Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.06.2009, Blaðsíða 29

Ljósmæðrablaðið - 15.06.2009, Blaðsíða 29
borguðu henni fyrir starfann heiðarlega og framyfir það sem lög tiltóku minnst þá gátu margir ekki greitt vegna fátæktar. Hún hafði því einungis fengið að meðal- tali þrjár krónur fyrir hverja fæðingu eða 90 krónur yfír árið og því hefði hún aðeins haft 130 krónur í árslaun. „Jeg veit að hverjum rjettsýnum manni muni ekki sýnast þetta nægj- anlegur lífsstofn þegar þess er gætt, að það er töluvert dýrara að lifa hjer í þessu byggðarlagi heldur en víða til sveita,“segir í bréfinu. Þórdís bað sýslu- nefndina um að sýna göfulyndi sitt og mannúð með því að að kasta nú ekki þessari beiðni undir fætur sér. Sýslu- nefndin neitaði beiðni Þórdísar með flestum atkvæðum. Loks árið 1890 fékk Þórdís 20 króna launaviðbót ásamt ljósmæðrunum Margéti Jónsdóttur í Gnúpverjahreppi og Guðrúnu Jónsdóttur í Hrunamannahreppi en sýslunefnd segir jafnframt að til þess að slíkum bænum yrði veitt áheym eftirleiðis yrðu yfírsetukonur að fá læknisvottorð um dugnað í ljósmóð- urstörfúm.8 „Laun sem ég hef kúgast undir" A tímum fyrri heimstyrjaldarinnar fengu ljósmæður launahækkanir vegna dýrtíð- arinnar en árið 1918 sendi Þórdís, sem var þá orðin 65 ára, sýslunefnd bréf þar sem hún fór fram á laun sem hún gæti lifað af. Hún sagðist ekki komast af með minna en 700 krónur og væri orðin of lasburða til að vinna fyrir sér á annan hátt en að gegna stöðu sinni. Jafnvel þótt engin dýrtíð væri gæti hún ekki komist af með þau smánarlega litlu laun sem hún hefði kúgasl undir árum saman og gæti ekki skoðast öðmvísi en sem lítil- ljörleg þóknun. „Nú þegar jeg er komin á efri ár og orðin ófær til áreynslu, hlít jeg að vænta þess að geta lifað af stöðu minni, enda ekki til mikils mælst, þar sem jeg hef gegnt erviðri og vandasamri stöðu í 44 ár,“ skrifaði hún.9 Tillaga um áskorun felld í sýslunefnd Fjármálanefnd sýslunefndar Ames- sýslu ijallaði um beiðni hennar og annarra yfírsetukvenna sýslunnar sem fóm ffam á venjulega dýrtíðamppbót. Nefndin sá sér ekki fært að verða við beiðni Þórdísar: „ætlast hún til að launin verði svo rífleg að hún geti lifað á þeim eingöngu. Nefndin sjer ekki fært að verða við þeirri kröfú, því að þar mundu fleiri á eptir koma.“ Fjármálanefndin benti hins vegar á að vel færi á því að Eyrarbakkahreppur veitti Þórdísi nokkra launaviðbót úr sveitarsjóði þar sem hún hefði þjónað mjög lengi. Samþykkt var á sýslunefndarfúndi að veita ljósmæðmm á Eyrarbakka og Stokkseyri 50% dýrtíð- amppbót af fostum launum en öðrum ljósmæðrum 30%. Séra Gísli Skúlason bar upp tillögu um að sýslunefndin skor- aði á Alþingi og landsstjóm að hlutast til um að yfírsetukonustörf í kauptúnum væm aðalatvinna þeirra sem þar ynnu og því bæri að launa þeim sæmilega af landssjóði. Tillagan var felld með fimm atkvæðum gegn fjórum.10 Eftirlaun Alþingis Á sjötugasta aldursári sínu, árið 1923, sótti Þórdís um eftirlaun ffá Alþingi en tveir alþingismanna Sunn- lendinga, Eiríkur Einarsson og Þorleifúr Guðmundsson, sem var sonur Guðmundar Isleifssonar, báru ffam tillögu um 700 króna ellistyrk til hennar. I umræðum á Alþingi um styrk- inn kemur fram hræðsla við að styrkur til yfírsetukonu myndi skapa fordæmi og að þær allar fæm fram á eftirlaun í kjölfarið. Eiríkur sagði hins vegar að Þórdís hefði starfað af dugnaði og trúmennsku í