðan em töluverðar vega- lengdir að næsta fæðingarstað og yfír fjallvegi að fara Það er því mikið óöryggi og óhagræði fyrir fjölskylduna þegar langt þarf að sækja þjónustu á 16 Ljósmæðrablaðið - Sumar 2009

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.