yfír 50 ár og hann áliti að þingið gerði rétt í því að gleðja hana og hjálpa á elliárunum. „Það, sem sýslujjelögin með lög- mætri íhlutim ríkisins láta af hendi rakna til slíkra kvenna, er svo lítið einatt, að þœr hafa ekki nóg af að lifa á uppgjafaaldri. ““ Eiríkur benti á að staða yfirsetukvenna í kaupstöðum og sveitum væri ólík. 1 sveitunum væm það oft bændakonur sem gegndu starfi þessu og þegar þær létu af því sökum aldurs yrði engin breyting á lífskjömm þeirra. Öðrum máli gegndi í kaupstöðunum en þar væm það off og einatt tómthúskonur sem ættu að engu að hverfa þegar þær hættu störfum.12 Þórdís fékk ekki styrkinn að þessu sinni og síðar sama ár birtist bréf frá henni í nýstofnuðu Ljósmæðrablaði. Kvæði sem hún hafði fengið sent frá þakklátum vinum hennar fylgdu með en Þórdís segir sjálf: Af þessum kvæðum, þótt stutt sjeu, sjáum við að til eru menn og konur, sem hafa opin augu jyrir starfi okkar. - En við þurfum einnig sjálfar að hafa opin augun og reyna að láta ekki bjóða okkur sömu kjör og verið hefir, þar sem í laganna nafni eru lagðar á okkur miklar skyldur, en mjög takmörkuð rjett- indi. Við megum ekki búast við að aðrir hjálpi okkur ef við gerum ekkert sjálfar. Þessi kjör, sem okkur eru boðin, bjóða þeir engum karlmanni; þeir tœkju ekki við slíku starfi upp á þessi kjör. ... Jeg ímynda mjer að ykkur sje ekki öllum kunnugt, að jeg sótti í vetur sem leið um ellistyrk til þingsins, eftir fimtíu ára starf. Náttúrulega þrotin að kröftum. - Það er svo tilfinnanlegt að lifa undir þessu þjóðfelagsfyrirkomulagi, sem mjer finst lítinn tilverurjett eiga. í Alþingistíðindunum er hægt að sjá, hvað þeir líta sanngjarnlega á málin.'3 í janúar 1926 samþykkti sýslunefnd Ámessýslu umsókn Þórdísar um eftir- laun, með níu atkvæðum gegn sex. Eftir það fékk hún 250 kr. á ári frá sýslunni sem nam u.þ.b. einum mánaðarlaunum karls í hafnarvinnu í Reykjavík.14 Fáum ámm síðar ákvað Alþingi að veita henni 500 króna eftirlaun á ári og er það fyrsti ellistyrkur sem ljósmóðir fékk á Islandi.15 Þórdís keypti húsið Brennu árið 1925 og bjó þar til æviloka ásamt Ágústu kjör- dóttur sinni. Hún lést árið 1934, tæplega áttræð að aldri.16 Heimildir 1. íslenskar ljósmæður I, 246. 2. Islenskar ljósmæður I, 248. 3. í vörslu Þórdísar Karelsdóttur. 4. Islenskar ljósmæður I, 250-251. 5. íslenskar ljósmæður I, 251. 6. Islenskar ljósmæður I, 252. 7. Héraðsskjalasafn Amessýslu. Sýslunefnd- arskjöl 1880-1889. Bréf dagsett 10. aprít 1886 og Fundargerðarbók 1886 og 1887. 8. Héraðsskjalasafn Ámessýslu. Sýsluneínd- arskjöl 1880-1889. Bréf dagsett 20. apríl 1889 og Fundargerðarbók 1889 og 1890. 9. Héraðsskjalasafn Ámessýslu. Sýslunefnd- arskjöl 1880-1889. Bréf dagsett 6. apríl 1918. 10. Héraðsskjalasafn Ámessýslu. Sýslunelhd- arskjöl 1880-1889. Fundargerðarbók 1918. 11. Alþingistíðindi 1923. 35. löggjafarþing. B umræður um samþykkt lagafrumvörp með aðalefnisyfirliti. Bls. 818. 12. Alþingistíðindi 1923. Bls. 876. 13. Ljósmæðrablaðið 1. árg. 4. tbl. okt. 1923. Brjef 51-53. 14. Héraðsskjalasafn Ámesinga: Sýslufundir Ámessýslu 1917-1930. Fundur 27.janúar 1926 og Tölfræðihandbók 1984. 15. Islenskar ljósmæður . Æviþættir og minningar I. bls. 246. 16. í vörslu Þórdísar Karelsdóttur: Leiguafsal eigendajarðarinnar Skúmstaða 20. júní 1925. Eyrún Ingadóttir Ljósmæðrablaðíð - Sumar 2009 29

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.